Rolling Stones bauð Kúbverjum í veislu í höfuðborginni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. mars 2016 14:23 Mick Jagger fór á kostum á sviðinu í Havana. vísir/getty Öldungarnir í bresku hljómsveitinni Rolling Stones héldu sögulega tónleika í Havana, höfuðborg Kúbu, í gær fyrir hátt í hálfa milljón manns. Tónleikarnir eru sögulegir fyrir þær sakir að stærstan hluta síðustu aldar og í upphafi þessarar var hljómsveitin bönnuð í landinu. Frítt var á tónleikana en þeir fóru fram á föstudaginn langa þrátt fyrir að páfinn hefði beðið um að þeim yrði frestað. Tæp fimmtán ár eru frá því að banninu var aflétt. Það var að vísu ekki bundið við hljómsveitina heldur vestræna menningu í heild sinni. Kúba var kommúnískt ríki en á síðustu árum hafa stjórnvöld slakað á afstöðu sinni. Sérstaka breytingu má merkja á undanförnum átján mánuðum. Fjölmargir aðdáendur, sem mættu til að berja sveitina augum, höfðu þurft að fara leynt með aðdáun sína á sveitinni. „Þetta var forboðið. Við gátum til að mynda ekki hlustað á Bítlana. Nú megum við hlusta á það sem við viljum,“ sagði tónleikagestur í samtali við BBC. Annar hafði á orði að nú gæti hann dáið sáttur. Að sjá Rolling Stones væri eitthvað sem hann hefði alltaf dreymt um. Meðlimir sveitarinnar eru komnir á áttræðisaldur að unglambinu Ronnie Wood undanskyldu. Hann er aðeins 68 ára. Mick Jagger og Keith Richards eru jafnaldrar, 72 ára, en aldursforsetinn Charlie Watts sér um að berja húðirnar. Hann er 74 ára gamall. Þeir buðu upp á tveggja klukkustunda tónleika sem taldi átján lög. Þar á meðal alla helstu smelli sveitarinnar á borð við Sympathy for the Devil og Gimme Shelter. Myndir af tónleikunum frá Getty-myndaveitunni má sjá hér fyrir neðan auk myndbands frá La Habana þar sem tónleikarnir voru haldnir. Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Sjá meira
Öldungarnir í bresku hljómsveitinni Rolling Stones héldu sögulega tónleika í Havana, höfuðborg Kúbu, í gær fyrir hátt í hálfa milljón manns. Tónleikarnir eru sögulegir fyrir þær sakir að stærstan hluta síðustu aldar og í upphafi þessarar var hljómsveitin bönnuð í landinu. Frítt var á tónleikana en þeir fóru fram á föstudaginn langa þrátt fyrir að páfinn hefði beðið um að þeim yrði frestað. Tæp fimmtán ár eru frá því að banninu var aflétt. Það var að vísu ekki bundið við hljómsveitina heldur vestræna menningu í heild sinni. Kúba var kommúnískt ríki en á síðustu árum hafa stjórnvöld slakað á afstöðu sinni. Sérstaka breytingu má merkja á undanförnum átján mánuðum. Fjölmargir aðdáendur, sem mættu til að berja sveitina augum, höfðu þurft að fara leynt með aðdáun sína á sveitinni. „Þetta var forboðið. Við gátum til að mynda ekki hlustað á Bítlana. Nú megum við hlusta á það sem við viljum,“ sagði tónleikagestur í samtali við BBC. Annar hafði á orði að nú gæti hann dáið sáttur. Að sjá Rolling Stones væri eitthvað sem hann hefði alltaf dreymt um. Meðlimir sveitarinnar eru komnir á áttræðisaldur að unglambinu Ronnie Wood undanskyldu. Hann er aðeins 68 ára. Mick Jagger og Keith Richards eru jafnaldrar, 72 ára, en aldursforsetinn Charlie Watts sér um að berja húðirnar. Hann er 74 ára gamall. Þeir buðu upp á tveggja klukkustunda tónleika sem taldi átján lög. Þar á meðal alla helstu smelli sveitarinnar á borð við Sympathy for the Devil og Gimme Shelter. Myndir af tónleikunum frá Getty-myndaveitunni má sjá hér fyrir neðan auk myndbands frá La Habana þar sem tónleikarnir voru haldnir.
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Sjá meira