Vestur-Íslendingar gefa óþægum rotinn tómat Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. desember 2016 07:00 Afkomendur íslensku vesturfaranna halda margir í íslenskar jólahefðir. Hér er Maxine Ingalls að kenna laufabrauðsgerð. Mynd/Tammy Þrátt fyrir að vera búsettir í Winnipeg-fylki, mörg þúsund kílómetra frá Íslandi, heldur hluti afkomenda vesturfaranna í íslenskar jólahefðir. Sumar hefðirnar hafa tekið nokkrum breytingum í gegnum tíðina. „Við opnuðum gjafirnar alltaf á aðfangadag og það var ekki fyrr en ég var fullorðin sem ég komst að því að annar háttur var hafður á annars staðar,“ segir Tammy Axelsson hjá Íslendingasafninu í Gimli. Tammy lærði hér á landi og giftist íslenskum manni. Á uppvaxtarárum hennar var bökuð vínarterta og pönnukökur kringum jólin en jólamaturinn sjálfur var ekki íslenskur. Eftir giftingu er hins vegar hamborgarhryggur, brúnaðar kartöflur, rauðkál og grænar á borðum. „Ég sjálf fékk ekki í skóinn frá jólasveinunum þegar ég var lítil en börnin okkar fá í skóinn og þekkja alla jólasveinana,“ segir Tammy. Mismunandi er hvað börn fá í skóinn þegar þau eru óþekk. Sumir vinna með gömlu góðu kartöfluna meðan aðrir hafa prófað sig áfram með úldna tómata. Þá hittast Íslendingar reglulega fyrir jólin til að baka laufabrauð og borða skötu á Þorláksmessu. „Það er alltaf einhver nýkominn frá Íslandi sem kemur með þetta með sér,“ segir Tammy en sjálf borðar hún ekki skötu. „Mér finnst þetta ógeðslegt. Maðurinn minn þarf að elda þetta úti á svölum, inni í bílskúr eða helst heima hjá einhverjum öðrum.“ Hjá öðrum afkomendum Íslendinga hafði fjarlægðin við Ísland talsverð áhrif á jólahefðirnar. Hjá Elvu Simondsen komu jólasveinarnir til dæmis aðeins á aðfangadag því það var alltof langt fyrir þá að ferðast daglega milli Íslands og Kanada. „Mamma sagði okkur ýmsar sögur frá Íslandi en aðlagaði þær aðstæðum hérna,“ segir Elva sem þótti alltaf erfitt að átta sig á jólasveinunum sem bjuggu í fjöllum enda engin fjöll að finna á svæðinu. „Þegar þú hefur aldrei séð fjall er afar erfitt að skilja hugtakið.“ Systkinin fengu alltaf föt á jólunum svo að þau lentu ekki í jólakettinum. Móðir þeirra bakaði íslenskar pönnukökur, en systir Elvu notar enn þá pönnukökupönnu, og jólamaturinn var kalkúnn. „Við bjuggum á kalkúnabúgarði svo það lá beinast við. Hins vegar fórum við oft í matarboð á jóladag þar sem hangikjöt var í boði.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Jólafréttir Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
Þrátt fyrir að vera búsettir í Winnipeg-fylki, mörg þúsund kílómetra frá Íslandi, heldur hluti afkomenda vesturfaranna í íslenskar jólahefðir. Sumar hefðirnar hafa tekið nokkrum breytingum í gegnum tíðina. „Við opnuðum gjafirnar alltaf á aðfangadag og það var ekki fyrr en ég var fullorðin sem ég komst að því að annar háttur var hafður á annars staðar,“ segir Tammy Axelsson hjá Íslendingasafninu í Gimli. Tammy lærði hér á landi og giftist íslenskum manni. Á uppvaxtarárum hennar var bökuð vínarterta og pönnukökur kringum jólin en jólamaturinn sjálfur var ekki íslenskur. Eftir giftingu er hins vegar hamborgarhryggur, brúnaðar kartöflur, rauðkál og grænar á borðum. „Ég sjálf fékk ekki í skóinn frá jólasveinunum þegar ég var lítil en börnin okkar fá í skóinn og þekkja alla jólasveinana,“ segir Tammy. Mismunandi er hvað börn fá í skóinn þegar þau eru óþekk. Sumir vinna með gömlu góðu kartöfluna meðan aðrir hafa prófað sig áfram með úldna tómata. Þá hittast Íslendingar reglulega fyrir jólin til að baka laufabrauð og borða skötu á Þorláksmessu. „Það er alltaf einhver nýkominn frá Íslandi sem kemur með þetta með sér,“ segir Tammy en sjálf borðar hún ekki skötu. „Mér finnst þetta ógeðslegt. Maðurinn minn þarf að elda þetta úti á svölum, inni í bílskúr eða helst heima hjá einhverjum öðrum.“ Hjá öðrum afkomendum Íslendinga hafði fjarlægðin við Ísland talsverð áhrif á jólahefðirnar. Hjá Elvu Simondsen komu jólasveinarnir til dæmis aðeins á aðfangadag því það var alltof langt fyrir þá að ferðast daglega milli Íslands og Kanada. „Mamma sagði okkur ýmsar sögur frá Íslandi en aðlagaði þær aðstæðum hérna,“ segir Elva sem þótti alltaf erfitt að átta sig á jólasveinunum sem bjuggu í fjöllum enda engin fjöll að finna á svæðinu. „Þegar þú hefur aldrei séð fjall er afar erfitt að skilja hugtakið.“ Systkinin fengu alltaf föt á jólunum svo að þau lentu ekki í jólakettinum. Móðir þeirra bakaði íslenskar pönnukökur, en systir Elvu notar enn þá pönnukökupönnu, og jólamaturinn var kalkúnn. „Við bjuggum á kalkúnabúgarði svo það lá beinast við. Hins vegar fórum við oft í matarboð á jóladag þar sem hangikjöt var í boði.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Jólafréttir Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira