Erlendir fangar vilja að verðir geti talað ensku Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. júlí 2016 07:00 Erlendir fangar kvarta undan því að forstöðumaður á Litla-Hrauni tali ekki ensku. vísir/Anton brink Erlendir fangar á Litla-Hrauni sem tala ekki íslensku hafa kvartað undan lítilli enskukunnáttu starfsmanna fangelsisins. Fangarnir kvarta líka undan því að reglur fangelsisins séu einungis til á íslensku þrátt fyrir að ítrekað hafi verið beðið um að reglurnar verði þýddar. Þetta kemur fram í bréfi sem fangar sendu blaðamanni Upplýsingar til fanga við komu í fangelsið og lög um fullnustu refsinga eru meðal reglna sem vitnað er í. Þær reglur hafa ekki verið þýddar. Þá eru fangarnir ósáttir við það að Tryggvi Ágústsson, staðgengill forstöðumanns á Litla-Hrauni og deildarstjóri, tali ekki ensku eða neiti að minnsta kosti að eiga bein samskipti við fanga, sem tala ekki íslensku, á öðru tungumáli. Tólf erlendir fangar eru nú á Litla-Hrauni. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segir að vandamálið sé ekki nýtt.Guðmundur Ingi Þóroddsson„Það eru starfsmenn sem tala ekki ensku og geta ekki bjargað sér. Lög og reglur eru oft bara kynntar á íslensku sem er óásættanlegt,“ segir Guðmundur og bætir við að það þekkist að íslenskir fangar fái þóknun fyrir að túlka fyrir erlenda fanga. „Okkur þykir óeðlilegt að fangar séu að túlka fyrir aðra fanga. Það getur til dæmis verið trúnaðarmál sem fanginn þarf að láta þýða sem hann vill ekki að aðrir fangar viti um.“ Guðmundur segir að fangar hafi mótmælt þegar Tryggvi var ráðinn deildarstjóri á Litla-Hrauni vegna þess að hann talaði ekki ensku. Þá hafi hann ekki haft viðeigandi menntun né reynslu í málaflokknum sem sé nauðsynleg fyrir mann í hans stöðu. Tryggvi Ágústsson segist tala íslensku við fanga en láti aðra um að tala ensku. „Hér eru fangaverðir sem tala ýmis tungumál og svo höfum við kallað í túlka þegar það er nauðsynlegt,“ segir Tryggvi sem tjáir sig ekki um enskukunnáttu sína. „Ég ætla ekki að upplýsa alþjóð um kunnáttu mína hvorki í íslensku né ensku.“ Tryggvi segir það geta verið að fangar hafi hjálpað til við að túlka en það sé þá í undantekningartilfellum. Nú sé unnið að því að þýða upplýsingabæklinginn á ensku og fleiri tungumál. „Með tilliti til nýrra laga munum við uppfæra þennan pakka sem allir fangar fá sem koma hér inn. Það verður þýtt.“ Fréttin birtist fyrst í FréttablaðinuErlendir fangar kvarta undan því að forstöðumaður á Litla-Hrauni tali ekki ensku. FRÉTTABLAÐIÐ/Anton Brink Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Erlendir fangar á Litla-Hrauni sem tala ekki íslensku hafa kvartað undan lítilli enskukunnáttu starfsmanna fangelsisins. Fangarnir kvarta líka undan því að reglur fangelsisins séu einungis til á íslensku þrátt fyrir að ítrekað hafi verið beðið um að reglurnar verði þýddar. Þetta kemur fram í bréfi sem fangar sendu blaðamanni Upplýsingar til fanga við komu í fangelsið og lög um fullnustu refsinga eru meðal reglna sem vitnað er í. Þær reglur hafa ekki verið þýddar. Þá eru fangarnir ósáttir við það að Tryggvi Ágústsson, staðgengill forstöðumanns á Litla-Hrauni og deildarstjóri, tali ekki ensku eða neiti að minnsta kosti að eiga bein samskipti við fanga, sem tala ekki íslensku, á öðru tungumáli. Tólf erlendir fangar eru nú á Litla-Hrauni. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segir að vandamálið sé ekki nýtt.Guðmundur Ingi Þóroddsson„Það eru starfsmenn sem tala ekki ensku og geta ekki bjargað sér. Lög og reglur eru oft bara kynntar á íslensku sem er óásættanlegt,“ segir Guðmundur og bætir við að það þekkist að íslenskir fangar fái þóknun fyrir að túlka fyrir erlenda fanga. „Okkur þykir óeðlilegt að fangar séu að túlka fyrir aðra fanga. Það getur til dæmis verið trúnaðarmál sem fanginn þarf að láta þýða sem hann vill ekki að aðrir fangar viti um.“ Guðmundur segir að fangar hafi mótmælt þegar Tryggvi var ráðinn deildarstjóri á Litla-Hrauni vegna þess að hann talaði ekki ensku. Þá hafi hann ekki haft viðeigandi menntun né reynslu í málaflokknum sem sé nauðsynleg fyrir mann í hans stöðu. Tryggvi Ágústsson segist tala íslensku við fanga en láti aðra um að tala ensku. „Hér eru fangaverðir sem tala ýmis tungumál og svo höfum við kallað í túlka þegar það er nauðsynlegt,“ segir Tryggvi sem tjáir sig ekki um enskukunnáttu sína. „Ég ætla ekki að upplýsa alþjóð um kunnáttu mína hvorki í íslensku né ensku.“ Tryggvi segir það geta verið að fangar hafi hjálpað til við að túlka en það sé þá í undantekningartilfellum. Nú sé unnið að því að þýða upplýsingabæklinginn á ensku og fleiri tungumál. „Með tilliti til nýrra laga munum við uppfæra þennan pakka sem allir fangar fá sem koma hér inn. Það verður þýtt.“ Fréttin birtist fyrst í FréttablaðinuErlendir fangar kvarta undan því að forstöðumaður á Litla-Hrauni tali ekki ensku. FRÉTTABLAÐIÐ/Anton Brink
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira