Erlendir fangar vilja að verðir geti talað ensku Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. júlí 2016 07:00 Erlendir fangar kvarta undan því að forstöðumaður á Litla-Hrauni tali ekki ensku. vísir/Anton brink Erlendir fangar á Litla-Hrauni sem tala ekki íslensku hafa kvartað undan lítilli enskukunnáttu starfsmanna fangelsisins. Fangarnir kvarta líka undan því að reglur fangelsisins séu einungis til á íslensku þrátt fyrir að ítrekað hafi verið beðið um að reglurnar verði þýddar. Þetta kemur fram í bréfi sem fangar sendu blaðamanni Upplýsingar til fanga við komu í fangelsið og lög um fullnustu refsinga eru meðal reglna sem vitnað er í. Þær reglur hafa ekki verið þýddar. Þá eru fangarnir ósáttir við það að Tryggvi Ágústsson, staðgengill forstöðumanns á Litla-Hrauni og deildarstjóri, tali ekki ensku eða neiti að minnsta kosti að eiga bein samskipti við fanga, sem tala ekki íslensku, á öðru tungumáli. Tólf erlendir fangar eru nú á Litla-Hrauni. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segir að vandamálið sé ekki nýtt.Guðmundur Ingi Þóroddsson„Það eru starfsmenn sem tala ekki ensku og geta ekki bjargað sér. Lög og reglur eru oft bara kynntar á íslensku sem er óásættanlegt,“ segir Guðmundur og bætir við að það þekkist að íslenskir fangar fái þóknun fyrir að túlka fyrir erlenda fanga. „Okkur þykir óeðlilegt að fangar séu að túlka fyrir aðra fanga. Það getur til dæmis verið trúnaðarmál sem fanginn þarf að láta þýða sem hann vill ekki að aðrir fangar viti um.“ Guðmundur segir að fangar hafi mótmælt þegar Tryggvi var ráðinn deildarstjóri á Litla-Hrauni vegna þess að hann talaði ekki ensku. Þá hafi hann ekki haft viðeigandi menntun né reynslu í málaflokknum sem sé nauðsynleg fyrir mann í hans stöðu. Tryggvi Ágústsson segist tala íslensku við fanga en láti aðra um að tala ensku. „Hér eru fangaverðir sem tala ýmis tungumál og svo höfum við kallað í túlka þegar það er nauðsynlegt,“ segir Tryggvi sem tjáir sig ekki um enskukunnáttu sína. „Ég ætla ekki að upplýsa alþjóð um kunnáttu mína hvorki í íslensku né ensku.“ Tryggvi segir það geta verið að fangar hafi hjálpað til við að túlka en það sé þá í undantekningartilfellum. Nú sé unnið að því að þýða upplýsingabæklinginn á ensku og fleiri tungumál. „Með tilliti til nýrra laga munum við uppfæra þennan pakka sem allir fangar fá sem koma hér inn. Það verður þýtt.“ Fréttin birtist fyrst í FréttablaðinuErlendir fangar kvarta undan því að forstöðumaður á Litla-Hrauni tali ekki ensku. FRÉTTABLAÐIÐ/Anton Brink Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira
Erlendir fangar á Litla-Hrauni sem tala ekki íslensku hafa kvartað undan lítilli enskukunnáttu starfsmanna fangelsisins. Fangarnir kvarta líka undan því að reglur fangelsisins séu einungis til á íslensku þrátt fyrir að ítrekað hafi verið beðið um að reglurnar verði þýddar. Þetta kemur fram í bréfi sem fangar sendu blaðamanni Upplýsingar til fanga við komu í fangelsið og lög um fullnustu refsinga eru meðal reglna sem vitnað er í. Þær reglur hafa ekki verið þýddar. Þá eru fangarnir ósáttir við það að Tryggvi Ágústsson, staðgengill forstöðumanns á Litla-Hrauni og deildarstjóri, tali ekki ensku eða neiti að minnsta kosti að eiga bein samskipti við fanga, sem tala ekki íslensku, á öðru tungumáli. Tólf erlendir fangar eru nú á Litla-Hrauni. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segir að vandamálið sé ekki nýtt.Guðmundur Ingi Þóroddsson„Það eru starfsmenn sem tala ekki ensku og geta ekki bjargað sér. Lög og reglur eru oft bara kynntar á íslensku sem er óásættanlegt,“ segir Guðmundur og bætir við að það þekkist að íslenskir fangar fái þóknun fyrir að túlka fyrir erlenda fanga. „Okkur þykir óeðlilegt að fangar séu að túlka fyrir aðra fanga. Það getur til dæmis verið trúnaðarmál sem fanginn þarf að láta þýða sem hann vill ekki að aðrir fangar viti um.“ Guðmundur segir að fangar hafi mótmælt þegar Tryggvi var ráðinn deildarstjóri á Litla-Hrauni vegna þess að hann talaði ekki ensku. Þá hafi hann ekki haft viðeigandi menntun né reynslu í málaflokknum sem sé nauðsynleg fyrir mann í hans stöðu. Tryggvi Ágústsson segist tala íslensku við fanga en láti aðra um að tala ensku. „Hér eru fangaverðir sem tala ýmis tungumál og svo höfum við kallað í túlka þegar það er nauðsynlegt,“ segir Tryggvi sem tjáir sig ekki um enskukunnáttu sína. „Ég ætla ekki að upplýsa alþjóð um kunnáttu mína hvorki í íslensku né ensku.“ Tryggvi segir það geta verið að fangar hafi hjálpað til við að túlka en það sé þá í undantekningartilfellum. Nú sé unnið að því að þýða upplýsingabæklinginn á ensku og fleiri tungumál. „Með tilliti til nýrra laga munum við uppfæra þennan pakka sem allir fangar fá sem koma hér inn. Það verður þýtt.“ Fréttin birtist fyrst í FréttablaðinuErlendir fangar kvarta undan því að forstöðumaður á Litla-Hrauni tali ekki ensku. FRÉTTABLAÐIÐ/Anton Brink
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira