Þorsteinn Ingvarsson úr FH vann sigur í langstökki á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum innanhúss í dag.
Þorsteinn stökk lengst 7,29 metra í sjöttu tilraun, en það var lang lengsta stökkið hans í dag. Hann fór fyrst yfir sjö metrana þegar hann stökk 7,11 metra í fimmtu tilraun.
Kristinn Torfason úr FH fékk silfur með stökki upp á 7,12 metra sem hann náði í sjöttu og síðustu tilraun, en Andri Snær Ólafsson Lukes fékk brons. Hann stökk lengst 6,50 metra.
Þetta eru önnur gullverðlaun Þorsteins á mótinu en hann vann einnig langstökkið í gær. Þorsteinn hefur verið besti stökkvari Íslands undanfarin misseri.

