Innlent

Kona í haldi vegna elds í Kópavogi

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Gruna íkveikju.
Gruna íkveikju. vísir/stefán
Þrjár íslenskar konur voru handteknar á sunnudagskvöld eftir að eldur kviknaði í einbýlishúsi í Skólagerði í Kópavogi.

Ein kvennanna var í gær úrskurðuð í gæsluvarðhald vegna gruns um íkveikju en hinar tvær voru látnar lausar. Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út en greiðlega gekk að slökkva eldinn. Talsverðar skemmdir urðu á húsinu.

Allar eru konurnar á þrítugsaldri. Sú sem er í varðhaldi býr í húsinu.

Gunnar Hilmarsson aðalvarðstjóri segir rannsókn málsins vera í fullum gangi. 

Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×