Innlent

Þrír handteknir vegna eldsins í Skólagerði

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Allt tiltækt lið var kallað út vegna eldsins.
Allt tiltækt lið var kallað út vegna eldsins. Vísir/Stefán
Þrír voru handteknir í gær eftir að eldur kviknaði í einbýlishúsi í Skólagerði í Kópavogi í gær. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Mennirnir bíða yfirheyrslu.

Allir tiltækir slökkviliðsmenn höfuðborgarsvæðisins voru kallaðir út í gær eftir að eldur kom upp í húsinu. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en talsverðar skemmdir urðu á húsinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×