Strandaglópar í Keflavík eftir að hafa ekki getað lent á Reykjavíkurflugvelli Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. desember 2016 22:52 Flugvélin gat ekki lent í Reykjavík. Mynd/Flugfélag Íslands Flugvél á vegum Flugfélags Íslands sem var á leið til Reykjavíkur frá Egilsstöðum í kvöld þurfti frá að hverfa vegna hliðarvinda og þurfti þess í stað að lenda í Keflavík. Farþegar þurftu að bíða í flugvélinni og í flugvallarrútu í hálfa aðra klukkustund á meðan flugfélagið ákvað hvernig þeim yrði komið til Reykjavíkur. Samkvæmt upplýsingum frá Árna Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Flugfélags Íslands, er ekki algengt að ókleyft sé að lenda flugvélum á Reykjavíkurflugvelli vegna slíkra hliðarvinda. „Aðstæður hafa verið mjög slæmar undanfarna daga“ segir Árni en miklar tafir hafa orðið á innanlandsflugi undanfarna daga. Tvær aðrar vélar frá Flugfélagi Íslands sem einnig flugu frá Egilsstöðum til Reykjavíkur í kvöld gátu hins vegar lent á Reykjavíkurflugvelli vandkvæðalaust. Árni segir að vindar hafi þá einfaldlega verið orðnir hagstæðir.Ferðalagið tók fjóra tímaÍ samtali við Vísi segir Bobby Gaenfler, farþegi um borð í vélinni, að farþegar hefðu margir hverjir verið orðnir óþreyjufullir í biðinni og að upplýsingum frá flugfélaginu hefði verið ábótavant. „Við vorum mjög glöð þegar við lentum heil á húfi en svo vorum við færð um borð í rútu þar sem við sátum í heila eilífð, þaðan sem við vorum keyrð að hliðinu þar sem við þurftum aftur að bíða“ segir Bobby sem tekur fram að þar hafi biðinni ekki lokið. „Þá vorum við keyrð aftur að flugvélinni þar sem meiri bið tók við þar til við vorum loksins keyrð að hliðinu þar sem rútur til Reykjavíkur biðu okkar. Þá átti eftir að afferma flugvélina.“ segir Bobby sem var ekki viss um hve löng biðin hafi verið en taldi að farþegar hafi þurft að bíða í að minnsta kosti klukkustund. Sjálf hafi hún ekki verið komin á áfangastað fyrr en rétt eftir klukkan tíu í kvöld, fjórum klukkustundum eftir að hafa lagt af stað. Flugtíminn á milli Reykjavíkur og Egilsstaða er 60 mínútur. Að sögn Árna skýrist biðin af töfum þjónustuaðila Flugfélags Íslands. „Það varð töf í Keflavík á því að fá rútur vegna þess að það tók þjónustuaðilann okkar lengri tíma að fá þær á staðinn en áætlað hafði verið og við biðjumst að sjálfsögðu velvirðingar á því.“ Ekki hefði verið hægt að fljúga vélinni til Reykjavíkur frá Keflavík vegna of sterkra vinda. Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Flugvél á vegum Flugfélags Íslands sem var á leið til Reykjavíkur frá Egilsstöðum í kvöld þurfti frá að hverfa vegna hliðarvinda og þurfti þess í stað að lenda í Keflavík. Farþegar þurftu að bíða í flugvélinni og í flugvallarrútu í hálfa aðra klukkustund á meðan flugfélagið ákvað hvernig þeim yrði komið til Reykjavíkur. Samkvæmt upplýsingum frá Árna Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Flugfélags Íslands, er ekki algengt að ókleyft sé að lenda flugvélum á Reykjavíkurflugvelli vegna slíkra hliðarvinda. „Aðstæður hafa verið mjög slæmar undanfarna daga“ segir Árni en miklar tafir hafa orðið á innanlandsflugi undanfarna daga. Tvær aðrar vélar frá Flugfélagi Íslands sem einnig flugu frá Egilsstöðum til Reykjavíkur í kvöld gátu hins vegar lent á Reykjavíkurflugvelli vandkvæðalaust. Árni segir að vindar hafi þá einfaldlega verið orðnir hagstæðir.Ferðalagið tók fjóra tímaÍ samtali við Vísi segir Bobby Gaenfler, farþegi um borð í vélinni, að farþegar hefðu margir hverjir verið orðnir óþreyjufullir í biðinni og að upplýsingum frá flugfélaginu hefði verið ábótavant. „Við vorum mjög glöð þegar við lentum heil á húfi en svo vorum við færð um borð í rútu þar sem við sátum í heila eilífð, þaðan sem við vorum keyrð að hliðinu þar sem við þurftum aftur að bíða“ segir Bobby sem tekur fram að þar hafi biðinni ekki lokið. „Þá vorum við keyrð aftur að flugvélinni þar sem meiri bið tók við þar til við vorum loksins keyrð að hliðinu þar sem rútur til Reykjavíkur biðu okkar. Þá átti eftir að afferma flugvélina.“ segir Bobby sem var ekki viss um hve löng biðin hafi verið en taldi að farþegar hafi þurft að bíða í að minnsta kosti klukkustund. Sjálf hafi hún ekki verið komin á áfangastað fyrr en rétt eftir klukkan tíu í kvöld, fjórum klukkustundum eftir að hafa lagt af stað. Flugtíminn á milli Reykjavíkur og Egilsstaða er 60 mínútur. Að sögn Árna skýrist biðin af töfum þjónustuaðila Flugfélags Íslands. „Það varð töf í Keflavík á því að fá rútur vegna þess að það tók þjónustuaðilann okkar lengri tíma að fá þær á staðinn en áætlað hafði verið og við biðjumst að sjálfsögðu velvirðingar á því.“ Ekki hefði verið hægt að fljúga vélinni til Reykjavíkur frá Keflavík vegna of sterkra vinda.
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira