Magnaður viðsnúningur í Sandgerði Svavar Hávarðsson skrifar 23. nóvember 2016 07:00 Jafn margir Sandgerðingar vinna nú á Keflavíkurflugvelli og við sjávarútvegsfyrirtæki bæjarins. vísir/friðrik þór Algjör viðsnúningur hefur orðið á fasteignamarkaði í Sandgerðisbæ á innan við tveimur árum. Fyrir rúmu ári átti Íbúðalánasjóður um 90 eignir af 560 íbúðum í bænum. Þar af stóðu 50 auðar og lágu undir skemmdum. Nú er allt húsnæði Íbúðalánasjóðs selt, engin hús standa tóm og hreyfing er að komast á nýbyggingar ef fram heldur sem horfir. Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri í Sandgerðisbæ, játar því að viðsnúningurinn sé með nokkrum ólíkindum og mikil eftirspurn sé bæði eftir húsnæði til leigu og sölu. Á borði bæjaryfirvalda liggi umsóknir um lóðir fyrir á milli fimmtán og tuttugu íbúðir, en fyrir tveimur árum hafi lítil sem engin eftirspurn verið eftir nýbyggingum.Sigrún Árnadóttirvísir/gva„Það var mjög mikið af íbúðarhúsnæði hérna í mikilli niðurníðslu. Ég hafði þungar áhyggjur af því hvernig þetta myndi fara. Einhverjar eignir voru keyptar af fasteigna- eða leigufélögum en einnig einstaklingum. Þetta er beggja blands. Við götur sem manni þótti dapurlegar ásýndum er fólk að gera upp eignir; það er verið að mála og skipta um þök og endurnýja glugga. Það er bara reglulega gaman að segja frá þessu, því það var verulegt áhyggjuefni hvað þetta myndi þýða fyrir bæinn í heild. Áhrif þess að húsnæði sé í þessu ástandi eru þekkt á aðrar eignir á sama svæði,“ segir Sigrún og viðurkennir fúslega að það sé gaman fyrir bæjarstjóra að sjá alla þessa uppbyggingu. Sigrún segir að kynning Isavia á framtíðarhugmyndum um uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli – þróunaráætlun eða svokallað Masterplan – hafi haft áþreifanleg áhrif á fasteignamarkaði í Sandgerði um leið og hún var kynnt vorið 2015. Síðan hafi bæði ungt fjölskyldufólk og eldra fólk verið að flytjast til bæjarins. Hún hefur orð á því að atvinnuástandið á Suðurnesjum hefur tekið stakkaskiptum – árið 2010 þegar hún tók við sem bæjarstjóri hafi verið 18 prósent atvinnuleysi en nú mælist það varla eða ekki. „Það fjölgaði í grunnskólanum hérna í Sandgerði um 20 prósent á milli skólaára. Svo staðan er í raun ósambærileg við það sem var hér fyrir ekki löngu síðan,“ segir Sigrún og bætir við að frekari fjölgun í bænum sé fyrirsjáanleg. Fólk af erlendu bergi brotið er fjölmennt í bænum – eða um sautján prósent bæjarbúa – og þar sem vinnandi hendur á Suðurnesjum séu nú af skornum skammti þá verði samfélagið í Sandgerði enn fjölbreyttara innan skamms tíma, ef spár um uppbyggingu rætast. Sögulega hefur Sandgerði alltaf verið sterkt sjávarútvegspláss en nálægðin við Keflavíkurflugvöll hefur breytt hlutföllum með áberandi hætti – en flugvöllurinn stendur einmitt á landi Sandgerðisbæjar. Sigrún telur að í dag starfi um það bil jafn margir á flugvallarsvæðinu og við fiskvinnslu og sjósókn í Sandgerði – sem einhvern tímann hefði verið saga til næsta bæjar. Fyrir liggur einnig að byggja þarf fimm íbúðir fyrir fólk með fötlun og var samningur þess efnis undirritaður við Þroskahjálp í mars síðastliðnum. Beðið er eftir grænu ljósi frá Íbúðalánasjóði með stofnfjárframlag, sem er forsenda uppbyggingarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Sjá meira
Algjör viðsnúningur hefur orðið á fasteignamarkaði í Sandgerðisbæ á innan við tveimur árum. Fyrir rúmu ári átti Íbúðalánasjóður um 90 eignir af 560 íbúðum í bænum. Þar af stóðu 50 auðar og lágu undir skemmdum. Nú er allt húsnæði Íbúðalánasjóðs selt, engin hús standa tóm og hreyfing er að komast á nýbyggingar ef fram heldur sem horfir. Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri í Sandgerðisbæ, játar því að viðsnúningurinn sé með nokkrum ólíkindum og mikil eftirspurn sé bæði eftir húsnæði til leigu og sölu. Á borði bæjaryfirvalda liggi umsóknir um lóðir fyrir á milli fimmtán og tuttugu íbúðir, en fyrir tveimur árum hafi lítil sem engin eftirspurn verið eftir nýbyggingum.Sigrún Árnadóttirvísir/gva„Það var mjög mikið af íbúðarhúsnæði hérna í mikilli niðurníðslu. Ég hafði þungar áhyggjur af því hvernig þetta myndi fara. Einhverjar eignir voru keyptar af fasteigna- eða leigufélögum en einnig einstaklingum. Þetta er beggja blands. Við götur sem manni þótti dapurlegar ásýndum er fólk að gera upp eignir; það er verið að mála og skipta um þök og endurnýja glugga. Það er bara reglulega gaman að segja frá þessu, því það var verulegt áhyggjuefni hvað þetta myndi þýða fyrir bæinn í heild. Áhrif þess að húsnæði sé í þessu ástandi eru þekkt á aðrar eignir á sama svæði,“ segir Sigrún og viðurkennir fúslega að það sé gaman fyrir bæjarstjóra að sjá alla þessa uppbyggingu. Sigrún segir að kynning Isavia á framtíðarhugmyndum um uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli – þróunaráætlun eða svokallað Masterplan – hafi haft áþreifanleg áhrif á fasteignamarkaði í Sandgerði um leið og hún var kynnt vorið 2015. Síðan hafi bæði ungt fjölskyldufólk og eldra fólk verið að flytjast til bæjarins. Hún hefur orð á því að atvinnuástandið á Suðurnesjum hefur tekið stakkaskiptum – árið 2010 þegar hún tók við sem bæjarstjóri hafi verið 18 prósent atvinnuleysi en nú mælist það varla eða ekki. „Það fjölgaði í grunnskólanum hérna í Sandgerði um 20 prósent á milli skólaára. Svo staðan er í raun ósambærileg við það sem var hér fyrir ekki löngu síðan,“ segir Sigrún og bætir við að frekari fjölgun í bænum sé fyrirsjáanleg. Fólk af erlendu bergi brotið er fjölmennt í bænum – eða um sautján prósent bæjarbúa – og þar sem vinnandi hendur á Suðurnesjum séu nú af skornum skammti þá verði samfélagið í Sandgerði enn fjölbreyttara innan skamms tíma, ef spár um uppbyggingu rætast. Sögulega hefur Sandgerði alltaf verið sterkt sjávarútvegspláss en nálægðin við Keflavíkurflugvöll hefur breytt hlutföllum með áberandi hætti – en flugvöllurinn stendur einmitt á landi Sandgerðisbæjar. Sigrún telur að í dag starfi um það bil jafn margir á flugvallarsvæðinu og við fiskvinnslu og sjósókn í Sandgerði – sem einhvern tímann hefði verið saga til næsta bæjar. Fyrir liggur einnig að byggja þarf fimm íbúðir fyrir fólk með fötlun og var samningur þess efnis undirritaður við Þroskahjálp í mars síðastliðnum. Beðið er eftir grænu ljósi frá Íbúðalánasjóði með stofnfjárframlag, sem er forsenda uppbyggingarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Sjá meira