Enski boltinn

Garde: Við getum gert það sama og Leicester og bjargað okkur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Remi Garde.
Remi Garde. vísir/getty
Remi Garde, knattspyrnustjóri Aston Villa, heldur því fram að liðið geti enn bjargað sæti sínu í úrvalsdeildinni.

Hann sjá leikmenn liðsins horfa til Leicester sem vann sjö af síðustu níu leikjum liðsins undir lok síðustu leiktíðar og bjargaði sæti sínu í deildinni. Nú er liðið á toppnum í ensku úrvalsdeildinni.

Aston Villa er með 16 stig í deildinni og í neðsta sætinu og níu stigum frá öruggu sæti í deildinni.

„Við getum bjargað okkur,“ sagði Garde í samtali við BBC.

„Ef maður skoðar Leicester á síðustu leiktíð þá byrjaði liðið að vinna leiki á þessum tímapunkti á tímabilinu. Af hverju getum við ekki gert það sama?“

Aston Villa mætir Tottenham í deildinni klukkan 16:00 í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×