Innlent

Gripinn með 20 þúsund steratöflur í ferðatösku

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Tollverðir haldlögðu nýverið mikið magn stera sem karlmaður reyndi að smygla inn í landið í ferðatösku.
Tollverðir haldlögðu nýverið mikið magn stera sem karlmaður reyndi að smygla inn í landið í ferðatösku. Vísir/Anton
Tollverðir haldlögðu nýverið mikið magn stera sem karlmaður reyndi að smygla inn í landið í ferðatösku. Um var að ræða nær 20.000 steratöflur, ambúlur og stinningarlyfið Kamagra.

Maðurinn hafði dvalið í Tælandi og var að koma með flugi frá Kaupmannahöfn þegar hann var stöðvaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar segir í tilkynningu frá tollstjóra.

Tollstjóri kærði málið til lögreglunnar á Suðurnesjum sem fer með rannsókn þess. Rannsókninni miðar vel og er hún á lokastigi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×