Hugdetta Knúts og Steins svo sannarlega undið upp á sig Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 4. ágúst 2016 11:34 Enn eitt árið stefnir í metþátttöku hvert sem litið er í Reykjavíkurmaraþoninu. Vísir/Daníel Reykjavíkurmaraþonið hefur orðið æ umfangsmeira síðustu ár. Þátttökugjald hefur hækkað um 150 prósent á tíu árum, og þátttakendum fjölgað um 50 prósent á sama tíma. Í ár stefnir í þátttökumet hvert sem litið er, bæði í heilu maraþoni, heldarþátttöku og erlendum gestum. Heildartekjur af rekstri Reykjavíkurmaraþons árið 2015 voru 124,7 milljónir íslenskra króna og 11 milljónar króna hagnaður var af rekstrinum í fyrra. Um er að ræða þrjá aðskilda viðburði, Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Miðnæturhlaup Suzuki og Laugavegur Ultra Marathon. Reykjavíkurmaraþon skilar mestum tekjum. Að sögn Frímanns Ara Ferdinandssonar, framkvæmdastjóra Íþróttabandalags Reykjavíkur ÍBR, fer kostnaðurinn við maraþonin að stærstum hluta í laun. Tveir vinna að skipulagningu viðburðanna allt árið um kring og svo þurfi að ráða inn töluvert af sumarstarfsfólki. Flestir eru í vinnu á hlaupadegi Reykjavíkurmaraþons, eða um 600 manns.Frímann Ari FerdinandsonMynd/FrímannÞátttökugjald ekki hátt miðað við nágrannalönd Hagnaður Reykjavíkurmaraþons árið 2015 var um 11 milljónir. „Hann skiptist þannig að helmingur er fluttur til næsta árs og helmingur til styrktar íþróttastarfi í Reykjavík,“ segir Frímann í skriflegu svari til fréttastofu. „ÍBR er með tvo sjóði sem aðildarfélögin geta sótt í, Afrekssjóð ÍBR og Verkefnasjóð ÍBR. Þessir sjóðir eru að hluta til fjármagnaðir með hagnaði af Reykavíkurmaraþoni og af hluta til með öðrum hætti.“ Þátttökugjald í heilt maraþon er að meðaltali um 10.000 krónur. Frímann segir að gjaldið sé ekki hátt í samanburði við sambærilega viðburði í nágrannalöndum. Þá kosti talsvert að halda viðburðinum gangandi með þeim hætti sem ÍBR og þátttakendur geri kröfur um. „Í því samhengi er horft til annarra alþjóðlegra maraþonhlaupa og umgjarðar sem tíðkast í kringum þau. Við erum í samkepni við önnur hlaup um íslenska og erlenda þátttakendur,“ segir Frímann. Ódýrast er að skrá sig í maraþonið frá 8.janúar til 15.mars. Í ár var það gjald 8.900 krónur. Árið 2011 var það 5.000 krónur og árið 2006 var það 3.500 krónur. „Athugaðu að það er meira innifalið í þátttöku í dag en var 2006, til dæmis dry fit bolir, matur, víðtækari tímataka og upplýsingatækni í tengslum við hana svo eitthvað sé nefnt,“ segir Frímann.DaníelRíflega 3.000 erlendir hlauparar Knútur Óskarsson og Steinn Lárusson fengu hugmyndina að því að halda maraþon í Reykjavík árið 1983, með það að markmiði að fá fleiri ferðamenn til Íslands, en báðir unnu þeir í ferðamannaiðnaðinum. Fyrsta maraþonið var hlaupið 1984 og þá voru þátttakendurnir 214 talsins, 135 íslendingar og 79 erlendir hlauparar. Árið 2015 voru þátttakendur 15.026. Frá árinu 2003 hefur Reykjavíkurmaraþonið verið í umsjón ÍBR og frá árinu 2006 hefur þátttakendum boðist að hlaupa til styrktar góðu málefni. Ýmis góðgerðafélög taka þátt í áheitasöfnun á hverju ári og safnað fé hefur aukist frá ári til árs. Í tilkynningu frá Reykjavíkurmaraþoni kemur fram að skráning í hlaupið gangi mjög vel en um 8.700 hafa skráð sig til þátttöku, sem er um 14% meira en á sama tíma í fyrra. Flestir hafa skráð sig í tíu kílómetra hlaup, en þátttökumet í heilu maraþoni verður slegið og þegar eru 1583 skráðir. Jafnframt er aukning í þátttöku erlendra gesta, en 3710 erlendir hlauparar hafa skráð sig, en í fyrra voru erlendir þátttakendur 3140 talsins. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram þann 20. ágúst næstkomandi. Tengdar fréttir Áheitakóngurinn í Reykjavíkurmaraþoninu Baldvin Rúnarsson hefur þurft að þola margt á sínum 22 árum en hann greindist með heilaæxli fyrir þremur árum. 3. ágúst 2016 13:28 Hafa misst rúm 20 kíló vegna innblásturs frá Valdimar „Svona fréttir ylja manni um hjartarætur.“ 3. ágúst 2016 14:46 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Reykjavíkurmaraþonið hefur orðið æ umfangsmeira síðustu ár. Þátttökugjald hefur hækkað um 150 prósent á tíu árum, og þátttakendum fjölgað um 50 prósent á sama tíma. Í ár stefnir í þátttökumet hvert sem litið er, bæði í heilu maraþoni, heldarþátttöku og erlendum gestum. Heildartekjur af rekstri Reykjavíkurmaraþons árið 2015 voru 124,7 milljónir íslenskra króna og 11 milljónar króna hagnaður var af rekstrinum í fyrra. Um er að ræða þrjá aðskilda viðburði, Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Miðnæturhlaup Suzuki og Laugavegur Ultra Marathon. Reykjavíkurmaraþon skilar mestum tekjum. Að sögn Frímanns Ara Ferdinandssonar, framkvæmdastjóra Íþróttabandalags Reykjavíkur ÍBR, fer kostnaðurinn við maraþonin að stærstum hluta í laun. Tveir vinna að skipulagningu viðburðanna allt árið um kring og svo þurfi að ráða inn töluvert af sumarstarfsfólki. Flestir eru í vinnu á hlaupadegi Reykjavíkurmaraþons, eða um 600 manns.Frímann Ari FerdinandsonMynd/FrímannÞátttökugjald ekki hátt miðað við nágrannalönd Hagnaður Reykjavíkurmaraþons árið 2015 var um 11 milljónir. „Hann skiptist þannig að helmingur er fluttur til næsta árs og helmingur til styrktar íþróttastarfi í Reykjavík,“ segir Frímann í skriflegu svari til fréttastofu. „ÍBR er með tvo sjóði sem aðildarfélögin geta sótt í, Afrekssjóð ÍBR og Verkefnasjóð ÍBR. Þessir sjóðir eru að hluta til fjármagnaðir með hagnaði af Reykavíkurmaraþoni og af hluta til með öðrum hætti.“ Þátttökugjald í heilt maraþon er að meðaltali um 10.000 krónur. Frímann segir að gjaldið sé ekki hátt í samanburði við sambærilega viðburði í nágrannalöndum. Þá kosti talsvert að halda viðburðinum gangandi með þeim hætti sem ÍBR og þátttakendur geri kröfur um. „Í því samhengi er horft til annarra alþjóðlegra maraþonhlaupa og umgjarðar sem tíðkast í kringum þau. Við erum í samkepni við önnur hlaup um íslenska og erlenda þátttakendur,“ segir Frímann. Ódýrast er að skrá sig í maraþonið frá 8.janúar til 15.mars. Í ár var það gjald 8.900 krónur. Árið 2011 var það 5.000 krónur og árið 2006 var það 3.500 krónur. „Athugaðu að það er meira innifalið í þátttöku í dag en var 2006, til dæmis dry fit bolir, matur, víðtækari tímataka og upplýsingatækni í tengslum við hana svo eitthvað sé nefnt,“ segir Frímann.DaníelRíflega 3.000 erlendir hlauparar Knútur Óskarsson og Steinn Lárusson fengu hugmyndina að því að halda maraþon í Reykjavík árið 1983, með það að markmiði að fá fleiri ferðamenn til Íslands, en báðir unnu þeir í ferðamannaiðnaðinum. Fyrsta maraþonið var hlaupið 1984 og þá voru þátttakendurnir 214 talsins, 135 íslendingar og 79 erlendir hlauparar. Árið 2015 voru þátttakendur 15.026. Frá árinu 2003 hefur Reykjavíkurmaraþonið verið í umsjón ÍBR og frá árinu 2006 hefur þátttakendum boðist að hlaupa til styrktar góðu málefni. Ýmis góðgerðafélög taka þátt í áheitasöfnun á hverju ári og safnað fé hefur aukist frá ári til árs. Í tilkynningu frá Reykjavíkurmaraþoni kemur fram að skráning í hlaupið gangi mjög vel en um 8.700 hafa skráð sig til þátttöku, sem er um 14% meira en á sama tíma í fyrra. Flestir hafa skráð sig í tíu kílómetra hlaup, en þátttökumet í heilu maraþoni verður slegið og þegar eru 1583 skráðir. Jafnframt er aukning í þátttöku erlendra gesta, en 3710 erlendir hlauparar hafa skráð sig, en í fyrra voru erlendir þátttakendur 3140 talsins. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram þann 20. ágúst næstkomandi.
Tengdar fréttir Áheitakóngurinn í Reykjavíkurmaraþoninu Baldvin Rúnarsson hefur þurft að þola margt á sínum 22 árum en hann greindist með heilaæxli fyrir þremur árum. 3. ágúst 2016 13:28 Hafa misst rúm 20 kíló vegna innblásturs frá Valdimar „Svona fréttir ylja manni um hjartarætur.“ 3. ágúst 2016 14:46 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Áheitakóngurinn í Reykjavíkurmaraþoninu Baldvin Rúnarsson hefur þurft að þola margt á sínum 22 árum en hann greindist með heilaæxli fyrir þremur árum. 3. ágúst 2016 13:28
Hafa misst rúm 20 kíló vegna innblásturs frá Valdimar „Svona fréttir ylja manni um hjartarætur.“ 3. ágúst 2016 14:46