Innlent

Hjólandi forseti bauð hjólreiðaköppum í morgunhressingu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Guðni Th. tók á móti hjólreiðaköppunum á hjólinu sínu.
Guðni Th. tók á móti hjólreiðaköppunum á hjólinu sínu. Mynd/Þorvaldur Daníelsson
Hjólreiðagörpunum í Hjólakrafti var boðið í sérstaka morgunhressingu af nýjum forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Tók hinn nýi forseti vel á móti mannskapnum á hjólinu sínu og hjólaði með þeim síðasta spölinn heim að Bessastöðum.

Þegar þar var komið var boðið upp á létta morgunhressingu, ávexti, vatn og ávaxtasafa og að sögn Þorvalds Daníelssonar, stofnanda Hjólakrafts var mikil ánægja meðal þeirra þrjátíu sem heimsóttu Bessastaði í morgun á hjólunum sínum.

Samtökin voru stofnuð af Þorvaldi en Hjólakraftur er félag sem heldur námskeið fyrir ungt fólk á öllum aldri. Fyrstu námskeiðin voru haldin sumarið 2012.

Hugmyndin af Hjólakrafti var að hitta fyrir fólk sem var að tapa í baráttunni fyrir hinum ýmsu lífstílssjúkdómum. Með góðu samstarfi við Heilsuskólann á LSH urðu til hópar af krökkum sem langaði að taka þátt í að hjóla.

Myndir frá heimsókn Hjólakrafts á Bessasstaði má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×