31 kærður fyrir að aka ölvaður á Suðurlandi Atli Ísleifsson skrifar 4. ágúst 2016 11:00 Sérstaklega vel var fylgst með umferðinni þessa mestu ferðahelgi ársins. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Alls var 31 ökumaður kærður fyrir að aka ölvaðir í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi í liðinni viku. Átján þeirra voru stöðvaðir á frídegi verslunarmanna á leið sinni frá Þjóðhátíð í Vestmanneyjum. Lögregla var með stöðuga vakt í Landeyjahöfn þar sem ökumönnum var boðið að blása í öndunarsýnamæli áður ein þeir héldu af stað. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að mjög margir hafi nýtt sér þjónustuna en að einhverjir hafi misreiknað sig og lagt af stað með of hátt áfengismagn í blóðinu. Þá voru átta ökumenn kærðir í vikunni vegna gruns um að þeir væru undir áhrifum fíkniefna við akstur.Allmörg umferðarslys Í skýrslu lögreglu kemur fram að allmörg umferðarslys hafi orðið í umdæminu í liðinni viku. „Þann 28. júlí s.l. á Dyrhólavegi, skammt frá Garðakoti, ók ferðamaður frá vegarbrún og inn á veg í veg fyrir umferð sem á eftir kom þannig að árekstur varð með bifreiðunum. Einn kvartaði undan meiðslum en ætlaði sjálfur að leita á slysadeild. Sama dag varð eldri kona fyrir bíl þar sem hún gekk á gangbraut yfir Austurveg á Selfossi. Hún var flutt á sjúkrahús á Selfossi en er ekki alvarlega slösuð. Eftir miðjan dag á sunnudag, 31. júlí var bifreið ekið út frá Hafnarbrú á Eyrarbakka og í veg fyrir bifhjól sem ekið var eftir Eyrarbakkavegi. Ökumaður bifhjólsins var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús í Reykjavík en meiðsl hans reyndust hinsvegar minniháttar. Aðfaranótt 1. ágúst valt bifreið, með tveimur ungum piltum, margar veltur á Þórsmerkurvegi. Þeir voru fluttir með þyrlu LHG til Reykjavíkur, annar þeirra meðvitundarlaus en einnig í því tilfelli reyndust meiðsl minniháttar,“ segir í fréttinni, en einnig segir að 56 ökumenn hafi verið kærðir fyrir að aka of hratt.Sjö gistu fangageymslur á Selfossi „Verslunarmannahelgin gekk vel fyrir sig að mestu leyti þó fjöldi ölvaðra ökumanna skyggi nokkuð á í þeim efnum. 7 gistu fangageymslur á Selfossi vegna ölvunarástands án þess þó að brot þeirra væru alvarleg. Mikill erill var í kring um viðburði á Flúðum en eins og svo oft áður þá beindist þörfin fyrir löggæslu ekki síður að fulltíða einstaklingum sem þar voru á meðan yngri kynslóðin skemmti sér vel. Í gær funduðu fulltrúar þeirra sem komu að gæslu og sjúkragæslu með sveitarstjóra þar sem farið var yfir reynslu helgarinnar og verður niðurstaða þess fundar veganesti inn í framtíðina þegar kemur að skipulagi í kring um komandi verslunarmannahelgar,“ segir í fréttinni. Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Sjá meira
Alls var 31 ökumaður kærður fyrir að aka ölvaðir í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi í liðinni viku. Átján þeirra voru stöðvaðir á frídegi verslunarmanna á leið sinni frá Þjóðhátíð í Vestmanneyjum. Lögregla var með stöðuga vakt í Landeyjahöfn þar sem ökumönnum var boðið að blása í öndunarsýnamæli áður ein þeir héldu af stað. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að mjög margir hafi nýtt sér þjónustuna en að einhverjir hafi misreiknað sig og lagt af stað með of hátt áfengismagn í blóðinu. Þá voru átta ökumenn kærðir í vikunni vegna gruns um að þeir væru undir áhrifum fíkniefna við akstur.Allmörg umferðarslys Í skýrslu lögreglu kemur fram að allmörg umferðarslys hafi orðið í umdæminu í liðinni viku. „Þann 28. júlí s.l. á Dyrhólavegi, skammt frá Garðakoti, ók ferðamaður frá vegarbrún og inn á veg í veg fyrir umferð sem á eftir kom þannig að árekstur varð með bifreiðunum. Einn kvartaði undan meiðslum en ætlaði sjálfur að leita á slysadeild. Sama dag varð eldri kona fyrir bíl þar sem hún gekk á gangbraut yfir Austurveg á Selfossi. Hún var flutt á sjúkrahús á Selfossi en er ekki alvarlega slösuð. Eftir miðjan dag á sunnudag, 31. júlí var bifreið ekið út frá Hafnarbrú á Eyrarbakka og í veg fyrir bifhjól sem ekið var eftir Eyrarbakkavegi. Ökumaður bifhjólsins var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús í Reykjavík en meiðsl hans reyndust hinsvegar minniháttar. Aðfaranótt 1. ágúst valt bifreið, með tveimur ungum piltum, margar veltur á Þórsmerkurvegi. Þeir voru fluttir með þyrlu LHG til Reykjavíkur, annar þeirra meðvitundarlaus en einnig í því tilfelli reyndust meiðsl minniháttar,“ segir í fréttinni, en einnig segir að 56 ökumenn hafi verið kærðir fyrir að aka of hratt.Sjö gistu fangageymslur á Selfossi „Verslunarmannahelgin gekk vel fyrir sig að mestu leyti þó fjöldi ölvaðra ökumanna skyggi nokkuð á í þeim efnum. 7 gistu fangageymslur á Selfossi vegna ölvunarástands án þess þó að brot þeirra væru alvarleg. Mikill erill var í kring um viðburði á Flúðum en eins og svo oft áður þá beindist þörfin fyrir löggæslu ekki síður að fulltíða einstaklingum sem þar voru á meðan yngri kynslóðin skemmti sér vel. Í gær funduðu fulltrúar þeirra sem komu að gæslu og sjúkragæslu með sveitarstjóra þar sem farið var yfir reynslu helgarinnar og verður niðurstaða þess fundar veganesti inn í framtíðina þegar kemur að skipulagi í kring um komandi verslunarmannahelgar,“ segir í fréttinni.
Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Sjá meira