Leiðtogar ESB staðráðnir í að herða landamæraeftirlit Heimir Már Pétursson skrifar 17. september 2016 11:27 Bretar fá enga undanþágu frá frjálsu flæði verkafólks vilji þeir fá frjálsan aðgang að innri markaði ESB. Vísir/EPA Leiðtogar 27 ríkja Evrópusambandsins samþykktu leiðarvísi fyrir sambandið í nokkrum mikilvægum málum á óformlegum leiðtogafundi sínum í Bratislava í Slóvakíu í gær. Samkomulagið nær meðal annars til stefnu bandalagsins varðandi flóttamenn og gæslu á landamærum ríkja Evrópusambandsins. Sett verður á laggirnar Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópusambandsins fyrir lok þessa árs. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðsins, segir að leiðtogarnir séu staðráðnir í að koma í veg fyrir stjórnlaust flæði flóttamanna til bandalagsins eins og gerst hafi á síðasta ári. Bandalagsríkin leggi áherslu á fullkomna stjórn ríkjanna á landamærum bandalagsins og horfið verði alfarið til regla Schengen-samkomulagsins. Þá sé Evrópusambandið staðráðið í að halda áfram nánu samstarfi við Tyrki og ríkin á Balkanskaga, það er Króatíu, Serbíu, Rúmeníu, Búlgaríu og Grikkland. Auk þess ætli Evrópusambandið að efla samstarf við Afríkuríki í flóttamannamálum. Útganga Breta úr Evrópusambandinu var einnig rædd á leiðtogafundinum. Tusk segir að aðildarríkin 27 sem eftir verði muni einungis horfa til hagsmuna þeirra ríkja en ekki hagsmuna útgönguríkisins þegar samið verði við Breta. Jean-Claude Juncker forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að einstök atriði í vegvísi leiðtoganna verði ljós á næstu mánuðum. Sambandið sé reiðubúið til viðræðna við Breta um útgöngu þeirra úr sambandinu nú þegar. Theresa May forsætisráðherra Bretlands segir hins vegar að bresk stjórnvöld verði tilbúin til að hefja viðræður í janúar eða febrúar. Junker segir sambandið ekki fara í neina leiki með forsætisráðherrum sem annað hvort vilji vera eða fara úr Evrópusambandinu. Hann geti ekki séð að neinar undantekningar verði gerðar um frjálst flæði íbúa Evrópusambandins við ríki sem ætlist til að fá frjálsan aðgang að mörkuðum sambandsins. En talsmenn útgöngu Breta hafa lagt höfuðáherslu á fullkomna stjórn landamæra Bretlands en einnig að samið verði um frjálsan aðgang Breta að innri markaði sambandsins. Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Leiðtogar 27 ríkja Evrópusambandsins samþykktu leiðarvísi fyrir sambandið í nokkrum mikilvægum málum á óformlegum leiðtogafundi sínum í Bratislava í Slóvakíu í gær. Samkomulagið nær meðal annars til stefnu bandalagsins varðandi flóttamenn og gæslu á landamærum ríkja Evrópusambandsins. Sett verður á laggirnar Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópusambandsins fyrir lok þessa árs. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðsins, segir að leiðtogarnir séu staðráðnir í að koma í veg fyrir stjórnlaust flæði flóttamanna til bandalagsins eins og gerst hafi á síðasta ári. Bandalagsríkin leggi áherslu á fullkomna stjórn ríkjanna á landamærum bandalagsins og horfið verði alfarið til regla Schengen-samkomulagsins. Þá sé Evrópusambandið staðráðið í að halda áfram nánu samstarfi við Tyrki og ríkin á Balkanskaga, það er Króatíu, Serbíu, Rúmeníu, Búlgaríu og Grikkland. Auk þess ætli Evrópusambandið að efla samstarf við Afríkuríki í flóttamannamálum. Útganga Breta úr Evrópusambandinu var einnig rædd á leiðtogafundinum. Tusk segir að aðildarríkin 27 sem eftir verði muni einungis horfa til hagsmuna þeirra ríkja en ekki hagsmuna útgönguríkisins þegar samið verði við Breta. Jean-Claude Juncker forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að einstök atriði í vegvísi leiðtoganna verði ljós á næstu mánuðum. Sambandið sé reiðubúið til viðræðna við Breta um útgöngu þeirra úr sambandinu nú þegar. Theresa May forsætisráðherra Bretlands segir hins vegar að bresk stjórnvöld verði tilbúin til að hefja viðræður í janúar eða febrúar. Junker segir sambandið ekki fara í neina leiki með forsætisráðherrum sem annað hvort vilji vera eða fara úr Evrópusambandinu. Hann geti ekki séð að neinar undantekningar verði gerðar um frjálst flæði íbúa Evrópusambandins við ríki sem ætlist til að fá frjálsan aðgang að mörkuðum sambandsins. En talsmenn útgöngu Breta hafa lagt höfuðáherslu á fullkomna stjórn landamæra Bretlands en einnig að samið verði um frjálsan aðgang Breta að innri markaði sambandsins.
Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira