Fótbolti

Lukas Hradecky: Fjárans skandall

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Lukas Hradecky markvörður Finnlands
Lukas Hradecky markvörður Finnlands vísir/afp
Lukas Hradecky markvörður finnska landsliðsins í fótbolta var allt annað en ánægður með sigurmark Íslands á Laugardalsvelli í kvöld.

Ragnar Sigurðsson tryggði Íslandi 3-2 sigur og vildi Hradecky meina að boltinn hafi ekki farið yfir línuna fyrr en Alfreð Finnbogason sparkaði boltanum yfir línuna úr höndunum á markverðinum.

„Dómarinn tók af okkur að minnsta kosti stig. Boltinn var ekki inni og ég var með vinstri höndina fyrir aftan boltann og hægri höndina ofan á honum.

„Finnbogason er markaskorarinn en þetta hefði átt að vera aukaspyrna. Ég get ekki sagt með 100% vissu hvort boltinn var inni eða ekki en að mínu mati var hann ekki inni.

„Það er fjárans skandall og sorglegt að fjárans dómarar mynda bandalag gegn okkur, alltaf. Ég veit ekki hvað skal segja. Það sýður á mér. Við eigum ekki svona skít skilinn,“ sagði markvörðurinn vægast sagt ósáttur.

Finnland var 2-1 yfir þegar kom frá á fertugustu mínútu en tókst á undraverðan hátt að missa leikinn niður í tap.

„Við gáfum of margar hornspyrnur og aukaspyrnur í leiknum. Þannig skoraði Ísland annað markið.

„Við hefðum átt að vinna þennan leik. Ég gerði mistök í fyrsta markinu og tek það á mig en vitlaus dómarinn eyðileggur þetta allt. Mér er sama þó ég verði sektaður. Ef hann er ekki 100% viss þá á hann ekki að dæma mark,“ sagði Hradecky.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.