Seabear snýr aftur Birgir Örn Steinarsson skrifar 17. mars 2016 14:49 Hljómsveitin Seabear. Sindri, Sóley og Dóri eru fyrir miðju. Vísir/Stefán Hljómsveitin Seabear verður ein þeirra sem kemur fram á styrktaruppákomu fyrir íbúana þrjá sem misstu allt sitt í brunanum á Grettisgötu 87 í síðustu viku. Þetta verður í fyrsta skiptið í tæp sex ár sem sveitin spilar en forsprakki hennar Sindri Már Sigfússon hefur verið upptekinn við sólóverkefni sitt Sin Fang síðan sveitin fór í pásu árið 2010. „Sóley kom með þessa hugmynd eftir að þetta gerðist allt og við slógum til,“ segir Sindri en fyrsta æfing fer fram í kvöld. Ásamt honum í hljómsveitinni voru m.a. Sóley Stefánsdóttir, sem hefur síðan gefið út tvær sólóbreiðskífur undir nafninu Sóley, og Halldór Ragnarsson myndlistamaður sem spilaði á bassa. „Síðasta árið sem við störfuðum vorum við úti frá janúar fram í nóvember. Spiluðum hátt í 300 tónleika það árið. Við vorum eitthvað að hafa áhyggjur af því hvort við munum þessi lög en kannski er eitthvað eftir í vöðvaminninu“. Þar sem tónleikarnir eru haldnir til styrktar Halldórs, kærustu hans og sambýlismann þeirra sem öll misstu allt sitt í brunanum hlýtur stóra spurningin að vera hvort Dóri (eins og hann er kallaður) muni sjálfur plokka bassann? Vitað er að bassagítarinn hans varð brunanum að bráð. „Fólk verður bara að mæta á staðinn til þess að sjá það. Hann hefur ekkert spilað á bassa síðan Seabear hætti“. Áður starfaði Dóri með hljómsveitinni Kimono en hann spilaði á bassa á fyrstu tveimur plötum þeirrar sveitar. Seabear var stofnuð sem sólóverkefni árið 2005 sem hlóð svo utan á sig. Síðar átti Seabear eftir að komast á samning hjá þýska útgáfufyrirtækinu Morr Music sem gaf út plötur sveitarinnar um allan heim. Tónleikarnir, sem haldnir eru undir yfirskriftinni „Hjálpum þeim“, fara fram á Húrra 31. mars. Tónlist Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Hljómsveitin Seabear verður ein þeirra sem kemur fram á styrktaruppákomu fyrir íbúana þrjá sem misstu allt sitt í brunanum á Grettisgötu 87 í síðustu viku. Þetta verður í fyrsta skiptið í tæp sex ár sem sveitin spilar en forsprakki hennar Sindri Már Sigfússon hefur verið upptekinn við sólóverkefni sitt Sin Fang síðan sveitin fór í pásu árið 2010. „Sóley kom með þessa hugmynd eftir að þetta gerðist allt og við slógum til,“ segir Sindri en fyrsta æfing fer fram í kvöld. Ásamt honum í hljómsveitinni voru m.a. Sóley Stefánsdóttir, sem hefur síðan gefið út tvær sólóbreiðskífur undir nafninu Sóley, og Halldór Ragnarsson myndlistamaður sem spilaði á bassa. „Síðasta árið sem við störfuðum vorum við úti frá janúar fram í nóvember. Spiluðum hátt í 300 tónleika það árið. Við vorum eitthvað að hafa áhyggjur af því hvort við munum þessi lög en kannski er eitthvað eftir í vöðvaminninu“. Þar sem tónleikarnir eru haldnir til styrktar Halldórs, kærustu hans og sambýlismann þeirra sem öll misstu allt sitt í brunanum hlýtur stóra spurningin að vera hvort Dóri (eins og hann er kallaður) muni sjálfur plokka bassann? Vitað er að bassagítarinn hans varð brunanum að bráð. „Fólk verður bara að mæta á staðinn til þess að sjá það. Hann hefur ekkert spilað á bassa síðan Seabear hætti“. Áður starfaði Dóri með hljómsveitinni Kimono en hann spilaði á bassa á fyrstu tveimur plötum þeirrar sveitar. Seabear var stofnuð sem sólóverkefni árið 2005 sem hlóð svo utan á sig. Síðar átti Seabear eftir að komast á samning hjá þýska útgáfufyrirtækinu Morr Music sem gaf út plötur sveitarinnar um allan heim. Tónleikarnir, sem haldnir eru undir yfirskriftinni „Hjálpum þeim“, fara fram á Húrra 31. mars.
Tónlist Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira