Seabear snýr aftur Birgir Örn Steinarsson skrifar 17. mars 2016 14:49 Hljómsveitin Seabear. Sindri, Sóley og Dóri eru fyrir miðju. Vísir/Stefán Hljómsveitin Seabear verður ein þeirra sem kemur fram á styrktaruppákomu fyrir íbúana þrjá sem misstu allt sitt í brunanum á Grettisgötu 87 í síðustu viku. Þetta verður í fyrsta skiptið í tæp sex ár sem sveitin spilar en forsprakki hennar Sindri Már Sigfússon hefur verið upptekinn við sólóverkefni sitt Sin Fang síðan sveitin fór í pásu árið 2010. „Sóley kom með þessa hugmynd eftir að þetta gerðist allt og við slógum til,“ segir Sindri en fyrsta æfing fer fram í kvöld. Ásamt honum í hljómsveitinni voru m.a. Sóley Stefánsdóttir, sem hefur síðan gefið út tvær sólóbreiðskífur undir nafninu Sóley, og Halldór Ragnarsson myndlistamaður sem spilaði á bassa. „Síðasta árið sem við störfuðum vorum við úti frá janúar fram í nóvember. Spiluðum hátt í 300 tónleika það árið. Við vorum eitthvað að hafa áhyggjur af því hvort við munum þessi lög en kannski er eitthvað eftir í vöðvaminninu“. Þar sem tónleikarnir eru haldnir til styrktar Halldórs, kærustu hans og sambýlismann þeirra sem öll misstu allt sitt í brunanum hlýtur stóra spurningin að vera hvort Dóri (eins og hann er kallaður) muni sjálfur plokka bassann? Vitað er að bassagítarinn hans varð brunanum að bráð. „Fólk verður bara að mæta á staðinn til þess að sjá það. Hann hefur ekkert spilað á bassa síðan Seabear hætti“. Áður starfaði Dóri með hljómsveitinni Kimono en hann spilaði á bassa á fyrstu tveimur plötum þeirrar sveitar. Seabear var stofnuð sem sólóverkefni árið 2005 sem hlóð svo utan á sig. Síðar átti Seabear eftir að komast á samning hjá þýska útgáfufyrirtækinu Morr Music sem gaf út plötur sveitarinnar um allan heim. Tónleikarnir, sem haldnir eru undir yfirskriftinni „Hjálpum þeim“, fara fram á Húrra 31. mars. Tónlist Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Hljómsveitin Seabear verður ein þeirra sem kemur fram á styrktaruppákomu fyrir íbúana þrjá sem misstu allt sitt í brunanum á Grettisgötu 87 í síðustu viku. Þetta verður í fyrsta skiptið í tæp sex ár sem sveitin spilar en forsprakki hennar Sindri Már Sigfússon hefur verið upptekinn við sólóverkefni sitt Sin Fang síðan sveitin fór í pásu árið 2010. „Sóley kom með þessa hugmynd eftir að þetta gerðist allt og við slógum til,“ segir Sindri en fyrsta æfing fer fram í kvöld. Ásamt honum í hljómsveitinni voru m.a. Sóley Stefánsdóttir, sem hefur síðan gefið út tvær sólóbreiðskífur undir nafninu Sóley, og Halldór Ragnarsson myndlistamaður sem spilaði á bassa. „Síðasta árið sem við störfuðum vorum við úti frá janúar fram í nóvember. Spiluðum hátt í 300 tónleika það árið. Við vorum eitthvað að hafa áhyggjur af því hvort við munum þessi lög en kannski er eitthvað eftir í vöðvaminninu“. Þar sem tónleikarnir eru haldnir til styrktar Halldórs, kærustu hans og sambýlismann þeirra sem öll misstu allt sitt í brunanum hlýtur stóra spurningin að vera hvort Dóri (eins og hann er kallaður) muni sjálfur plokka bassann? Vitað er að bassagítarinn hans varð brunanum að bráð. „Fólk verður bara að mæta á staðinn til þess að sjá það. Hann hefur ekkert spilað á bassa síðan Seabear hætti“. Áður starfaði Dóri með hljómsveitinni Kimono en hann spilaði á bassa á fyrstu tveimur plötum þeirrar sveitar. Seabear var stofnuð sem sólóverkefni árið 2005 sem hlóð svo utan á sig. Síðar átti Seabear eftir að komast á samning hjá þýska útgáfufyrirtækinu Morr Music sem gaf út plötur sveitarinnar um allan heim. Tónleikarnir, sem haldnir eru undir yfirskriftinni „Hjálpum þeim“, fara fram á Húrra 31. mars.
Tónlist Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“