Eyða milljónum dollara til að gera Suicide Squad fyndnari Birgir Olgeirsson skrifar 31. mars 2016 23:23 Meðlimir Suicide Squad. Vísir/DC Comics Nýi DC-ofurhetjuheimurinn sem er í mótun hefur ekki státað af mörgum kómískum andartökum en það gæti orðið breyting á því. Í janúar síðastliðnum sendi bandaríska kvikmyndaverið Warner Bros frá sér stiklu úr myndinni Suicide Squad sem er væntanleg í kvikmyndahús í ágúst næstkomandi. Myndin segir frá því hvernig illmennum úr DC-myndasöguheiminum er gefið færi á að milda fangelsisrefsingu sína með því að taka að sér verkefni sem virðast feigðarför. Stiklan er á gamansömum nótum og hlaut fádæma viðtökur. Við kvikmyndaverinu blasti hins vegar það vandamál að þeir brandarar sem eru í stiklunni, eru þeir einu sem eru í myndinni.Vefurinn Birth.Movies.Death. hefur eftir heimildum að Warner Bros hafi fyrirskipað framleiðendum myndarinnar að taka upp fleiri atriði fyrir myndina þar sem fókusinn er á húmor og ærslagang. Eru tökurnar sagðar kosta kvikmyndaverið milljónir dollara. Warner Bros eru með á teikniborðinu fjölda kvikmynda þar sem ofurhetjum og illmennum DC-sagnabálksins er att saman. Fyrst leit dagsins ljós Man of Steel árið 2013 og svo nú fyrir páska Batman v Superman: Dawn of Justice. Báðum myndunum hefur verið vel tekið af kvikmyndagestum, ef einungis er horft til ágóða af miðasölu, en gagnrýnendur hafa farið hörðum orðum um Batman v Superman: Dawn of Justice og nánast jarðað hana í dómum sínum. Sem gaf af sér þetta myndband þar sem Ben Affleck, sem fer með hlutverk Bruce Wayne/Batman, virðist taka þessum dómum afar nærri sér.Grafalvarlegur tónn hefur verið í þessum fyrstu tveimur myndum og telja margir að húmorinn í Suicide Squade verði kærkomin tilbreyting frá því. Níu kvikmyndir eru í bígerð, þar á meðal myndir um Wonder Woman, The Flash og Aquaman, en allt á þetta að leiða að ásunum upp í ermi Warner Bros, Justice League Part One og Part Two, þar sem öllu verður til tjaldað. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Ofurhetjur slá aðsóknarmet Nýjasta ofurhetjumyndin, Batman v Superman: Dawn of Justice, hefur halað inn 424 milljónir dollara, sem nemur 53 milljörðum íslenskra króna, í aðsóknartekjur úti um allan heim á fyrstu fimm sýningardögunum. 30. mars 2016 07:00 Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Nýi DC-ofurhetjuheimurinn sem er í mótun hefur ekki státað af mörgum kómískum andartökum en það gæti orðið breyting á því. Í janúar síðastliðnum sendi bandaríska kvikmyndaverið Warner Bros frá sér stiklu úr myndinni Suicide Squad sem er væntanleg í kvikmyndahús í ágúst næstkomandi. Myndin segir frá því hvernig illmennum úr DC-myndasöguheiminum er gefið færi á að milda fangelsisrefsingu sína með því að taka að sér verkefni sem virðast feigðarför. Stiklan er á gamansömum nótum og hlaut fádæma viðtökur. Við kvikmyndaverinu blasti hins vegar það vandamál að þeir brandarar sem eru í stiklunni, eru þeir einu sem eru í myndinni.Vefurinn Birth.Movies.Death. hefur eftir heimildum að Warner Bros hafi fyrirskipað framleiðendum myndarinnar að taka upp fleiri atriði fyrir myndina þar sem fókusinn er á húmor og ærslagang. Eru tökurnar sagðar kosta kvikmyndaverið milljónir dollara. Warner Bros eru með á teikniborðinu fjölda kvikmynda þar sem ofurhetjum og illmennum DC-sagnabálksins er att saman. Fyrst leit dagsins ljós Man of Steel árið 2013 og svo nú fyrir páska Batman v Superman: Dawn of Justice. Báðum myndunum hefur verið vel tekið af kvikmyndagestum, ef einungis er horft til ágóða af miðasölu, en gagnrýnendur hafa farið hörðum orðum um Batman v Superman: Dawn of Justice og nánast jarðað hana í dómum sínum. Sem gaf af sér þetta myndband þar sem Ben Affleck, sem fer með hlutverk Bruce Wayne/Batman, virðist taka þessum dómum afar nærri sér.Grafalvarlegur tónn hefur verið í þessum fyrstu tveimur myndum og telja margir að húmorinn í Suicide Squade verði kærkomin tilbreyting frá því. Níu kvikmyndir eru í bígerð, þar á meðal myndir um Wonder Woman, The Flash og Aquaman, en allt á þetta að leiða að ásunum upp í ermi Warner Bros, Justice League Part One og Part Two, þar sem öllu verður til tjaldað.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Ofurhetjur slá aðsóknarmet Nýjasta ofurhetjumyndin, Batman v Superman: Dawn of Justice, hefur halað inn 424 milljónir dollara, sem nemur 53 milljörðum íslenskra króna, í aðsóknartekjur úti um allan heim á fyrstu fimm sýningardögunum. 30. mars 2016 07:00 Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Ofurhetjur slá aðsóknarmet Nýjasta ofurhetjumyndin, Batman v Superman: Dawn of Justice, hefur halað inn 424 milljónir dollara, sem nemur 53 milljörðum íslenskra króna, í aðsóknartekjur úti um allan heim á fyrstu fimm sýningardögunum. 30. mars 2016 07:00