Tekist á um flutning lögreglunáms: „Ég frábið mér svona málflutning“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. ágúst 2016 16:48 Brynhildur Pétursdóttir er þingkona Bjartrar Framtíðar í Norð-Austur kjördæmi Tekist var á um flutning lögregluskólans til Akureyrar á Alþingi í dag. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, hefði ákveðið að flytja kennslu og rannsóknarstarfsemi á sviði lögreglufræða til Háskólans á Akureyri. Háskóli Íslands var talinn hæfastur samkvæmt matnsefnd Ríkiskaupa til að taka að sér námið. Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, telur flutninginn mjög undarlegan. „Nú er komið í ljós úr þessu útboði, það var sem sagt útboð, að Háskóli Íslands var langstigahæstur og metinn hæfastur. Hann fékk 9,5 af 10 stigum. En hæstvirtur ráðherra hefur ákveðið að námið eigi að fara fram á Akureyri. Á að kenna þetta í fjarkennslu? Hvar er mest þörf á lögreglumönnum? Það er á suðvesturhorninu. Hvar er flesta fólkið sem hugsanlega vildi fara í þetta nám? Það er hérna á suðvesturhorninu,“ sagði Valgerður. Valgerður velti upp þeirri spurningu hvort að um annað „fiskistofuævintýri“ sé að ræða og að aðeins einn nemandi verði í lögregluskólanum á Akureyri. „Er ekki einn starfsmaður Fiskistofu á Akureyri? Ég veit að það gæti virst að ég væri fædd í gær að tala um þetta hér því að það má náttúrlega aldrei tala um svona hluti á þessu þingi. En ég er ekki fædd í gær. Mér finnst þetta hneyksli. Og undarlegt í minnsta lagi.“Telur viðhorfið með ólíkindum Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar Framtíðar, svaraði Valgerði fullum hálsi og sagðist vera allt að því misboðið. „Mér finnst það viðhorf alveg hreint með ólíkindum að ef eitthvað sé úti á landi þá hljóti það að vera á einhvern hátt slakara,“ sagði Brynhildur. „Það væri náttúrlega hræðilegt ef einhver þyrfti að flytja til Akureyrar í tvö, þrjú ár og sinna námi þar. Þvílík örlög.“ Brynhildur hafði ætlað sér að ræða annað mál. „Ég frábið mér svona málflutning. Ég ætlaði nú ekki að taka svona sterkt til orða, en ég bara get ekki annað eftir að hafa hlustað á þessa ræðu." Brynhildur benti á að Háskóli Íslands hefði líklega alltaf verið metinn hæfastur. „Hann er einfaldlega stærstur, með mesta „bakköppið“, með flesta kennarana, með mesta stuðninginn, en þá spyr ég: Eigum við bara að hafa allt nám í Háskóla Íslands?“ spurði Brynhildur, en þá var gripið fram í fyrir Brynhildi úr sal með einu „já“.Landbúnaðarskóla lent í niðurskurðarhníf Ekki eru allir sáttir með flutning lögreglunámsins til Akureyar. Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst, birti í dag pistil á Skessuhorni þar sem hann gagnrýndi ákvörðunina harðlega. Háskólinn á Bifröst var ekki metinn hæfur í umsókn sinni. „Háskólar á landsbyggðinni eru í eilífri baráttu og mæta litlum skilningi. Það er helst Háskólinn á Akureyri sem hefur fengið svigrúm til uppbyggingar en landbúnaðarskólarnir sannarlega lent fyrir niðurskurðarhnífnum,“ sagði Vilhjálmur meðal annars. Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Tekist var á um flutning lögregluskólans til Akureyrar á Alþingi í dag. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, hefði ákveðið að flytja kennslu og rannsóknarstarfsemi á sviði lögreglufræða til Háskólans á Akureyri. Háskóli Íslands var talinn hæfastur samkvæmt matnsefnd Ríkiskaupa til að taka að sér námið. Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, telur flutninginn mjög undarlegan. „Nú er komið í ljós úr þessu útboði, það var sem sagt útboð, að Háskóli Íslands var langstigahæstur og metinn hæfastur. Hann fékk 9,5 af 10 stigum. En hæstvirtur ráðherra hefur ákveðið að námið eigi að fara fram á Akureyri. Á að kenna þetta í fjarkennslu? Hvar er mest þörf á lögreglumönnum? Það er á suðvesturhorninu. Hvar er flesta fólkið sem hugsanlega vildi fara í þetta nám? Það er hérna á suðvesturhorninu,“ sagði Valgerður. Valgerður velti upp þeirri spurningu hvort að um annað „fiskistofuævintýri“ sé að ræða og að aðeins einn nemandi verði í lögregluskólanum á Akureyri. „Er ekki einn starfsmaður Fiskistofu á Akureyri? Ég veit að það gæti virst að ég væri fædd í gær að tala um þetta hér því að það má náttúrlega aldrei tala um svona hluti á þessu þingi. En ég er ekki fædd í gær. Mér finnst þetta hneyksli. Og undarlegt í minnsta lagi.“Telur viðhorfið með ólíkindum Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar Framtíðar, svaraði Valgerði fullum hálsi og sagðist vera allt að því misboðið. „Mér finnst það viðhorf alveg hreint með ólíkindum að ef eitthvað sé úti á landi þá hljóti það að vera á einhvern hátt slakara,“ sagði Brynhildur. „Það væri náttúrlega hræðilegt ef einhver þyrfti að flytja til Akureyrar í tvö, þrjú ár og sinna námi þar. Þvílík örlög.“ Brynhildur hafði ætlað sér að ræða annað mál. „Ég frábið mér svona málflutning. Ég ætlaði nú ekki að taka svona sterkt til orða, en ég bara get ekki annað eftir að hafa hlustað á þessa ræðu." Brynhildur benti á að Háskóli Íslands hefði líklega alltaf verið metinn hæfastur. „Hann er einfaldlega stærstur, með mesta „bakköppið“, með flesta kennarana, með mesta stuðninginn, en þá spyr ég: Eigum við bara að hafa allt nám í Háskóla Íslands?“ spurði Brynhildur, en þá var gripið fram í fyrir Brynhildi úr sal með einu „já“.Landbúnaðarskóla lent í niðurskurðarhníf Ekki eru allir sáttir með flutning lögreglunámsins til Akureyar. Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst, birti í dag pistil á Skessuhorni þar sem hann gagnrýndi ákvörðunina harðlega. Háskólinn á Bifröst var ekki metinn hæfur í umsókn sinni. „Háskólar á landsbyggðinni eru í eilífri baráttu og mæta litlum skilningi. Það er helst Háskólinn á Akureyri sem hefur fengið svigrúm til uppbyggingar en landbúnaðarskólarnir sannarlega lent fyrir niðurskurðarhnífnum,“ sagði Vilhjálmur meðal annars.
Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira