Breskir UFC-aðdáendur gátu ekki leyft sér að sofa á verðinum fyrir UFC 204-viðburðinn sem fer fram í Manchester í næsta mánuði en miðasalan stóð aðeins yfir í sex mínútur áður en það varð uppselt á bardagakvöldið.
Opnað var fyrir miðakaup að morgni til á fö studaginn en alls komast 21.000 manns fyrir í Manchester Arena höllinni þar sem bardagakvöldið fer fram þann 8. október næstkomandi.
Á kvöldinu mætast breski bardagakappinn Michael Bisping og Dan Henderson en Bisping hefur titil að verja á heimavelli. Er þetta í annað skiptið sem þeir mætast en Henderson hafði betur þegar þeir mættust á UFC 100 árið 2009.
Bisping varð fyrr í sumar fyrsti breski bardagakappinn til að verða meistari í þyngdarflokk í UFC þegar hann hafði betur gegn Luke Rockhold tveimur mánuðum eftir að hafa sigrað Anderson Silva í London.
Seldist upp á UFC 204-bardagakvöldið á sex mínútum
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið


Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn


Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn



Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti
