„Fyrst þegar ég rakst á þetta hélt ég að þetta væri „karlmenn verið til taks og aðstoðið konurnar ykkar við heimilisverkin um jólin“ svo áttaði ég mig á því að það var ekki alveg það sem var verið að meina. Þarna var verið að hvetja karlmenn til þess að gefa þeim tæki til að sinna húsverkunum betur.“

„Einangrunin er bara sag, og undir saginu er lag af pappír sem er örugglega sérstaklega gerður fyrir einangrun. Pappinn hefur greinilega klárast þegar smá bútur var eftir af eldhúsinu og þá hafa dagblöðin bara verið notuð í staðinn. Þau eru flest frekar tætt og óskýr, en þau eru öll síðan í desember 1927. Við fundum Stúdentablaðið, Alþýðublaðið og Morgunblaðið.
Í blöðunum er ýmislegt að finna. Til dæmis er talsvert um auglýsingar á vindlum, sælgæti og öðru matarkyns, og flestar auglýsingar snúa að jólunum sem eru á næsta leiti. Kristný segir að sér hafi fundist gaman að sjá að aðdragandi jólanna sé svipaður nú og hann var, að verið sé að hvetja fólk til að kaupa skemmtilegar jólagjafir.
Hún segir einnig að sér hafi fundist skondið að sjá í gegnum auglýsingar hvernig kynjahlutverkin voru. „Ég var líka að vonast til þess að ég fyndi eitthvað kosningatengt en það var ekki mikið um það, en ég sá að Flokkur ungra jafnaðarmanna var nýstofnaður og þeir voru mjög stoltir af því, og væntanlega allt karlar líka,“ segir Kristný.
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. apríl