Fann gömul dagblöð í einangrun heimilisins Stefanía Björg Víkingsdóttir skrifar 22. apríl 2016 07:00 Dagblöð voru notuð sem einangrun í gólfið. vísir/Anton brink „Það voru fullt af jólaauglýsingum, tilkynningar og þess háttar. En fyndnast fannst mér að sjá auglýsing í Morgunblaðinu sem segir karlmönnum að kaupa raftæki handa konunum sínum í jólagjöf,“ segir Kristný Steingrímsdóttir, en hún fann nýlega dagblöð frá árinu 1927 í einangruninni á húsinu sínu. „Fyrst þegar ég rakst á þetta hélt ég að þetta væri „karlmenn verið til taks og aðstoðið konurnar ykkar við heimilisverkin um jólin“ svo áttaði ég mig á því að það var ekki alveg það sem var verið að meina. Þarna var verið að hvetja karlmenn til þess að gefa þeim tæki til að sinna húsverkunum betur.“Dagblöðin sem fundust eru frá desember 1927.vísir/anton brinkKristný keypti hús miðsvæðis í Hafnarfirði sem var óíbúðarhæft, en hún og maðurinn hennar, Ragnar Pétursson, hafa verið að taka húsið í gegn. Kristný var að vinna í því að skipta út einangrun þegar hún fann dagblöðin. „Einangrunin er bara sag, og undir saginu er lag af pappír sem er örugglega sérstaklega gerður fyrir einangrun. Pappinn hefur greinilega klárast þegar smá bútur var eftir af eldhúsinu og þá hafa dagblöðin bara verið notuð í staðinn. Þau eru flest frekar tætt og óskýr, en þau eru öll síðan í desember 1927. Við fundum Stúdentablaðið, Alþýðublaðið og Morgunblaðið. Í blöðunum er ýmislegt að finna. Til dæmis er talsvert um auglýsingar á vindlum, sælgæti og öðru matarkyns, og flestar auglýsingar snúa að jólunum sem eru á næsta leiti. Kristný segir að sér hafi fundist gaman að sjá að aðdragandi jólanna sé svipaður nú og hann var, að verið sé að hvetja fólk til að kaupa skemmtilegar jólagjafir. Hún segir einnig að sér hafi fundist skondið að sjá í gegnum auglýsingar hvernig kynjahlutverkin voru. „Ég var líka að vonast til þess að ég fyndi eitthvað kosningatengt en það var ekki mikið um það, en ég sá að Flokkur ungra jafnaðarmanna var nýstofnaður og þeir voru mjög stoltir af því, og væntanlega allt karlar líka,“ segir Kristný. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. apríl Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
„Það voru fullt af jólaauglýsingum, tilkynningar og þess háttar. En fyndnast fannst mér að sjá auglýsing í Morgunblaðinu sem segir karlmönnum að kaupa raftæki handa konunum sínum í jólagjöf,“ segir Kristný Steingrímsdóttir, en hún fann nýlega dagblöð frá árinu 1927 í einangruninni á húsinu sínu. „Fyrst þegar ég rakst á þetta hélt ég að þetta væri „karlmenn verið til taks og aðstoðið konurnar ykkar við heimilisverkin um jólin“ svo áttaði ég mig á því að það var ekki alveg það sem var verið að meina. Þarna var verið að hvetja karlmenn til þess að gefa þeim tæki til að sinna húsverkunum betur.“Dagblöðin sem fundust eru frá desember 1927.vísir/anton brinkKristný keypti hús miðsvæðis í Hafnarfirði sem var óíbúðarhæft, en hún og maðurinn hennar, Ragnar Pétursson, hafa verið að taka húsið í gegn. Kristný var að vinna í því að skipta út einangrun þegar hún fann dagblöðin. „Einangrunin er bara sag, og undir saginu er lag af pappír sem er örugglega sérstaklega gerður fyrir einangrun. Pappinn hefur greinilega klárast þegar smá bútur var eftir af eldhúsinu og þá hafa dagblöðin bara verið notuð í staðinn. Þau eru flest frekar tætt og óskýr, en þau eru öll síðan í desember 1927. Við fundum Stúdentablaðið, Alþýðublaðið og Morgunblaðið. Í blöðunum er ýmislegt að finna. Til dæmis er talsvert um auglýsingar á vindlum, sælgæti og öðru matarkyns, og flestar auglýsingar snúa að jólunum sem eru á næsta leiti. Kristný segir að sér hafi fundist gaman að sjá að aðdragandi jólanna sé svipaður nú og hann var, að verið sé að hvetja fólk til að kaupa skemmtilegar jólagjafir. Hún segir einnig að sér hafi fundist skondið að sjá í gegnum auglýsingar hvernig kynjahlutverkin voru. „Ég var líka að vonast til þess að ég fyndi eitthvað kosningatengt en það var ekki mikið um það, en ég sá að Flokkur ungra jafnaðarmanna var nýstofnaður og þeir voru mjög stoltir af því, og væntanlega allt karlar líka,“ segir Kristný. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. apríl
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira