Innlent

Jarðskjálftahrina við Grímsey

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Grímsey
Grímsey Vísir/Pjetur
Nú í morgun hófst jarðskjálftahrina norðastur af Grímsey og hingað til hafa mælst tveir skjálftar stærri en 3 að stærð og allmargir minni skjálftar.

Stærsti skjálftinn var 3,4 að styrkleika og varð hann um 13 kílómetra norðaustur af Grímsey rétt eftir klukkan sjö í morgun. Hafa mælst 22 skjálftar frá miðnætti.

Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að hrinur sem þessar hafa átt sér stað á nokkurra mánaða fresti síðustu ár á Tjörnesbrotabeltinu svo ekki er um óvenjulega virkni að ræða. Engar tilkynningar hafa borist um skjálftana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×