Innlent

Fékk járnstykki í andlitið í álverinu í Straumsvík

Atli Ísleifsson skrifar
Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík. Vísir/Vilhelm
Karlmaður slasaðist við vinnu sína í álverinu í Straumsvík í gærkvöldi.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að maðurinn hafi fengið járnstykki í hökuna. Tilkynningin barst upp úr hálf ellefu í gærkvöldi.

Maðurinn var fluttur á slysadeild Landspítalans, þar sem gert var að sárum hans, og eru meiðslin ekki talin alvarleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×