Ofurfyrirsæta hleypur fyrir mæður um heim allan í Reykjavíkurmaraþoninu Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 19. ágúst 2016 19:30 Ofurfyrirsætan Christy Turlington Burns er á meðal þeirra sem hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun. Það gerir hún til að vekja athygli á góðgerðarsamtökunum Every Mother Counts, sem berjast gegn því að konur deyi af barnsförum. Christy Turlington Burns hefur verið ein skærasta stjarna fyrirsætuheimsins um árabil. Fyrir sex árum stofnaði hún góðgerðarsamtökin Every Mother Counts en hún fékk áhuga á málefninu eftir erfiða fylgikvilla í fæðingu dóttur hennar. Að meðaltali deyr ein kona á tveggja mínútna fresti vegna alls kyns erfiðleika á meðgöngu og við fæðingu en talið er að nútíma læknavísindi gætu komið í veg fyrir 98 prósent þessara dauðsfalla. „Ég stofnaði Every Mother Counts fyrir um sex árum eftir að ég gerði heimildarmyndina No Woman, No Cry þar sem skoðuð er heilsuvernd kvenna úti um allan heim.Í myndinni beini ég sjónum að Tansaníu, Gvatemala, Bangladess og Bandaríkjunum.Ég skoðaði hindranir sem konur þurfa að yfirstíga til að fá aðgang að heilsugæslu tímanlega. Þessi mynd leiddi til stofnunar samtakanna. Ég hef unnið fyrir þau síðan og barist fyrir aukinni vitneskju um mæður sem deyja af barnsförum og þjást af ýmsum sjúkdómum,“ segir Christy Turlington. Turlington og teymið á bak við Every Mother Counts hafa hlaupið maraþon víðsvegar um heiminn til að vekja athygli á málstaðnum og næst á dagskrá er Reykjavíkurmaraþonið þann 20 ágúst þar sem Turlington hyggst hlaupa hálft maraþon. En afhverju Ísland? „Það er margt sem er ykkur í hag hérna. Til dæmis er almenn heilsugæsla svo það er enginn sem stendur fyrir utan heilbrigðiskerfið. Það eru ljósmæður og læknar sem vinna saman til að tryggja bestu útkomu fyrir bæði móður og barn. Það er mjög mikilvægt. Ég held líka að hér sé samfélag sem metur mæður og konur mikils, og að hefur mikið að segja. Þetta eru þættir sem við viljum reyna að sýna umheiminum.“ Turlington segist vera einstaklega hrifin af Íslandi, en hún prýðir til að mynda forsíðu íslenska Glamour þennan mánuðinn. „Þetta er frábært tækifæri. Síðustu daga hef ég riðið íslenskum hestum, ég hef ferðast að fossum og jöklum. Ég reyni að sjá eins mikið og ég get á stuttum tíma og ég vonast til að koma aftur til að sjá meira,“ segir Christy Turlington Burns. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
Ofurfyrirsætan Christy Turlington Burns er á meðal þeirra sem hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun. Það gerir hún til að vekja athygli á góðgerðarsamtökunum Every Mother Counts, sem berjast gegn því að konur deyi af barnsförum. Christy Turlington Burns hefur verið ein skærasta stjarna fyrirsætuheimsins um árabil. Fyrir sex árum stofnaði hún góðgerðarsamtökin Every Mother Counts en hún fékk áhuga á málefninu eftir erfiða fylgikvilla í fæðingu dóttur hennar. Að meðaltali deyr ein kona á tveggja mínútna fresti vegna alls kyns erfiðleika á meðgöngu og við fæðingu en talið er að nútíma læknavísindi gætu komið í veg fyrir 98 prósent þessara dauðsfalla. „Ég stofnaði Every Mother Counts fyrir um sex árum eftir að ég gerði heimildarmyndina No Woman, No Cry þar sem skoðuð er heilsuvernd kvenna úti um allan heim.Í myndinni beini ég sjónum að Tansaníu, Gvatemala, Bangladess og Bandaríkjunum.Ég skoðaði hindranir sem konur þurfa að yfirstíga til að fá aðgang að heilsugæslu tímanlega. Þessi mynd leiddi til stofnunar samtakanna. Ég hef unnið fyrir þau síðan og barist fyrir aukinni vitneskju um mæður sem deyja af barnsförum og þjást af ýmsum sjúkdómum,“ segir Christy Turlington. Turlington og teymið á bak við Every Mother Counts hafa hlaupið maraþon víðsvegar um heiminn til að vekja athygli á málstaðnum og næst á dagskrá er Reykjavíkurmaraþonið þann 20 ágúst þar sem Turlington hyggst hlaupa hálft maraþon. En afhverju Ísland? „Það er margt sem er ykkur í hag hérna. Til dæmis er almenn heilsugæsla svo það er enginn sem stendur fyrir utan heilbrigðiskerfið. Það eru ljósmæður og læknar sem vinna saman til að tryggja bestu útkomu fyrir bæði móður og barn. Það er mjög mikilvægt. Ég held líka að hér sé samfélag sem metur mæður og konur mikils, og að hefur mikið að segja. Þetta eru þættir sem við viljum reyna að sýna umheiminum.“ Turlington segist vera einstaklega hrifin af Íslandi, en hún prýðir til að mynda forsíðu íslenska Glamour þennan mánuðinn. „Þetta er frábært tækifæri. Síðustu daga hef ég riðið íslenskum hestum, ég hef ferðast að fossum og jöklum. Ég reyni að sjá eins mikið og ég get á stuttum tíma og ég vonast til að koma aftur til að sjá meira,“ segir Christy Turlington Burns.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira