Segja tillögur starfshóps landbúnaðarráðherra vera fjandsamlegar neytendum Birta Svavarsdóttir skrifar 23. ágúst 2016 13:56 Ólafur Stephensen og Gunnar Bragi Sveinsson. Samsett/Vísir Félag atvinnurekenda gagnrýnir harðlega skipan og tillögur starfshóps landbúnaðarráðherra varðandi viðbrögð við tollasamningi Íslands og Evrópusambandsins. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, telur að tillögurnar muni snuða neytendur um þann ávinning sem felst í tollasamningi Íslands og ESB. Þá er einnig gagnrýnt að enginn fulltrúi neytenda og innflytjenda búvöru hafi verið í starfshópnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi atvinnurekenda og í frétt á vefsíðu félagsins.Enginn fulltrúi neytenda í starfshópnumGunnar Bragi Sveinsson, landbúnaðarráðherra, skipaði síðastliðinn apríl starfshóp til að fjalla um viðbrögð við tollasamningi Íslands og ESB um gagnkvæma niðurfellingu og lækkun tolla á landbúnaðarvörum.Sjá einnig: Félag atvinnurekenda fagnar tollalækkun Hópurinn var skipaður fulltrúum utanríkis- og atvinnuvegaráðuneyta, fulltrúum landbúnaðarins (Bændasamtakanna og búgreinafélaga) og fulltrúa frá Samtökum iðnaðarins. Enginn fulltrúi neytenda eða innflytjenda búvöru var í starfshópnum. Ólafur Stephensen segir það „ekki koma á óvart, miðað við að hópurinn var eingöngu skipaður fulltrúum ríkisins og innlendra framleiðenda, að tillögurnar gangi að hluta til út á að hafa aftur af neytendum þann ávinning í formi fjölbreyttara úrvals og lægra vöruverðs, sem samningurinn við ESB átti að færa þeim.“Segir tillögurnar neytendafjandamlegarTillögur starfshópsins eru þrjár. Í fyrsta lagi að þeir tollfrjálsu innflutningskvótar sem samið var um við ESB verði nýttir til að bregðast við kjötskorti á innanlandsmarkaði. Í öðru lagi að ESB-tollkvótarnir verði boðnir upp oft á ári, en ekki fyrir heilt ár í senn líkt og nú er gert. Í þriðja lagi að herða skuli heilbrigðiskröfur til innflutnings. Ólafur telur þessar tillögur vera neytendafjandsamlegar, og segir tilgang tollfrjálsra innflutningskvóta vera „að auka vöruúrval, efla samkeppni við innlendan landbúnað og lækka verð til neytenda, ekki að bregðast við skorti.“ Þá telur hann að tíð uppboð á tollkvótum muni reynast kostnaðarsöm fyrir innflytjendur, og því skila sér í hærra verði til neytenda. Varðandi hertar heilbrigðiskröfur segir Ólafur það vera óþarfa, þar sem um sé að ræða innflutning frá ríkjum ESB. „Þær vörur hafa staðist heilbrigðiseftirlit samkvæmt öllum sömu kröfum og gilda samkvæmt íslenskum lögum, enda er sama matvælalöggjöf í gildi þar og hér.“Segir þetta kaldhæðnislegt og fjarstæðukenntÓlafur telur ólíklegt að tillögurnar séu í takt við samninginn við ESB, en í honum stendur að ávinningi samningsaðila megi ekki stefna í hættu „með öðrum takmarkandi innflutningsráðstöfunum." Þá segir Ólafur vera kaldhæðnislegt að Gunnar Bragi standi fyrir þessum tillögum, þar sem hann hafi verið í forsvari sem utanríkisráðherra að gera samninginn við ESB. „Það er svo kaldhæðnislegt að nú stendur málið þannig að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherrann sem gerði samninginn við ESB og stærði sig þá af því að hafa náð fram meira vöruúrvali og lægra verði fyrir neytendur, er kominn í stól landbúnaðarráðherra og á samkvæmt drögum að áliti atvinnuveganefndar að beita sér fyrir aðgerðum sem hafa aftur af neytendum þann réttmæta ávinning. Þetta er fjarstæðukennt.“ Tengdar fréttir Félag atvinnurekenda fagnar tollalækkun Harma það þó að tryggingargjald sé ekki lækkað 8. september 2015 14:45 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
Félag atvinnurekenda gagnrýnir harðlega skipan og tillögur starfshóps landbúnaðarráðherra varðandi viðbrögð við tollasamningi Íslands og Evrópusambandsins. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, telur að tillögurnar muni snuða neytendur um þann ávinning sem felst í tollasamningi Íslands og ESB. Þá er einnig gagnrýnt að enginn fulltrúi neytenda og innflytjenda búvöru hafi verið í starfshópnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi atvinnurekenda og í frétt á vefsíðu félagsins.Enginn fulltrúi neytenda í starfshópnumGunnar Bragi Sveinsson, landbúnaðarráðherra, skipaði síðastliðinn apríl starfshóp til að fjalla um viðbrögð við tollasamningi Íslands og ESB um gagnkvæma niðurfellingu og lækkun tolla á landbúnaðarvörum.Sjá einnig: Félag atvinnurekenda fagnar tollalækkun Hópurinn var skipaður fulltrúum utanríkis- og atvinnuvegaráðuneyta, fulltrúum landbúnaðarins (Bændasamtakanna og búgreinafélaga) og fulltrúa frá Samtökum iðnaðarins. Enginn fulltrúi neytenda eða innflytjenda búvöru var í starfshópnum. Ólafur Stephensen segir það „ekki koma á óvart, miðað við að hópurinn var eingöngu skipaður fulltrúum ríkisins og innlendra framleiðenda, að tillögurnar gangi að hluta til út á að hafa aftur af neytendum þann ávinning í formi fjölbreyttara úrvals og lægra vöruverðs, sem samningurinn við ESB átti að færa þeim.“Segir tillögurnar neytendafjandamlegarTillögur starfshópsins eru þrjár. Í fyrsta lagi að þeir tollfrjálsu innflutningskvótar sem samið var um við ESB verði nýttir til að bregðast við kjötskorti á innanlandsmarkaði. Í öðru lagi að ESB-tollkvótarnir verði boðnir upp oft á ári, en ekki fyrir heilt ár í senn líkt og nú er gert. Í þriðja lagi að herða skuli heilbrigðiskröfur til innflutnings. Ólafur telur þessar tillögur vera neytendafjandsamlegar, og segir tilgang tollfrjálsra innflutningskvóta vera „að auka vöruúrval, efla samkeppni við innlendan landbúnað og lækka verð til neytenda, ekki að bregðast við skorti.“ Þá telur hann að tíð uppboð á tollkvótum muni reynast kostnaðarsöm fyrir innflytjendur, og því skila sér í hærra verði til neytenda. Varðandi hertar heilbrigðiskröfur segir Ólafur það vera óþarfa, þar sem um sé að ræða innflutning frá ríkjum ESB. „Þær vörur hafa staðist heilbrigðiseftirlit samkvæmt öllum sömu kröfum og gilda samkvæmt íslenskum lögum, enda er sama matvælalöggjöf í gildi þar og hér.“Segir þetta kaldhæðnislegt og fjarstæðukenntÓlafur telur ólíklegt að tillögurnar séu í takt við samninginn við ESB, en í honum stendur að ávinningi samningsaðila megi ekki stefna í hættu „með öðrum takmarkandi innflutningsráðstöfunum." Þá segir Ólafur vera kaldhæðnislegt að Gunnar Bragi standi fyrir þessum tillögum, þar sem hann hafi verið í forsvari sem utanríkisráðherra að gera samninginn við ESB. „Það er svo kaldhæðnislegt að nú stendur málið þannig að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherrann sem gerði samninginn við ESB og stærði sig þá af því að hafa náð fram meira vöruúrvali og lægra verði fyrir neytendur, er kominn í stól landbúnaðarráðherra og á samkvæmt drögum að áliti atvinnuveganefndar að beita sér fyrir aðgerðum sem hafa aftur af neytendum þann réttmæta ávinning. Þetta er fjarstæðukennt.“
Tengdar fréttir Félag atvinnurekenda fagnar tollalækkun Harma það þó að tryggingargjald sé ekki lækkað 8. september 2015 14:45 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
Félag atvinnurekenda fagnar tollalækkun Harma það þó að tryggingargjald sé ekki lækkað 8. september 2015 14:45