Ráðist verður í harðar aðgerðir gegn ráðningu sjálfboðaliða Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 19. febrúar 2016 07:00 Ríkisskattstjóri og ASÍ sameina krafta sína í baráttu gegn svartri starfsemi. Nú hefur ASÍ óskað eftir ákvarðandi bréfi ríkisskattstjóra vegna fyrirtækja sem ráða til sín ólaunað starfsfólk. Mynd/Getty „Það hefur mikið verið hringt í dag. Fólk vill hafa þessa hluti í lagi hjá sér og er að biðja um leiðbeiningar til að gera hlutina rétt,“ segir Björn Snæbjörnsson formaður Einingar-Iðju á Akureyri. Stéttarfélagið ætlar að grípa til aðgerða vegna ólaunaðs starfsfólks í fyrirtækjum í byggðarlaginu. Í gær sagði Fréttablaðið frá því að tugir fyrirtækja, mörg í ferðaþjónustu auglýsi eftir sjálfboðaliðum til starfa á erlendu síðunni workaway.info og birti skjáskot af auglýsingu gistiheimilis á Akureyri. Auglýsingunni hefur nú verið kippt út af síðunni.Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattsjóri segir það í athugun hjá embættinu að gefa út ákvarðandi bréf um málefni fyrirtækja sem ráða til sín ólaunað fólk.Mynd/Sigurður„Þótt fyrirtæki kippi auglýsingum núna út af síðunni þá erum við búin að vera að kortleggja hvaða fyrirtæki þetta eru og við munum fara í eftirlitsferðir og kanna málin. Við höfum skráð hjá okkur þau fyrirtæki sem voru með auglýsingu á síðunni á okkar svæði.“ Björn segist halda að fólk sé ekki meðvitað um hvenær það er í lagi að fá til sín sjálfboðaliða og hvenær ekki. Mörkin séu þó skýr. Fyrirtæki í ágóðarekstri geti ekki ráðið til sín sjálfboðaliða. „Einhvern veginn held ég að menn blandi þessu öllu saman og pæli ekkert í því hvernig þetta er gert. Við munum fjölga eftirlitsferðum okkar vegna þessa,“ segir Björn. Fleiri stéttarfélög víða um land ætla í átak gegn brotum sem felast í ólaunaðri vinnu í efnahagslegri starfsemi. Björn Snæbjörnsson segir stéttarfélagið munu láta að sér kveða vegna ólaunaðra starfsmanna á sínu svæði. vísir/Auðunn Jafnframt hefur Alþýðusamband Íslands kallað eftir samstarfi við stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins um að uppræta slíka brotastarfsemi. Þá hefur Alþýðusambandið óskað eftir ákvarðandi bréfi frá ríkisskattstjóra um þetta efni því ólaunuð vinna við efnahagslega starfsemi þýði að atvinnurekendur sem nota hana hagnist á kostnað samneyslunnar. „Ég staðfesti að ASÍ hefur óskað eftir sjónarmiðum ríkisskattstjóra varðandi mál sem hafa verið að koma upp í vaxandi mæli síðustu ár. Þetta mál er til athugunar hjá embættinu,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. Skúli Eggert segir eftirlitsmenn ríkisskattstjóra og eftirlitsmenn ASÍ hafa verið í samstarfi um nokkurt skeið vegna skattsvika þar sem þessi mál hafi komið til tals. Tengdar fréttir Vinnumansal í íslenskri ferðaþjónustu Báran stéttarfélag skoðar hátt í tuttugu mál innan ferðaþjónustunnar á Suðurlandi er varða svarta starfsemi eða misneytingu starfsfólks. Eitt vinnumansalsmál er til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi. 18. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Sjá meira
„Það hefur mikið verið hringt í dag. Fólk vill hafa þessa hluti í lagi hjá sér og er að biðja um leiðbeiningar til að gera hlutina rétt,“ segir Björn Snæbjörnsson formaður Einingar-Iðju á Akureyri. Stéttarfélagið ætlar að grípa til aðgerða vegna ólaunaðs starfsfólks í fyrirtækjum í byggðarlaginu. Í gær sagði Fréttablaðið frá því að tugir fyrirtækja, mörg í ferðaþjónustu auglýsi eftir sjálfboðaliðum til starfa á erlendu síðunni workaway.info og birti skjáskot af auglýsingu gistiheimilis á Akureyri. Auglýsingunni hefur nú verið kippt út af síðunni.Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattsjóri segir það í athugun hjá embættinu að gefa út ákvarðandi bréf um málefni fyrirtækja sem ráða til sín ólaunað fólk.Mynd/Sigurður„Þótt fyrirtæki kippi auglýsingum núna út af síðunni þá erum við búin að vera að kortleggja hvaða fyrirtæki þetta eru og við munum fara í eftirlitsferðir og kanna málin. Við höfum skráð hjá okkur þau fyrirtæki sem voru með auglýsingu á síðunni á okkar svæði.“ Björn segist halda að fólk sé ekki meðvitað um hvenær það er í lagi að fá til sín sjálfboðaliða og hvenær ekki. Mörkin séu þó skýr. Fyrirtæki í ágóðarekstri geti ekki ráðið til sín sjálfboðaliða. „Einhvern veginn held ég að menn blandi þessu öllu saman og pæli ekkert í því hvernig þetta er gert. Við munum fjölga eftirlitsferðum okkar vegna þessa,“ segir Björn. Fleiri stéttarfélög víða um land ætla í átak gegn brotum sem felast í ólaunaðri vinnu í efnahagslegri starfsemi. Björn Snæbjörnsson segir stéttarfélagið munu láta að sér kveða vegna ólaunaðra starfsmanna á sínu svæði. vísir/Auðunn Jafnframt hefur Alþýðusamband Íslands kallað eftir samstarfi við stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins um að uppræta slíka brotastarfsemi. Þá hefur Alþýðusambandið óskað eftir ákvarðandi bréfi frá ríkisskattstjóra um þetta efni því ólaunuð vinna við efnahagslega starfsemi þýði að atvinnurekendur sem nota hana hagnist á kostnað samneyslunnar. „Ég staðfesti að ASÍ hefur óskað eftir sjónarmiðum ríkisskattstjóra varðandi mál sem hafa verið að koma upp í vaxandi mæli síðustu ár. Þetta mál er til athugunar hjá embættinu,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. Skúli Eggert segir eftirlitsmenn ríkisskattstjóra og eftirlitsmenn ASÍ hafa verið í samstarfi um nokkurt skeið vegna skattsvika þar sem þessi mál hafi komið til tals.
Tengdar fréttir Vinnumansal í íslenskri ferðaþjónustu Báran stéttarfélag skoðar hátt í tuttugu mál innan ferðaþjónustunnar á Suðurlandi er varða svarta starfsemi eða misneytingu starfsfólks. Eitt vinnumansalsmál er til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi. 18. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Sjá meira
Vinnumansal í íslenskri ferðaþjónustu Báran stéttarfélag skoðar hátt í tuttugu mál innan ferðaþjónustunnar á Suðurlandi er varða svarta starfsemi eða misneytingu starfsfólks. Eitt vinnumansalsmál er til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi. 18. febrúar 2016 07:00