Ráðist verður í harðar aðgerðir gegn ráðningu sjálfboðaliða Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 19. febrúar 2016 07:00 Ríkisskattstjóri og ASÍ sameina krafta sína í baráttu gegn svartri starfsemi. Nú hefur ASÍ óskað eftir ákvarðandi bréfi ríkisskattstjóra vegna fyrirtækja sem ráða til sín ólaunað starfsfólk. Mynd/Getty „Það hefur mikið verið hringt í dag. Fólk vill hafa þessa hluti í lagi hjá sér og er að biðja um leiðbeiningar til að gera hlutina rétt,“ segir Björn Snæbjörnsson formaður Einingar-Iðju á Akureyri. Stéttarfélagið ætlar að grípa til aðgerða vegna ólaunaðs starfsfólks í fyrirtækjum í byggðarlaginu. Í gær sagði Fréttablaðið frá því að tugir fyrirtækja, mörg í ferðaþjónustu auglýsi eftir sjálfboðaliðum til starfa á erlendu síðunni workaway.info og birti skjáskot af auglýsingu gistiheimilis á Akureyri. Auglýsingunni hefur nú verið kippt út af síðunni.Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattsjóri segir það í athugun hjá embættinu að gefa út ákvarðandi bréf um málefni fyrirtækja sem ráða til sín ólaunað fólk.Mynd/Sigurður„Þótt fyrirtæki kippi auglýsingum núna út af síðunni þá erum við búin að vera að kortleggja hvaða fyrirtæki þetta eru og við munum fara í eftirlitsferðir og kanna málin. Við höfum skráð hjá okkur þau fyrirtæki sem voru með auglýsingu á síðunni á okkar svæði.“ Björn segist halda að fólk sé ekki meðvitað um hvenær það er í lagi að fá til sín sjálfboðaliða og hvenær ekki. Mörkin séu þó skýr. Fyrirtæki í ágóðarekstri geti ekki ráðið til sín sjálfboðaliða. „Einhvern veginn held ég að menn blandi þessu öllu saman og pæli ekkert í því hvernig þetta er gert. Við munum fjölga eftirlitsferðum okkar vegna þessa,“ segir Björn. Fleiri stéttarfélög víða um land ætla í átak gegn brotum sem felast í ólaunaðri vinnu í efnahagslegri starfsemi. Björn Snæbjörnsson segir stéttarfélagið munu láta að sér kveða vegna ólaunaðra starfsmanna á sínu svæði. vísir/Auðunn Jafnframt hefur Alþýðusamband Íslands kallað eftir samstarfi við stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins um að uppræta slíka brotastarfsemi. Þá hefur Alþýðusambandið óskað eftir ákvarðandi bréfi frá ríkisskattstjóra um þetta efni því ólaunuð vinna við efnahagslega starfsemi þýði að atvinnurekendur sem nota hana hagnist á kostnað samneyslunnar. „Ég staðfesti að ASÍ hefur óskað eftir sjónarmiðum ríkisskattstjóra varðandi mál sem hafa verið að koma upp í vaxandi mæli síðustu ár. Þetta mál er til athugunar hjá embættinu,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. Skúli Eggert segir eftirlitsmenn ríkisskattstjóra og eftirlitsmenn ASÍ hafa verið í samstarfi um nokkurt skeið vegna skattsvika þar sem þessi mál hafi komið til tals. Tengdar fréttir Vinnumansal í íslenskri ferðaþjónustu Báran stéttarfélag skoðar hátt í tuttugu mál innan ferðaþjónustunnar á Suðurlandi er varða svarta starfsemi eða misneytingu starfsfólks. Eitt vinnumansalsmál er til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi. 18. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sjá meira
„Það hefur mikið verið hringt í dag. Fólk vill hafa þessa hluti í lagi hjá sér og er að biðja um leiðbeiningar til að gera hlutina rétt,“ segir Björn Snæbjörnsson formaður Einingar-Iðju á Akureyri. Stéttarfélagið ætlar að grípa til aðgerða vegna ólaunaðs starfsfólks í fyrirtækjum í byggðarlaginu. Í gær sagði Fréttablaðið frá því að tugir fyrirtækja, mörg í ferðaþjónustu auglýsi eftir sjálfboðaliðum til starfa á erlendu síðunni workaway.info og birti skjáskot af auglýsingu gistiheimilis á Akureyri. Auglýsingunni hefur nú verið kippt út af síðunni.Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattsjóri segir það í athugun hjá embættinu að gefa út ákvarðandi bréf um málefni fyrirtækja sem ráða til sín ólaunað fólk.Mynd/Sigurður„Þótt fyrirtæki kippi auglýsingum núna út af síðunni þá erum við búin að vera að kortleggja hvaða fyrirtæki þetta eru og við munum fara í eftirlitsferðir og kanna málin. Við höfum skráð hjá okkur þau fyrirtæki sem voru með auglýsingu á síðunni á okkar svæði.“ Björn segist halda að fólk sé ekki meðvitað um hvenær það er í lagi að fá til sín sjálfboðaliða og hvenær ekki. Mörkin séu þó skýr. Fyrirtæki í ágóðarekstri geti ekki ráðið til sín sjálfboðaliða. „Einhvern veginn held ég að menn blandi þessu öllu saman og pæli ekkert í því hvernig þetta er gert. Við munum fjölga eftirlitsferðum okkar vegna þessa,“ segir Björn. Fleiri stéttarfélög víða um land ætla í átak gegn brotum sem felast í ólaunaðri vinnu í efnahagslegri starfsemi. Björn Snæbjörnsson segir stéttarfélagið munu láta að sér kveða vegna ólaunaðra starfsmanna á sínu svæði. vísir/Auðunn Jafnframt hefur Alþýðusamband Íslands kallað eftir samstarfi við stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins um að uppræta slíka brotastarfsemi. Þá hefur Alþýðusambandið óskað eftir ákvarðandi bréfi frá ríkisskattstjóra um þetta efni því ólaunuð vinna við efnahagslega starfsemi þýði að atvinnurekendur sem nota hana hagnist á kostnað samneyslunnar. „Ég staðfesti að ASÍ hefur óskað eftir sjónarmiðum ríkisskattstjóra varðandi mál sem hafa verið að koma upp í vaxandi mæli síðustu ár. Þetta mál er til athugunar hjá embættinu,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. Skúli Eggert segir eftirlitsmenn ríkisskattstjóra og eftirlitsmenn ASÍ hafa verið í samstarfi um nokkurt skeið vegna skattsvika þar sem þessi mál hafi komið til tals.
Tengdar fréttir Vinnumansal í íslenskri ferðaþjónustu Báran stéttarfélag skoðar hátt í tuttugu mál innan ferðaþjónustunnar á Suðurlandi er varða svarta starfsemi eða misneytingu starfsfólks. Eitt vinnumansalsmál er til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi. 18. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sjá meira
Vinnumansal í íslenskri ferðaþjónustu Báran stéttarfélag skoðar hátt í tuttugu mál innan ferðaþjónustunnar á Suðurlandi er varða svarta starfsemi eða misneytingu starfsfólks. Eitt vinnumansalsmál er til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi. 18. febrúar 2016 07:00