Erlent

Fimmtán látnir eftir úrhelli í Makedóníu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Flóð brutust út í höfuðborginni Skopje.
Flóð brutust út í höfuðborginni Skopje. Vísir/EPA
Minnst fimmtán eru látnir og sex er saknað í Skopje, höfuðborg Makedóníu, eftir að flóð brutust út í kjölfar gríðarlegs úrhellis undanfarna daga.

Hringvegurinn í kringum höfuðborgina er mikið skemmdur og töluvert tjón varð bæði á bílum og húsum í úthverfum borgarinnar. Fregnir herma að vatnshæðin hafi náð allt að 1,5 metrum þegar mest lét.

Makedónski herinn var kallaður út vegna flóðanna en mikið hvassviðri fylgdi rigningunni. Gert er ráð fyrir enn frekari úrhelli í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×