Lítur út fyrir að Taílendingar hafi samþykkt nýja stjórnarskrá Una Sighvatsdóttir skrifar 7. ágúst 2016 13:53 Um 50 milljónir eru á kjörskrá og svöruðu með jái eða nei-i spurningunni: Samþykkir þú drög að nýrri stjórnarskrá? Vísir/Getty Taílendingar greiddu í dag atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um drög að nýrri stjórnarskrá, sem skrifuð var af stjórnarskrárnefnd skipaðri af hernum. Gagnrýnendur segja að nýja stjórnarskráin muni endanlega festa í sessi stjórn hersins í Taílandi. Þegar búið var að telja 91 prósent atkvæða höfði 61 prósent þeirra sem skráðir voru á kjörskrá greitt atkvæði með hinni nýju stjórnarskrá. Þegar herinn tók við völdum í Taílandi árið 2014, eftir margra mánaða stjórnarkreppu og óstöðugleika, var þáverandi stjórnarskrá landsins lögð af. Herinn skipaði í kjölfarið stjórnarskrárnefnd sem nú hefur skilað af sér drögum að frumvarpi, sem kosið var um í dag. Um 50 milljónir eru á kjörskrá og svöruðu með jái eða nei-i spurningunni: Samþykkir þú drög að nýrri stjórnarskrá? Þeir sem mæla fyrir frumvarpinu vilja meina að nýja stjórnarskráin muni stuðla að pólitískum stöðugleika í landinu að nýju. Gagnrýnendur vara hinsvegar við því að sá stöðugleiki verði því dýra verði keyptur að viðvarandi herstjórn festist í sessi. Herstjórnin hefur þó heitið því að verði stjórnarskráin samþykkt muni hún boða til almennra kosninga seint á næsta ári og lýðræðislega kjörin ríkisstjórn taki þá við að nýju. Allir stærstu stjórnmálaflokkar Taílands hafa hafnað því að styðja stjórnarskrárfrumvarpið. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt harðlega aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar, þar sem hvers kyns kosningabarátta sem mælti gegn frumvarpinu var bönnuð. Þannig varðar við lög að birta texta, myndir eða hljóðbrot sem séu „ekki í samræmi við sannleikann“, eins og það er orðað í lögum um þjóðaratkvæðagreiðsluna. Refsing við slíku broti getur numið allt að 10 ára fangelsi. Tugir manna hafa þegar verið handteknir og ákærðir fyrir að brjóta lögin. Fréttaskýrandi breska ríkisútvarpsins í Taílandi segir að vegna þessa hafi almennir kjósendur í Taílandi litla þekkingu á því frumvarpi sem greidd eru atkvæði um. Sjálfstæðar kosningaeftirlitssveitir óskuðu eftir því að fá að fylgjast með og votta þjóðaratkvæðagreiðsluna, en kjörstjórn veitti ekki heimild til þess. Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Taílendingar greiddu í dag atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um drög að nýrri stjórnarskrá, sem skrifuð var af stjórnarskrárnefnd skipaðri af hernum. Gagnrýnendur segja að nýja stjórnarskráin muni endanlega festa í sessi stjórn hersins í Taílandi. Þegar búið var að telja 91 prósent atkvæða höfði 61 prósent þeirra sem skráðir voru á kjörskrá greitt atkvæði með hinni nýju stjórnarskrá. Þegar herinn tók við völdum í Taílandi árið 2014, eftir margra mánaða stjórnarkreppu og óstöðugleika, var þáverandi stjórnarskrá landsins lögð af. Herinn skipaði í kjölfarið stjórnarskrárnefnd sem nú hefur skilað af sér drögum að frumvarpi, sem kosið var um í dag. Um 50 milljónir eru á kjörskrá og svöruðu með jái eða nei-i spurningunni: Samþykkir þú drög að nýrri stjórnarskrá? Þeir sem mæla fyrir frumvarpinu vilja meina að nýja stjórnarskráin muni stuðla að pólitískum stöðugleika í landinu að nýju. Gagnrýnendur vara hinsvegar við því að sá stöðugleiki verði því dýra verði keyptur að viðvarandi herstjórn festist í sessi. Herstjórnin hefur þó heitið því að verði stjórnarskráin samþykkt muni hún boða til almennra kosninga seint á næsta ári og lýðræðislega kjörin ríkisstjórn taki þá við að nýju. Allir stærstu stjórnmálaflokkar Taílands hafa hafnað því að styðja stjórnarskrárfrumvarpið. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt harðlega aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar, þar sem hvers kyns kosningabarátta sem mælti gegn frumvarpinu var bönnuð. Þannig varðar við lög að birta texta, myndir eða hljóðbrot sem séu „ekki í samræmi við sannleikann“, eins og það er orðað í lögum um þjóðaratkvæðagreiðsluna. Refsing við slíku broti getur numið allt að 10 ára fangelsi. Tugir manna hafa þegar verið handteknir og ákærðir fyrir að brjóta lögin. Fréttaskýrandi breska ríkisútvarpsins í Taílandi segir að vegna þessa hafi almennir kjósendur í Taílandi litla þekkingu á því frumvarpi sem greidd eru atkvæði um. Sjálfstæðar kosningaeftirlitssveitir óskuðu eftir því að fá að fylgjast með og votta þjóðaratkvæðagreiðsluna, en kjörstjórn veitti ekki heimild til þess.
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira