Mogginn birtir ekki grein bandaríska sendiherrans Jakob Bjarnar skrifar 8. janúar 2016 12:10 Davíð Oddsson virðist ekki telja neina ástæðu til að birta grein sendiherrans um refsiaðgerðir gegn Rússum. visir/anton brink/af vef usa sendiráðs Sendiráðsmenn Bandaríkjanna furða sig á því hvers vegna grein eftir sendiherra Bandaríkjanna, Robert Cuchman, birtist ekki í Morgunblaðinu. Greinin eru viðbrögð við frétt eða grein sem birtist í Morgunblaðinu þar sem fjallað er um refsiaðgerðir Bandaríkjamanna gegn Rússlandi vegna aðgerða þeirra í Úkraínu. Cuchmann taldi rétt að bregðast við en nú ber svo til að grein hans hefur ekki birst. Sendiráðsmenn telja þetta einkennileg vinnubrögð en birta þess í stað greinina á Facebook-vef sínum með svohljóðandi inngangi: „Við sendum eftirfarandi grein til Morgunblaðsins og vonuðumst til að hún myndi birtast í föstudagsblaðinu. Því miður gerðist það ekki og því birtum við hana hér.“ Segja má að þessi stífni í samskiptum sé til marks um breytta tíma því árum og áratugum saman var Morgunblaðið, sem og Davíð Oddsson ritstjóri blaðsins nú, fyrrverandi forsætisráðherra með meiru, margyfirlýstir bandamenn Bandaríkjamanna.Greinina í heild má lesa hér að neðan.Robert Cushman Barber, sendiherra Bandaríkjanna.Varðandi refsiaðgerðirMig langar til þess að bregðast við því sem kom fram í frétt Morgunblaðsins þann 4. janúar sl. um refsiaðgerðir Bandaríkjanna gegn Rússlandi vegna aðgerða þeirra í Úkraínu.Bandaríkin eru staðföst í þeirri trú sinni að það þurfi að halda áfram refsiaðgerðunum gegn Rússlandi þar til landið uppfyllir skuldbindingar sínar samvæmt Minsk-samkomulaginu. Þessum refsiaðgerðum var komið á til þess að bregðast við alvarlegum brotum á alþjóðlegum reglum og fullveldi þjóða á uppbyggilegan og gætinn hátt án þess að grípa til vopna. Við treystum öll á og verðum að vernda alþjóðlegt kerfi, sem útheimtir virðingu fyrir fullveldi þjóða. Án þessarar grundvallarreglu stafar hætta að okkur öllum. Þess vegna er mikilvægt að allar þjóðir, sem halda grundvallarlögmál réttarríkisins í heiðri, standi saman.Varðandi það sem kemur fram í greininni um að Bandaríkin hafi sótt um undanþágur fyrir rússneska varahluti í þyrlur langar mig að taka fram að í nóvember 2015 leyfðum við sendingu á slíkum varahlutum sem afganski herinn þarfnaðist fyrir Mi-17 þyrlur sínar. Þessir varahlutir féllu undir refsiaðgerðir er snúa að takmörkun á útbreiðslu gereyðingarvopna, sem settar voru á samkvæmt bandarískum lögum um slíkar takmarkanir að því er varðar Íran, Norður-Kóreu og Sýrland. Þessir varahlutir falla ekki undir refsiaðgerðir vegna Úkraínudeilunnar. Þessi aðgerð hafði þann takmarkaða og ákveðna tilgang að aðstoða öryggissveitir Afgana í baráttu sinni gegn hryðjuverkum.Bandaríkin, líkt og Ísland og aðrar þjóðir, hafa fundið fyrir afleiðingum refsiaðgerðanna vegna Úkraínudeilunnar og gagnaðgerðum Rússa. Við vitum að þessu fylgir kostnaður. Sem dæmi má nefna að á milli áranna 2014 til 2015 minnkaði útflutningur frá Bandaríkjunum til Rússlands stórlega vegna refsiaðgerðanna, og varð landbúnaðurinn fyrir mestum skakkaföllum. Við sýnum því skilning að aðgerðirnar hafa haft áhrif á íslenskan sjávarútveg og vitum að þær geta haft þungbær áhrif á sum byggðarlög á landsbyggðinni. Engu að síður teljum við mikilvægt að við sem bandamenn í Norður-Atlantshafsbandalaginu (NATO) höldum áfram að standa vörð um nauðsynlegar grundvallarreglur sem eru í húfi ef við ætlum að draga úr árásargirni og viðleitni til að breyta landamærum með vopnavaldi. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Sendiráðsmenn Bandaríkjanna furða sig á því hvers vegna grein eftir sendiherra Bandaríkjanna, Robert Cuchman, birtist ekki í Morgunblaðinu. Greinin eru viðbrögð við frétt eða grein sem birtist í Morgunblaðinu þar sem fjallað er um refsiaðgerðir Bandaríkjamanna gegn Rússlandi vegna aðgerða þeirra í Úkraínu. Cuchmann taldi rétt að bregðast við en nú ber svo til að grein hans hefur ekki birst. Sendiráðsmenn telja þetta einkennileg vinnubrögð en birta þess í stað greinina á Facebook-vef sínum með svohljóðandi inngangi: „Við sendum eftirfarandi grein til Morgunblaðsins og vonuðumst til að hún myndi birtast í föstudagsblaðinu. Því miður gerðist það ekki og því birtum við hana hér.“ Segja má að þessi stífni í samskiptum sé til marks um breytta tíma því árum og áratugum saman var Morgunblaðið, sem og Davíð Oddsson ritstjóri blaðsins nú, fyrrverandi forsætisráðherra með meiru, margyfirlýstir bandamenn Bandaríkjamanna.Greinina í heild má lesa hér að neðan.Robert Cushman Barber, sendiherra Bandaríkjanna.Varðandi refsiaðgerðirMig langar til þess að bregðast við því sem kom fram í frétt Morgunblaðsins þann 4. janúar sl. um refsiaðgerðir Bandaríkjanna gegn Rússlandi vegna aðgerða þeirra í Úkraínu.Bandaríkin eru staðföst í þeirri trú sinni að það þurfi að halda áfram refsiaðgerðunum gegn Rússlandi þar til landið uppfyllir skuldbindingar sínar samvæmt Minsk-samkomulaginu. Þessum refsiaðgerðum var komið á til þess að bregðast við alvarlegum brotum á alþjóðlegum reglum og fullveldi þjóða á uppbyggilegan og gætinn hátt án þess að grípa til vopna. Við treystum öll á og verðum að vernda alþjóðlegt kerfi, sem útheimtir virðingu fyrir fullveldi þjóða. Án þessarar grundvallarreglu stafar hætta að okkur öllum. Þess vegna er mikilvægt að allar þjóðir, sem halda grundvallarlögmál réttarríkisins í heiðri, standi saman.Varðandi það sem kemur fram í greininni um að Bandaríkin hafi sótt um undanþágur fyrir rússneska varahluti í þyrlur langar mig að taka fram að í nóvember 2015 leyfðum við sendingu á slíkum varahlutum sem afganski herinn þarfnaðist fyrir Mi-17 þyrlur sínar. Þessir varahlutir féllu undir refsiaðgerðir er snúa að takmörkun á útbreiðslu gereyðingarvopna, sem settar voru á samkvæmt bandarískum lögum um slíkar takmarkanir að því er varðar Íran, Norður-Kóreu og Sýrland. Þessir varahlutir falla ekki undir refsiaðgerðir vegna Úkraínudeilunnar. Þessi aðgerð hafði þann takmarkaða og ákveðna tilgang að aðstoða öryggissveitir Afgana í baráttu sinni gegn hryðjuverkum.Bandaríkin, líkt og Ísland og aðrar þjóðir, hafa fundið fyrir afleiðingum refsiaðgerðanna vegna Úkraínudeilunnar og gagnaðgerðum Rússa. Við vitum að þessu fylgir kostnaður. Sem dæmi má nefna að á milli áranna 2014 til 2015 minnkaði útflutningur frá Bandaríkjunum til Rússlands stórlega vegna refsiaðgerðanna, og varð landbúnaðurinn fyrir mestum skakkaföllum. Við sýnum því skilning að aðgerðirnar hafa haft áhrif á íslenskan sjávarútveg og vitum að þær geta haft þungbær áhrif á sum byggðarlög á landsbyggðinni. Engu að síður teljum við mikilvægt að við sem bandamenn í Norður-Atlantshafsbandalaginu (NATO) höldum áfram að standa vörð um nauðsynlegar grundvallarreglur sem eru í húfi ef við ætlum að draga úr árásargirni og viðleitni til að breyta landamærum með vopnavaldi.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira