Maður sem kærði lögreglumenn fyrir líkamsárás dæmdur til að greiða þeim miskabætur Birgir Olgeirsson skrifar 8. janúar 2016 15:14 Héraðsdómur Vestfjarða kvað upp dóm í málinu á þirðjudag. Mynd/Bæjarins besta „Þessu hefur verið áfrýjað,“ segir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson verjandi karlmanns á fertugsaldri sem Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi í vikunni til að greiða tveimur lögreglumönnum í miskabætur fyrir að ógna þeim með hnífi. Umrætt mál átti sér stað aðfaranótt mánudagsins 17. nóvember árið 2014 á Ísafirði og vakti töluverða athygli en lögreglan greip til skotvopna eftir að tilkynning hafði borist um mann sem hafði hótað að skaða sjálfan sig. Maðurinn hafði kært lögreglumennina tvo fyrir húsbrot og líkamsárás en embætti ríkissaksóknara felldi niður málið í maí síðastliðnum þar sem viðbrögð lögreglumannanna voru ekki talin úr hófi harkaleg. Sjá einnig: Mál fellt niður gegn lögreglumönnum sem voru sakaðir um húsbrot og líkamsárás Lögreglumennirnir beittu piparúða í tvígang á andlit mannsins og slógu hann með kylfu í höndina með þeim afleiðingum að hann slasaðist illa. Þurfti hann að undirgangast skurðaðgerð í Reykjavík vegna áverkana þar sem sett var málmplata, sex skrúfur og tveir pinnar í handlegg og fingur hans. Eftir að embætti ríkissaksóknara hafði fellt niður málið gegn lögreglumönnunum tveimur var maðurinn hins vegar ákærður fyrir að ógna þeim og hóta með hnífi. Dómur gekk í málinu í Héraðsdómi Vestfjarða á þriðjudag þar sem maðurinn var dæmdur til að greiða lögreglumönnunum tveimur samtals 300 þúsund krónur í miskabætur.Lögreglumennirnir vopnuðust Glock-skammbyssum sem voru sýnilegar í hulstrum á lærum þeirra.VísirVar í sjálfsvígshugleiðingum Maðurinn hafði haft samband við félaga sinn á umrædda nótt í gegnum smáskilaboð þar sem hann sagðist vera í sjálfsvígshugleiðingum. Vinur hans hafði samband við lögreglu og fóru tveir lögreglumenn að heimili mannsins. Í skýrslu lögreglu er hann sagður hafa opnað dyrnar til hálfs og sögðust lögreglumennirnir hafa séð að hann var blóðugur á báðum upphandleggjum og hélt á hnífi vinstri hendi, með fimm sentímetra löngu blaði, sem hann var sagður hafa reynt að leyna fyrir aftan bak. Sögðust lögreglumennirnir hafa beðið manninn um að leggja frá sér hnífinn og boðið honum aðstoð vegna áverkanna. Í skýrslu lögreglunnar kom fram að maðurinn æstist upp við afskipti lögreglunnar og hann hafi reynt að loka dyrunum en annar lögreglumannanna hafi náð að setja fót milli stafs og hurðar. Tóku lögreglumennirnir upp piparúða og kylfur og skoruðu á manninn að leggja frá sér hnífinn, annars yrði hann beittur valdi.Sögðu manninn hafa hótað að stinga þá í andlitið Lögreglumennirnir sögðu manninn hafa ítrekað hótað því að stinga lögreglumennina og meðal annars í andlitið. Maðurinn neitaði þeim ásökunum en sagðist hafa afþakkað aðstoð lögreglumannanna. Í skýrslu lögreglu kemur fram að lögreglumennirnir hefðu sprautað piparúða í andlit mannsins. Þetta var endurtekið og er maðurinn þá sagður hafa sveiflað hnífnum. Sögðust lögreglumennirnir hafa beitt fyrir sig kylfum til að verjast manninum. Svo fór að maðurinn fór aftur inn í húsið og lokaði dyrunum.Vopnuðust Glock-skammbyssum Kölluðu lögreglumennirnir eftir liðsauka auk þess sem ákvörðun var tekin um að vopnast Glock-skammbyssum sem voru vel sýnilegar í hulstrum á lærum lögreglumanna. Annar maður var í umræddu húsi þegar þetta átti sér stað og er sagður í lögregluskýrslu hafa komið út úr húsinu og afhent lögreglu hníf mannsins. Þá kom einnig vinur mannsins, sem hafði gert lögreglu viðvart, og rætt við manninn í gegnum síma sem kom út úr húsinu og var handtekinn. Þá var maðurinn einnig fundinn sekur um brot gegn valdstjórninni með því að hafa hótað tveimur lögreglumönnum til viðbótar ofbeldi á fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði. Lögreglumennirnir höfðu flutt manninn upp á sjúkrahús til að athuga með áverka sem hann hafði hlotið eftir að hafa verið barinn með kylfum í vinstri höndina og síðuna. Samkvæmt ákærunni hótaði maðurinn að nefbrjóta þá og sagður hafa steytt hnefanum ógnandi að öðrum lögreglumannanna. Einnig var hann fundinn sekur um að hafa ræktað tvær kannabisplöntur á heimili sínu sem lögregla fann við húsleit 12. júlí 2014 og fyrir að hafa í vörslu sinni fjögur grömm af maríhúana sem lögregla fann við húsleit á heimili hans 27. október sama ár. Var hann dæmdur til níu mánaða fangelsisvistar en sex mánuðir af þeirri refsingu falla niður ef hann heldur skilorði.Vilhjálmur H. Vilhjálmsson.Vísir/GVASegir lögreglu hafa tekið ranga ákvörðun strax í upphafi Vilhjálmur Hans, verjandi mannsins, segir þetta vera klassískt dæmi um það þegar lögreglan tekur ranga ákvörðun strax í upphafi. Segir hann ljóst að lögreglumennirnir hefðu getað farið mildari leið í þessu máli í stað þess að grípa strax til vopna. Þeim hefði mátt vera ljóst að maðurinn hefði ekki verið í jafnvægi og að manninum væri í nöp við lögregluna á Ísafirði. Segir Vilhjálmur manninn hafa meðal annars sakað lögregluna á Ísafirði um að leita á heimili hans án húsleitar. Í dómi Héraðsdómi Vestfjarða er haft eftir lögreglumönnunum að þeir hafi haft húsleitarheimild þegar umræddar húsleitir voru framkvæmdar. Vilhjálmur segir hlutlausa aðila sem urðu vitni að þessum atburði aðfaranótt 17. nóvember árið 2014 hafa borið um að töluverð ólga hefði verið meðal lögreglumannanna umrætt sinn. Málið hefði hins vegar leyst eftir að vinur mannsins kom á vettvang og hringdi í hann. „Síðan á endanum kom í ljós að ef þetta mál hefði verið höndlað af einhverri örlítilli skynsemi þá hefði þetta aldrei þurft að verða neitt mál það þurfti ekki nema eitt símtal frá vini mannsins svo hann kæmi út, það tók ekki nema tíu sekúndur.“ Sjá dóminn hér. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira
„Þessu hefur verið áfrýjað,“ segir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson verjandi karlmanns á fertugsaldri sem Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi í vikunni til að greiða tveimur lögreglumönnum í miskabætur fyrir að ógna þeim með hnífi. Umrætt mál átti sér stað aðfaranótt mánudagsins 17. nóvember árið 2014 á Ísafirði og vakti töluverða athygli en lögreglan greip til skotvopna eftir að tilkynning hafði borist um mann sem hafði hótað að skaða sjálfan sig. Maðurinn hafði kært lögreglumennina tvo fyrir húsbrot og líkamsárás en embætti ríkissaksóknara felldi niður málið í maí síðastliðnum þar sem viðbrögð lögreglumannanna voru ekki talin úr hófi harkaleg. Sjá einnig: Mál fellt niður gegn lögreglumönnum sem voru sakaðir um húsbrot og líkamsárás Lögreglumennirnir beittu piparúða í tvígang á andlit mannsins og slógu hann með kylfu í höndina með þeim afleiðingum að hann slasaðist illa. Þurfti hann að undirgangast skurðaðgerð í Reykjavík vegna áverkana þar sem sett var málmplata, sex skrúfur og tveir pinnar í handlegg og fingur hans. Eftir að embætti ríkissaksóknara hafði fellt niður málið gegn lögreglumönnunum tveimur var maðurinn hins vegar ákærður fyrir að ógna þeim og hóta með hnífi. Dómur gekk í málinu í Héraðsdómi Vestfjarða á þriðjudag þar sem maðurinn var dæmdur til að greiða lögreglumönnunum tveimur samtals 300 þúsund krónur í miskabætur.Lögreglumennirnir vopnuðust Glock-skammbyssum sem voru sýnilegar í hulstrum á lærum þeirra.VísirVar í sjálfsvígshugleiðingum Maðurinn hafði haft samband við félaga sinn á umrædda nótt í gegnum smáskilaboð þar sem hann sagðist vera í sjálfsvígshugleiðingum. Vinur hans hafði samband við lögreglu og fóru tveir lögreglumenn að heimili mannsins. Í skýrslu lögreglu er hann sagður hafa opnað dyrnar til hálfs og sögðust lögreglumennirnir hafa séð að hann var blóðugur á báðum upphandleggjum og hélt á hnífi vinstri hendi, með fimm sentímetra löngu blaði, sem hann var sagður hafa reynt að leyna fyrir aftan bak. Sögðust lögreglumennirnir hafa beðið manninn um að leggja frá sér hnífinn og boðið honum aðstoð vegna áverkanna. Í skýrslu lögreglunnar kom fram að maðurinn æstist upp við afskipti lögreglunnar og hann hafi reynt að loka dyrunum en annar lögreglumannanna hafi náð að setja fót milli stafs og hurðar. Tóku lögreglumennirnir upp piparúða og kylfur og skoruðu á manninn að leggja frá sér hnífinn, annars yrði hann beittur valdi.Sögðu manninn hafa hótað að stinga þá í andlitið Lögreglumennirnir sögðu manninn hafa ítrekað hótað því að stinga lögreglumennina og meðal annars í andlitið. Maðurinn neitaði þeim ásökunum en sagðist hafa afþakkað aðstoð lögreglumannanna. Í skýrslu lögreglu kemur fram að lögreglumennirnir hefðu sprautað piparúða í andlit mannsins. Þetta var endurtekið og er maðurinn þá sagður hafa sveiflað hnífnum. Sögðust lögreglumennirnir hafa beitt fyrir sig kylfum til að verjast manninum. Svo fór að maðurinn fór aftur inn í húsið og lokaði dyrunum.Vopnuðust Glock-skammbyssum Kölluðu lögreglumennirnir eftir liðsauka auk þess sem ákvörðun var tekin um að vopnast Glock-skammbyssum sem voru vel sýnilegar í hulstrum á lærum lögreglumanna. Annar maður var í umræddu húsi þegar þetta átti sér stað og er sagður í lögregluskýrslu hafa komið út úr húsinu og afhent lögreglu hníf mannsins. Þá kom einnig vinur mannsins, sem hafði gert lögreglu viðvart, og rætt við manninn í gegnum síma sem kom út úr húsinu og var handtekinn. Þá var maðurinn einnig fundinn sekur um brot gegn valdstjórninni með því að hafa hótað tveimur lögreglumönnum til viðbótar ofbeldi á fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði. Lögreglumennirnir höfðu flutt manninn upp á sjúkrahús til að athuga með áverka sem hann hafði hlotið eftir að hafa verið barinn með kylfum í vinstri höndina og síðuna. Samkvæmt ákærunni hótaði maðurinn að nefbrjóta þá og sagður hafa steytt hnefanum ógnandi að öðrum lögreglumannanna. Einnig var hann fundinn sekur um að hafa ræktað tvær kannabisplöntur á heimili sínu sem lögregla fann við húsleit 12. júlí 2014 og fyrir að hafa í vörslu sinni fjögur grömm af maríhúana sem lögregla fann við húsleit á heimili hans 27. október sama ár. Var hann dæmdur til níu mánaða fangelsisvistar en sex mánuðir af þeirri refsingu falla niður ef hann heldur skilorði.Vilhjálmur H. Vilhjálmsson.Vísir/GVASegir lögreglu hafa tekið ranga ákvörðun strax í upphafi Vilhjálmur Hans, verjandi mannsins, segir þetta vera klassískt dæmi um það þegar lögreglan tekur ranga ákvörðun strax í upphafi. Segir hann ljóst að lögreglumennirnir hefðu getað farið mildari leið í þessu máli í stað þess að grípa strax til vopna. Þeim hefði mátt vera ljóst að maðurinn hefði ekki verið í jafnvægi og að manninum væri í nöp við lögregluna á Ísafirði. Segir Vilhjálmur manninn hafa meðal annars sakað lögregluna á Ísafirði um að leita á heimili hans án húsleitar. Í dómi Héraðsdómi Vestfjarða er haft eftir lögreglumönnunum að þeir hafi haft húsleitarheimild þegar umræddar húsleitir voru framkvæmdar. Vilhjálmur segir hlutlausa aðila sem urðu vitni að þessum atburði aðfaranótt 17. nóvember árið 2014 hafa borið um að töluverð ólga hefði verið meðal lögreglumannanna umrætt sinn. Málið hefði hins vegar leyst eftir að vinur mannsins kom á vettvang og hringdi í hann. „Síðan á endanum kom í ljós að ef þetta mál hefði verið höndlað af einhverri örlítilli skynsemi þá hefði þetta aldrei þurft að verða neitt mál það þurfti ekki nema eitt símtal frá vini mannsins svo hann kæmi út, það tók ekki nema tíu sekúndur.“ Sjá dóminn hér.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira