Sagt að starfið væri bara fyrir Íslendinga Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 27. nóvember 2016 19:15 Dæmi eru um að menntaðir innflytjendur, sem jafnvel hafa gengið í íslenska háskóla, þurfi að villa á sér heimildir til að eiga möguleika á atvinnuviðtali hér á landi. Héraðsdómslögmaður af erlendum uppruna, en með íslenska háskólagráðu, sótti um vinnu hjá fyrirtæki í Reykjavík en fékk þau svör að starfið væri bara fyrir Íslendinga.Sjá einnig: Fékk send fordómafull skilaboð í gegnum Snapchat.Davor Purusic flutti til Íslands frá Sarajevó fyrir rúmum tuttugu árum. Hann er nú héraðsdómslögmaður með íslenska háskólagráðu. „Ég lendi á sínum tíma meðal annars í því þegar ég sótti um starf hjá opinberri stofnun, sem var auglýst í gegnum ráðningastofu niðri í bæ, að ég fékk ekki einu sinni viðtal,“ segir hann. Ráðiningastofan lét fyrirtækið sem um ræðir aldrei hafa umsókn Davors. Hann ákvað því að koma umsókninni áleiðis milliliðalaust. „Ég fór í viðtal og endaði á að vinna fyrir þessa stofnun í þrjú og hálft ár,“ segir Davor.„Fyrirgefðu, þetta er bara starf fyrir Íslendinga“Fyrir nokkrum árum sótti Davor svo um nokkuð sérhæft lögfræðistarf sem hann sá auglýst þar sem hann taldi sig uppfyllta öll skilyrði sem sett voru. Þegar hann svo fékk ekki viðtal hafði hann samband við fyrirtækið til að athuga hvað mætti betur fara í umsókn hans. „Þá fór maðurinn í flækju og byrjaði að útskýra fyrir mér að þetta væri ekki opinber stofnun og þeir þyrftu ekki að rökstyðja ákvörðun sína. Ég sagði að ég væri alls ekki að óska eftir formlegum rökstuðningi eða slíku, ég væri bara mannlegur, vildi vita hvað mætti betur fara og læra af reynslunni. Símtalið fór fram og til baka og endaði á því að maðurinn sagði beint við mig „fyrirgefðu, en þetta er bara starf fyrir Íslendinga,“ útskýrir Davor. Rauði krossinn á Íslandi stendur næstkomandi þriðjudag fyrir málþingi um mannauð innflytjenda. Davor er einn þriggja sem hefur í tengslum við það sagt frá sinni reynslu af íslenskum atvinnulífi. Hann telur að hið opinbera ætti sérstaklega að opna augun fyrir þeim mannauði sem innflytjendur búa yfir. „Ég meina förum bara yfir lista í ráðuneytum. Hvað erum við með mörg ráðuneyti, tólf? Hve margir háskólamenntaðir innflytjendur eru í þessum ráðuneytum? Ég bara kannast ekki við einn einasta. Við erum með ráðuneyti þar sem eru sérfræðingar í málefnum innflytjenda og það er ekki einn einasti innflytjandi sem er að vinna í þessum málaflokki,“ bendir Davor á. Komast miklu lengra í ráðningarferli með því að villa á sér heimildir Hann segir að dæmi séu um að innflytjendur þurfi að villa á sér heimildir til að eiga möguleika á atvinnuviðtölum. „Það eru tvær manneskjur sem hafa sagt við mig að þau hafi lagt inn tvær umsóknir fyrir sömu vinnu, eina með íslensku nafni og aðra með upprunalegu nafni þeirra. Umsóknirnar með íslensku nöfnunum komust miklu lengra en hinar. Hinar fóru ekki einu sinni í gegnum fyrsta úrtak.“ Tengdar fréttir Fékk send fordómafull skilaboð í gegnum Snapchat Börn innflytjenda upplifa sig minna virði í samfélaginu en jafnaldrar þeirra. Þetta segir íslensk kona sem flutti til Íslands frá Filippseyjum fyrir næstum tuttugu árum. Hún hefur sjálf fengið send skilaboð í gegnum samskiptamiðilinn Snapchat sem endurspegla fordóma í garð innflytjenda. 26. nóvember 2016 19:15 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Sjá meira
Dæmi eru um að menntaðir innflytjendur, sem jafnvel hafa gengið í íslenska háskóla, þurfi að villa á sér heimildir til að eiga möguleika á atvinnuviðtali hér á landi. Héraðsdómslögmaður af erlendum uppruna, en með íslenska háskólagráðu, sótti um vinnu hjá fyrirtæki í Reykjavík en fékk þau svör að starfið væri bara fyrir Íslendinga.Sjá einnig: Fékk send fordómafull skilaboð í gegnum Snapchat.Davor Purusic flutti til Íslands frá Sarajevó fyrir rúmum tuttugu árum. Hann er nú héraðsdómslögmaður með íslenska háskólagráðu. „Ég lendi á sínum tíma meðal annars í því þegar ég sótti um starf hjá opinberri stofnun, sem var auglýst í gegnum ráðningastofu niðri í bæ, að ég fékk ekki einu sinni viðtal,“ segir hann. Ráðiningastofan lét fyrirtækið sem um ræðir aldrei hafa umsókn Davors. Hann ákvað því að koma umsókninni áleiðis milliliðalaust. „Ég fór í viðtal og endaði á að vinna fyrir þessa stofnun í þrjú og hálft ár,“ segir Davor.„Fyrirgefðu, þetta er bara starf fyrir Íslendinga“Fyrir nokkrum árum sótti Davor svo um nokkuð sérhæft lögfræðistarf sem hann sá auglýst þar sem hann taldi sig uppfyllta öll skilyrði sem sett voru. Þegar hann svo fékk ekki viðtal hafði hann samband við fyrirtækið til að athuga hvað mætti betur fara í umsókn hans. „Þá fór maðurinn í flækju og byrjaði að útskýra fyrir mér að þetta væri ekki opinber stofnun og þeir þyrftu ekki að rökstyðja ákvörðun sína. Ég sagði að ég væri alls ekki að óska eftir formlegum rökstuðningi eða slíku, ég væri bara mannlegur, vildi vita hvað mætti betur fara og læra af reynslunni. Símtalið fór fram og til baka og endaði á því að maðurinn sagði beint við mig „fyrirgefðu, en þetta er bara starf fyrir Íslendinga,“ útskýrir Davor. Rauði krossinn á Íslandi stendur næstkomandi þriðjudag fyrir málþingi um mannauð innflytjenda. Davor er einn þriggja sem hefur í tengslum við það sagt frá sinni reynslu af íslenskum atvinnulífi. Hann telur að hið opinbera ætti sérstaklega að opna augun fyrir þeim mannauði sem innflytjendur búa yfir. „Ég meina förum bara yfir lista í ráðuneytum. Hvað erum við með mörg ráðuneyti, tólf? Hve margir háskólamenntaðir innflytjendur eru í þessum ráðuneytum? Ég bara kannast ekki við einn einasta. Við erum með ráðuneyti þar sem eru sérfræðingar í málefnum innflytjenda og það er ekki einn einasti innflytjandi sem er að vinna í þessum málaflokki,“ bendir Davor á. Komast miklu lengra í ráðningarferli með því að villa á sér heimildir Hann segir að dæmi séu um að innflytjendur þurfi að villa á sér heimildir til að eiga möguleika á atvinnuviðtölum. „Það eru tvær manneskjur sem hafa sagt við mig að þau hafi lagt inn tvær umsóknir fyrir sömu vinnu, eina með íslensku nafni og aðra með upprunalegu nafni þeirra. Umsóknirnar með íslensku nöfnunum komust miklu lengra en hinar. Hinar fóru ekki einu sinni í gegnum fyrsta úrtak.“
Tengdar fréttir Fékk send fordómafull skilaboð í gegnum Snapchat Börn innflytjenda upplifa sig minna virði í samfélaginu en jafnaldrar þeirra. Þetta segir íslensk kona sem flutti til Íslands frá Filippseyjum fyrir næstum tuttugu árum. Hún hefur sjálf fengið send skilaboð í gegnum samskiptamiðilinn Snapchat sem endurspegla fordóma í garð innflytjenda. 26. nóvember 2016 19:15 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Sjá meira
Fékk send fordómafull skilaboð í gegnum Snapchat Börn innflytjenda upplifa sig minna virði í samfélaginu en jafnaldrar þeirra. Þetta segir íslensk kona sem flutti til Íslands frá Filippseyjum fyrir næstum tuttugu árum. Hún hefur sjálf fengið send skilaboð í gegnum samskiptamiðilinn Snapchat sem endurspegla fordóma í garð innflytjenda. 26. nóvember 2016 19:15
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði