Gunnar mætir Suður-Kóreumanni í Belfast Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. ágúst 2016 09:03 Gunnar Nelson og Dong Hyun Kim. Samsett mynd/Vísir/Getty Ariel Helwani, einn þekktasti MMA-fréttamaður heims, fullyrðir á mmafighting.com að Gunnar Nelson muni berjast við Suður-Kóreumanninn Dong Hyun Kim í Belfast þann 19. nóvember. Þetta hefur UFC ekki staðfest en í síðustu viku var greint frá því að UFC bardagakvöld yrði haldið í Belfast á þessum degi. Gunnar nýtur gríðarlega vinsælda í Írlandi, þar sem hann hefur áður keppt og æft lengi með þjálfara sínum, John Kavanagh. Sjá einnig: Fær Gunnar bardaga í Belfast í nóvember? Helwani fullyrðir að þetta verði aðalbardagi kvöldsins sem þýðir að hann verður fimm lotur en ekki þrjár eins og í öðrum bardögum. Þetta yrði þá í annað skipti Gunnar fengi aðalbardaga á UFC-kvöldi en í fyrra skiptið var það gegn Rick Story í Stokkhólmi þar sem sá bandaríski hafði betur. Gunnar barðist síðast við Rússann Albert Tumenov í Rotterdam í maí og hafði þar sigur úr býtum en alls hefur Gunnar unnið sex af átta UFC-bardögum sínum og fimmtán af átján MMA-bardögum alls. Kim er 34 ára þaulreyndur bardagakappi með sextán bardaga að baki í UFC og 26 atvinnumannabardaga alls í MMA. Hann hefur tapað þremur bardögum á ferlinum, öllum gegn heimsþekktum köppum líkt og fjallað er um í úttekt sem birtist á vef MMAfrétta. Kim deilir 10. sæti styrkleikalista UFC í veltivigt með Rick Story en Gunnar kemur svo næstur í tólfta sæti. Miðasala fyrir bardagakvöldið í Belfast hefst 23. september en búast má við því að átta þúsund miðar verði til sölu. MMA Tengdar fréttir Gunnar kominn inn á topp tíu listann hjá UFC Gunnar Nelson er í fyrsta skipti kominn inn á lista yfir tíu bestu bardagakappana í veltivigtinni hjá UFC. 24. ágúst 2016 23:15 Fær Gunnar bardaga í Belfast í nóvember? UFC staðfesti fyrir helgi að síðasta bardagkvöld ársins í Evrópu verði í Belfast þann 19. nóvember. 22. ágúst 2016 13:45 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra „Hefur ekki gengið mjög vel þangað til í síðustu viku“ Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Dagskráin: Bikarmeistarar, Stúkan og VARsjáin á sama kvöldinu Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan Sjá meira
Ariel Helwani, einn þekktasti MMA-fréttamaður heims, fullyrðir á mmafighting.com að Gunnar Nelson muni berjast við Suður-Kóreumanninn Dong Hyun Kim í Belfast þann 19. nóvember. Þetta hefur UFC ekki staðfest en í síðustu viku var greint frá því að UFC bardagakvöld yrði haldið í Belfast á þessum degi. Gunnar nýtur gríðarlega vinsælda í Írlandi, þar sem hann hefur áður keppt og æft lengi með þjálfara sínum, John Kavanagh. Sjá einnig: Fær Gunnar bardaga í Belfast í nóvember? Helwani fullyrðir að þetta verði aðalbardagi kvöldsins sem þýðir að hann verður fimm lotur en ekki þrjár eins og í öðrum bardögum. Þetta yrði þá í annað skipti Gunnar fengi aðalbardaga á UFC-kvöldi en í fyrra skiptið var það gegn Rick Story í Stokkhólmi þar sem sá bandaríski hafði betur. Gunnar barðist síðast við Rússann Albert Tumenov í Rotterdam í maí og hafði þar sigur úr býtum en alls hefur Gunnar unnið sex af átta UFC-bardögum sínum og fimmtán af átján MMA-bardögum alls. Kim er 34 ára þaulreyndur bardagakappi með sextán bardaga að baki í UFC og 26 atvinnumannabardaga alls í MMA. Hann hefur tapað þremur bardögum á ferlinum, öllum gegn heimsþekktum köppum líkt og fjallað er um í úttekt sem birtist á vef MMAfrétta. Kim deilir 10. sæti styrkleikalista UFC í veltivigt með Rick Story en Gunnar kemur svo næstur í tólfta sæti. Miðasala fyrir bardagakvöldið í Belfast hefst 23. september en búast má við því að átta þúsund miðar verði til sölu.
MMA Tengdar fréttir Gunnar kominn inn á topp tíu listann hjá UFC Gunnar Nelson er í fyrsta skipti kominn inn á lista yfir tíu bestu bardagakappana í veltivigtinni hjá UFC. 24. ágúst 2016 23:15 Fær Gunnar bardaga í Belfast í nóvember? UFC staðfesti fyrir helgi að síðasta bardagkvöld ársins í Evrópu verði í Belfast þann 19. nóvember. 22. ágúst 2016 13:45 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra „Hefur ekki gengið mjög vel þangað til í síðustu viku“ Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Dagskráin: Bikarmeistarar, Stúkan og VARsjáin á sama kvöldinu Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan Sjá meira
Gunnar kominn inn á topp tíu listann hjá UFC Gunnar Nelson er í fyrsta skipti kominn inn á lista yfir tíu bestu bardagakappana í veltivigtinni hjá UFC. 24. ágúst 2016 23:15
Fær Gunnar bardaga í Belfast í nóvember? UFC staðfesti fyrir helgi að síðasta bardagkvöld ársins í Evrópu verði í Belfast þann 19. nóvember. 22. ágúst 2016 13:45