Sauð á Braga Valdimari vegna ofgnóttar „Black Friday“ auglýsinga: „Leiðinlegt þegar fyrirtæki detta í svona hjarðhegðun“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. nóvember 2016 22:27 Mörg fyrirtæki höfðu ekki fyrir því að snara Black Friday heitinu yfir á íslensku. Vísir/Hanna „Það sýður út úr eyrunum á mér í dag. Ég geng hérna um bölvandi og ragnandi yfir þessum Blökkuföstudegi sem tröllríður öllu,“ segir íslenskuunnandinn og auglýsingafrömuðurinn Bragi Valdimar Skúlason vegna hins svokallaða Svarta föstudags eða „Black Friday“. Samkvæmt bandarískri hefð buðu fjölmörg fyrirtæki hér á landi upp á afslætti í tilefni dagsins sem markar upphafið að jólaverslun í Bandaríkjunum. Í Bandaríkjunum gengur dagurinn undir nafninu Black Friday. Hefur hann sótt í sig veðrið hér á landi að undanförnu en athygli vakti að dagblöð dagsins voru yfirfull af auglýsingum í dag og magir auglýsendur nýttu enska heitið „Black Friday“ en ekki „Svartur föstudagur“ í sínum auglýsingum. „Þetta er rosalega leiðinlegt, þegar fyrirtæki detta í svona hjarðhegðun. Það eru allir svo hræddir um að missa af einhverju. Þeim finnst eitthvað púkalegt að finna eitthvað íslenskt fyrirbrigði til að byrja með,“ segir Bragi Valdimar sem var í viðtal í Reykjavík síðdegis á Bylgjunin fyrr í dag. Hann segir að ekki vanti nú orðin á íslensku sem hægt sé að nota til að snara „Black Friday“ heitinu yfir á íslensku. „Það er komið fjárdagur og hið gamla góða föstudagur til fjár sem væri eðlilegast á þetta. Föstudagurinn blakki og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Bragi Valdimar. Hann óttast að íslenskan sé komin í annað sætið á eftir enskunni víða í samfélaginu. Þrátt fyrir að hingað sæki fjöldi ferðamanna sem fyrirtæki vilji lokka í viðskipti til sín sé ekki þar með sagt að enskan þurfi að hafa yfirhöndina. „Það er alveg hægt að tala við þá án þess að garga það í eyrun á öllum. Auk þess koma útlendingar hingað til að sjá Ísland og finnst gaman og sjá og heyra íslensku talaða og skrifaða,“ segir Bragi Valdimar. Hann segir að fólki sé misboðið og að það verði hreinlega að tuða svolítið yfir þessu til að koma fyrirtækjum og auglýsendum í skilning um um að nóg sé til af orðum á íslensku. „Fyrst að við erum að reyna að lufsast með þetta mál okkar þá er ágætt að reyna að halda því við, það er nóg til af orðum.“ Tengdar fréttir Svartur föstudagur kominn til með að vera á Íslandi Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að engan hafi órað fyrir því hversu hratt verslun á Svörtum föstudegi hefur aukist 25. nóvember 2016 20:00 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
„Það sýður út úr eyrunum á mér í dag. Ég geng hérna um bölvandi og ragnandi yfir þessum Blökkuföstudegi sem tröllríður öllu,“ segir íslenskuunnandinn og auglýsingafrömuðurinn Bragi Valdimar Skúlason vegna hins svokallaða Svarta föstudags eða „Black Friday“. Samkvæmt bandarískri hefð buðu fjölmörg fyrirtæki hér á landi upp á afslætti í tilefni dagsins sem markar upphafið að jólaverslun í Bandaríkjunum. Í Bandaríkjunum gengur dagurinn undir nafninu Black Friday. Hefur hann sótt í sig veðrið hér á landi að undanförnu en athygli vakti að dagblöð dagsins voru yfirfull af auglýsingum í dag og magir auglýsendur nýttu enska heitið „Black Friday“ en ekki „Svartur föstudagur“ í sínum auglýsingum. „Þetta er rosalega leiðinlegt, þegar fyrirtæki detta í svona hjarðhegðun. Það eru allir svo hræddir um að missa af einhverju. Þeim finnst eitthvað púkalegt að finna eitthvað íslenskt fyrirbrigði til að byrja með,“ segir Bragi Valdimar sem var í viðtal í Reykjavík síðdegis á Bylgjunin fyrr í dag. Hann segir að ekki vanti nú orðin á íslensku sem hægt sé að nota til að snara „Black Friday“ heitinu yfir á íslensku. „Það er komið fjárdagur og hið gamla góða föstudagur til fjár sem væri eðlilegast á þetta. Föstudagurinn blakki og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Bragi Valdimar. Hann óttast að íslenskan sé komin í annað sætið á eftir enskunni víða í samfélaginu. Þrátt fyrir að hingað sæki fjöldi ferðamanna sem fyrirtæki vilji lokka í viðskipti til sín sé ekki þar með sagt að enskan þurfi að hafa yfirhöndina. „Það er alveg hægt að tala við þá án þess að garga það í eyrun á öllum. Auk þess koma útlendingar hingað til að sjá Ísland og finnst gaman og sjá og heyra íslensku talaða og skrifaða,“ segir Bragi Valdimar. Hann segir að fólki sé misboðið og að það verði hreinlega að tuða svolítið yfir þessu til að koma fyrirtækjum og auglýsendum í skilning um um að nóg sé til af orðum á íslensku. „Fyrst að við erum að reyna að lufsast með þetta mál okkar þá er ágætt að reyna að halda því við, það er nóg til af orðum.“
Tengdar fréttir Svartur föstudagur kominn til með að vera á Íslandi Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að engan hafi órað fyrir því hversu hratt verslun á Svörtum föstudegi hefur aukist 25. nóvember 2016 20:00 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Svartur föstudagur kominn til með að vera á Íslandi Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að engan hafi órað fyrir því hversu hratt verslun á Svörtum föstudegi hefur aukist 25. nóvember 2016 20:00