Sauð á Braga Valdimari vegna ofgnóttar „Black Friday“ auglýsinga: „Leiðinlegt þegar fyrirtæki detta í svona hjarðhegðun“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. nóvember 2016 22:27 Mörg fyrirtæki höfðu ekki fyrir því að snara Black Friday heitinu yfir á íslensku. Vísir/Hanna „Það sýður út úr eyrunum á mér í dag. Ég geng hérna um bölvandi og ragnandi yfir þessum Blökkuföstudegi sem tröllríður öllu,“ segir íslenskuunnandinn og auglýsingafrömuðurinn Bragi Valdimar Skúlason vegna hins svokallaða Svarta föstudags eða „Black Friday“. Samkvæmt bandarískri hefð buðu fjölmörg fyrirtæki hér á landi upp á afslætti í tilefni dagsins sem markar upphafið að jólaverslun í Bandaríkjunum. Í Bandaríkjunum gengur dagurinn undir nafninu Black Friday. Hefur hann sótt í sig veðrið hér á landi að undanförnu en athygli vakti að dagblöð dagsins voru yfirfull af auglýsingum í dag og magir auglýsendur nýttu enska heitið „Black Friday“ en ekki „Svartur föstudagur“ í sínum auglýsingum. „Þetta er rosalega leiðinlegt, þegar fyrirtæki detta í svona hjarðhegðun. Það eru allir svo hræddir um að missa af einhverju. Þeim finnst eitthvað púkalegt að finna eitthvað íslenskt fyrirbrigði til að byrja með,“ segir Bragi Valdimar sem var í viðtal í Reykjavík síðdegis á Bylgjunin fyrr í dag. Hann segir að ekki vanti nú orðin á íslensku sem hægt sé að nota til að snara „Black Friday“ heitinu yfir á íslensku. „Það er komið fjárdagur og hið gamla góða föstudagur til fjár sem væri eðlilegast á þetta. Föstudagurinn blakki og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Bragi Valdimar. Hann óttast að íslenskan sé komin í annað sætið á eftir enskunni víða í samfélaginu. Þrátt fyrir að hingað sæki fjöldi ferðamanna sem fyrirtæki vilji lokka í viðskipti til sín sé ekki þar með sagt að enskan þurfi að hafa yfirhöndina. „Það er alveg hægt að tala við þá án þess að garga það í eyrun á öllum. Auk þess koma útlendingar hingað til að sjá Ísland og finnst gaman og sjá og heyra íslensku talaða og skrifaða,“ segir Bragi Valdimar. Hann segir að fólki sé misboðið og að það verði hreinlega að tuða svolítið yfir þessu til að koma fyrirtækjum og auglýsendum í skilning um um að nóg sé til af orðum á íslensku. „Fyrst að við erum að reyna að lufsast með þetta mál okkar þá er ágætt að reyna að halda því við, það er nóg til af orðum.“ Tengdar fréttir Svartur föstudagur kominn til með að vera á Íslandi Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að engan hafi órað fyrir því hversu hratt verslun á Svörtum föstudegi hefur aukist 25. nóvember 2016 20:00 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira
„Það sýður út úr eyrunum á mér í dag. Ég geng hérna um bölvandi og ragnandi yfir þessum Blökkuföstudegi sem tröllríður öllu,“ segir íslenskuunnandinn og auglýsingafrömuðurinn Bragi Valdimar Skúlason vegna hins svokallaða Svarta föstudags eða „Black Friday“. Samkvæmt bandarískri hefð buðu fjölmörg fyrirtæki hér á landi upp á afslætti í tilefni dagsins sem markar upphafið að jólaverslun í Bandaríkjunum. Í Bandaríkjunum gengur dagurinn undir nafninu Black Friday. Hefur hann sótt í sig veðrið hér á landi að undanförnu en athygli vakti að dagblöð dagsins voru yfirfull af auglýsingum í dag og magir auglýsendur nýttu enska heitið „Black Friday“ en ekki „Svartur föstudagur“ í sínum auglýsingum. „Þetta er rosalega leiðinlegt, þegar fyrirtæki detta í svona hjarðhegðun. Það eru allir svo hræddir um að missa af einhverju. Þeim finnst eitthvað púkalegt að finna eitthvað íslenskt fyrirbrigði til að byrja með,“ segir Bragi Valdimar sem var í viðtal í Reykjavík síðdegis á Bylgjunin fyrr í dag. Hann segir að ekki vanti nú orðin á íslensku sem hægt sé að nota til að snara „Black Friday“ heitinu yfir á íslensku. „Það er komið fjárdagur og hið gamla góða föstudagur til fjár sem væri eðlilegast á þetta. Föstudagurinn blakki og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Bragi Valdimar. Hann óttast að íslenskan sé komin í annað sætið á eftir enskunni víða í samfélaginu. Þrátt fyrir að hingað sæki fjöldi ferðamanna sem fyrirtæki vilji lokka í viðskipti til sín sé ekki þar með sagt að enskan þurfi að hafa yfirhöndina. „Það er alveg hægt að tala við þá án þess að garga það í eyrun á öllum. Auk þess koma útlendingar hingað til að sjá Ísland og finnst gaman og sjá og heyra íslensku talaða og skrifaða,“ segir Bragi Valdimar. Hann segir að fólki sé misboðið og að það verði hreinlega að tuða svolítið yfir þessu til að koma fyrirtækjum og auglýsendum í skilning um um að nóg sé til af orðum á íslensku. „Fyrst að við erum að reyna að lufsast með þetta mál okkar þá er ágætt að reyna að halda því við, það er nóg til af orðum.“
Tengdar fréttir Svartur föstudagur kominn til með að vera á Íslandi Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að engan hafi órað fyrir því hversu hratt verslun á Svörtum föstudegi hefur aukist 25. nóvember 2016 20:00 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira
Svartur föstudagur kominn til með að vera á Íslandi Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að engan hafi órað fyrir því hversu hratt verslun á Svörtum föstudegi hefur aukist 25. nóvember 2016 20:00