Matís þátttakandi í risavöxnu verkefni Svavar Hávarðsson skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Hörður G. Kristinsson og Rósa Jónsdóttir, sérfræðingar hjá Matís, safna vannýttri auðlynd á Reykjanesi - íslensku þangi. Þekkingarfyrirtækið Matís, sem sinnir fjölbreyttu rannsókna-, þjónustu- og nýsköpunarstarfi í matvæla- og líftækniiðnaði, hefur tryggt sér þátttöku í umfangsmiklu samevrópsku verkefni. Þar koma saman tugir leiðandi fyrirtækja, rannsókna- og menntastofnana til að finna leiðir til nýsköpunar á heimsmælikvarða og ýta undir frumkvöðlastarf innan álfunnar. Nýsköpunar- og tæknistofnun Evrópu (EIT) fjárfestir í verkefnunum fram til ársins 2020 fyrir 2,4 milljarða evra eða 290 milljarða íslenskra króna. Heildarfjárfestingin mun stappa nærri tíu milljörðum evra, eða 1.200 milljörðum íslenskra króna en þátttakendur fjármagna 75% af rannsóknunum sjálfir.Evrópa er á eftirHörður G. Kristinsson, rannsókna- og nýsköpunarstjóri Matís, segir áætlunina byggjast á nýrri hugsun og snúa að átta sértækum verkefnum (Knowledge Innovation Community – KIC), og þar af eitt sem snýst um matvæli og nýsköpun í matvælaiðnaðinum í Evrópu (EIT Food). Þar er snertipunktur Matís við áætlunina, en tilurð hennar er sú staðreynd að Evrópa hefur verið að dragast aftur úr í nýsköpun og mikil áhersla sé lögð á að snúa þeirri þróun við. Verkefnin átta (KIC) séu lykiltól til þess; þau eru sjálfstæðar einingar með forstjóra og framkvæmdastjórn og ráða því hvernig fénu er ráðstafað innan hópsins, eftir ákveðnum reglum sem hópurinn setur sér. Í hnotskurn er hlutverk KIC-verkefnanna að auka samkeppnis- og nýsköpunarhæfni Evrópu. Stuðla að auknum vexti efnahagslífsins með þróun og uppbyggingu nýrra fyrirtækja, og fjölga störfum með því að þróa nýjar vörur og þjónustu. Eins, og ekki síst, að þjálfa næstu kynslóð frumkvöðla.Hörður G. Kristinsson og Rósa Jónsdóttir, sérfræðingar hjá Matís, safna vannýttri auðlind á Reykjanesi – íslensku þangi.Mynd/Torfi Agnarsson„Matís er einn af aðeins tveimur þátttakendum frá Norðurlöndunum sem eru meðlimir í EIT Food og er litið sérstaklega til okkar hvað varðar þekkingu og hæfni þegar kemur að rannsóknum og þróun á afurðum og efnum úr hafinu og ferlum tengdum þeim, eða bláa lífhagkerfinu. Þetta er gríðarlega mikil viðurkenning fyrir Matís og þá vinnu sem okkar frábæra starfsfólk hefur unnið síðustu ár, sem og Ísland. Það má segja að þetta hafi lyft okkur úr fyrstu deild yfir í meistaradeildina,“ segir Hörður og bætir við að umsóknarferlið fyrir einstök verkefni sé afar umfangsmikið og samkeppnin um styrkféð sé gríðarleg.Án fordæma„EIT Food er verkefnið sem vann eftir mikla vinnu og mjög stranga síu. Það er til sjö ára. Fimmtíu aðilar frá þrettán löndum koma að því; allt fyrirtæki, háskólar og rannsóknastofnanir eða fyrirtæki sem eru fremst á sínu sviði í Evrópu og heiminum,“ segir Hörður og nefnir tvö stærstu matvælafyrirtæki heims, Nestlé og PepsiCo. Einnig Givaudan sem er stærsti bragðefnaframleiðandi heims, fyrirtækin DSM, Roquette, Nielsen, Siemens og Bosch. Einnig taka háskólarnir í Cambridge, ETH Zürich og Tækniháskólinn í München þátt. Önnur öflug rannsóknafyrirtæki, eða stofnanir, í verkefninu ásamt Matís eru m.a. VTT í Finnlandi, Fraunhofer í Þýskalandi og Azti á Spáni. EIT mun á næstu sjö árum setja allt að 48 milljörðum króna í verkefnið gegn 145 milljarða mótframlagi þátttakenda. „Heildarfjárfestingin er því allra stærsta aðgerð sem farið hefur verið í í Evrópu á sviði matvælarannsókna,“ segir Hörður.Þungamiðja umbyltingaEn hvaða áskoranir ætla þátttakendur, og Matís þeirra á meðal, að takast á við? „Það verður sett saman sjö ára viðskiptaáætlun á næsta ári til að móta hvernig við sem hópur ætlum að takast á við nokkrar stórar áskoranir sem Evrópa er að kljást við hvað varðar matvælageirann og neytendur. Við ætlum okkur að gera Evrópu að þungamiðju umbyltinga í nýsköpun og framleiðslu á matvælum og fá neytendur beint að borðinu í þessu ferli og þróa 290 nýjar eða bættar afurðir, þjónustu og ferla. Við ætlum einnig að styðja við og skapa 350 ný fyrirtæki, þjálfa yfir 10.000 nemendur í framhaldsnámi og fagaðila í matvælafræði og tengdum greinum fyrir 2024 auk þess að draga um 40% úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda í evrópska matvælageiranum fyrir 2030,“ segir Hörður og nefnir dæmi. „Matís mun taka virkan þátt í öllu verkefninu en við verðum með sérstaklega stórt hlutverk hvað varðar sjávarfang og innihaldsefni unnin úr sjávarfangi og vannýttu hráefni úr hafinu. Það eru mikil tækifæri í matvælaiðnaðnum hvað varðar notkun á hráefnum og innihaldsefnum úr hafinu til að mæta þörfum framtíðarneytenda. Neytandinn verður miðpunkturinn í þessu mikla verkefni en við munum draga hann að borðinu til að hjálpa okkur að umbylta evrópska matvælageiranum. Þetta verkefni opnar gríðarleg tækifæri fyrir okkur og Ísland og tengir okkur föstum böndum við afar öflugan hóp fyrirtækja, háskóla og rannsóknastofnana,“ segir Hörður. Risavaxið verkefni í hnotskurnSjö ára viðskiptaáætlun sett upp á næsta ári.Þróa á 290 nýjar eða bættar afurðir, þjónustu og ferla.Styðja á við og skapa 350 ný fyrirtæki, þjálfa yfir 10.000 nemendur í framhaldsnámi og fagaðila í matvælafræði og tengdum greinum fyrir 2024.Stefnt á að draga um 40% úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda í evrópska matvælageiranum fyrir 2030.Nýsköpunar- og tæknistofnun Evrópu (EIT) fjárfestir í verkefnunum fram til ársins 2020 fyrir 2,4 milljarða evra eða 290 milljarða íslenskra króna.Heildarfjárfestingin nemur 1.200 milljörðum íslenskra króna en þátttakendur fjármagna 75% af rannsóknunum sjálfir.Matís starfar beint og óbeint með Nestlé og PepsiCo, Givaudan sem er stærsti bragðefnaframleiðandi heims, fyrirtækjunum DSM, Roquette, Nielsen, Siemens og Bosch.Háskólarnir í Cambridge, ETH Zürich og Tækniháskólinn í München taka þátt.Önnur öflug rannsóknafyrirtæki, eða stofnanir, í verkefninu ásamt Matís eru m.a. VTT í Finnlandi, Fraunhofer í Þýskalandi og Azti á Spáni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
Þekkingarfyrirtækið Matís, sem sinnir fjölbreyttu rannsókna-, þjónustu- og nýsköpunarstarfi í matvæla- og líftækniiðnaði, hefur tryggt sér þátttöku í umfangsmiklu samevrópsku verkefni. Þar koma saman tugir leiðandi fyrirtækja, rannsókna- og menntastofnana til að finna leiðir til nýsköpunar á heimsmælikvarða og ýta undir frumkvöðlastarf innan álfunnar. Nýsköpunar- og tæknistofnun Evrópu (EIT) fjárfestir í verkefnunum fram til ársins 2020 fyrir 2,4 milljarða evra eða 290 milljarða íslenskra króna. Heildarfjárfestingin mun stappa nærri tíu milljörðum evra, eða 1.200 milljörðum íslenskra króna en þátttakendur fjármagna 75% af rannsóknunum sjálfir.Evrópa er á eftirHörður G. Kristinsson, rannsókna- og nýsköpunarstjóri Matís, segir áætlunina byggjast á nýrri hugsun og snúa að átta sértækum verkefnum (Knowledge Innovation Community – KIC), og þar af eitt sem snýst um matvæli og nýsköpun í matvælaiðnaðinum í Evrópu (EIT Food). Þar er snertipunktur Matís við áætlunina, en tilurð hennar er sú staðreynd að Evrópa hefur verið að dragast aftur úr í nýsköpun og mikil áhersla sé lögð á að snúa þeirri þróun við. Verkefnin átta (KIC) séu lykiltól til þess; þau eru sjálfstæðar einingar með forstjóra og framkvæmdastjórn og ráða því hvernig fénu er ráðstafað innan hópsins, eftir ákveðnum reglum sem hópurinn setur sér. Í hnotskurn er hlutverk KIC-verkefnanna að auka samkeppnis- og nýsköpunarhæfni Evrópu. Stuðla að auknum vexti efnahagslífsins með þróun og uppbyggingu nýrra fyrirtækja, og fjölga störfum með því að þróa nýjar vörur og þjónustu. Eins, og ekki síst, að þjálfa næstu kynslóð frumkvöðla.Hörður G. Kristinsson og Rósa Jónsdóttir, sérfræðingar hjá Matís, safna vannýttri auðlind á Reykjanesi – íslensku þangi.Mynd/Torfi Agnarsson„Matís er einn af aðeins tveimur þátttakendum frá Norðurlöndunum sem eru meðlimir í EIT Food og er litið sérstaklega til okkar hvað varðar þekkingu og hæfni þegar kemur að rannsóknum og þróun á afurðum og efnum úr hafinu og ferlum tengdum þeim, eða bláa lífhagkerfinu. Þetta er gríðarlega mikil viðurkenning fyrir Matís og þá vinnu sem okkar frábæra starfsfólk hefur unnið síðustu ár, sem og Ísland. Það má segja að þetta hafi lyft okkur úr fyrstu deild yfir í meistaradeildina,“ segir Hörður og bætir við að umsóknarferlið fyrir einstök verkefni sé afar umfangsmikið og samkeppnin um styrkféð sé gríðarleg.Án fordæma„EIT Food er verkefnið sem vann eftir mikla vinnu og mjög stranga síu. Það er til sjö ára. Fimmtíu aðilar frá þrettán löndum koma að því; allt fyrirtæki, háskólar og rannsóknastofnanir eða fyrirtæki sem eru fremst á sínu sviði í Evrópu og heiminum,“ segir Hörður og nefnir tvö stærstu matvælafyrirtæki heims, Nestlé og PepsiCo. Einnig Givaudan sem er stærsti bragðefnaframleiðandi heims, fyrirtækin DSM, Roquette, Nielsen, Siemens og Bosch. Einnig taka háskólarnir í Cambridge, ETH Zürich og Tækniháskólinn í München þátt. Önnur öflug rannsóknafyrirtæki, eða stofnanir, í verkefninu ásamt Matís eru m.a. VTT í Finnlandi, Fraunhofer í Þýskalandi og Azti á Spáni. EIT mun á næstu sjö árum setja allt að 48 milljörðum króna í verkefnið gegn 145 milljarða mótframlagi þátttakenda. „Heildarfjárfestingin er því allra stærsta aðgerð sem farið hefur verið í í Evrópu á sviði matvælarannsókna,“ segir Hörður.Þungamiðja umbyltingaEn hvaða áskoranir ætla þátttakendur, og Matís þeirra á meðal, að takast á við? „Það verður sett saman sjö ára viðskiptaáætlun á næsta ári til að móta hvernig við sem hópur ætlum að takast á við nokkrar stórar áskoranir sem Evrópa er að kljást við hvað varðar matvælageirann og neytendur. Við ætlum okkur að gera Evrópu að þungamiðju umbyltinga í nýsköpun og framleiðslu á matvælum og fá neytendur beint að borðinu í þessu ferli og þróa 290 nýjar eða bættar afurðir, þjónustu og ferla. Við ætlum einnig að styðja við og skapa 350 ný fyrirtæki, þjálfa yfir 10.000 nemendur í framhaldsnámi og fagaðila í matvælafræði og tengdum greinum fyrir 2024 auk þess að draga um 40% úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda í evrópska matvælageiranum fyrir 2030,“ segir Hörður og nefnir dæmi. „Matís mun taka virkan þátt í öllu verkefninu en við verðum með sérstaklega stórt hlutverk hvað varðar sjávarfang og innihaldsefni unnin úr sjávarfangi og vannýttu hráefni úr hafinu. Það eru mikil tækifæri í matvælaiðnaðnum hvað varðar notkun á hráefnum og innihaldsefnum úr hafinu til að mæta þörfum framtíðarneytenda. Neytandinn verður miðpunkturinn í þessu mikla verkefni en við munum draga hann að borðinu til að hjálpa okkur að umbylta evrópska matvælageiranum. Þetta verkefni opnar gríðarleg tækifæri fyrir okkur og Ísland og tengir okkur föstum böndum við afar öflugan hóp fyrirtækja, háskóla og rannsóknastofnana,“ segir Hörður. Risavaxið verkefni í hnotskurnSjö ára viðskiptaáætlun sett upp á næsta ári.Þróa á 290 nýjar eða bættar afurðir, þjónustu og ferla.Styðja á við og skapa 350 ný fyrirtæki, þjálfa yfir 10.000 nemendur í framhaldsnámi og fagaðila í matvælafræði og tengdum greinum fyrir 2024.Stefnt á að draga um 40% úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda í evrópska matvælageiranum fyrir 2030.Nýsköpunar- og tæknistofnun Evrópu (EIT) fjárfestir í verkefnunum fram til ársins 2020 fyrir 2,4 milljarða evra eða 290 milljarða íslenskra króna.Heildarfjárfestingin nemur 1.200 milljörðum íslenskra króna en þátttakendur fjármagna 75% af rannsóknunum sjálfir.Matís starfar beint og óbeint með Nestlé og PepsiCo, Givaudan sem er stærsti bragðefnaframleiðandi heims, fyrirtækjunum DSM, Roquette, Nielsen, Siemens og Bosch.Háskólarnir í Cambridge, ETH Zürich og Tækniháskólinn í München taka þátt.Önnur öflug rannsóknafyrirtæki, eða stofnanir, í verkefninu ásamt Matís eru m.a. VTT í Finnlandi, Fraunhofer í Þýskalandi og Azti á Spáni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira