Leita að heimili handa köttum sem var bjargað úr iðnaðarhúsnæði Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 13. febrúar 2016 19:58 Dýrahjálp Íslands leitar nú að heimilum fyrir ketti sem Matvælastofnun bjargaði úr iðnaðarhúsnæði í Reykjavík í október. Dýralæknir segist aldrei hafa séð dýr í jafn slæmu ásigkomulagi og kettina þegar þeir fundust, en þeir eru nú fjórum mánuðum seinna, farnir að braggast. Agnes Helga Martin dýralæknir sagðist aðspurð ekki hafa séð jafn slæmt mál áður. „Ekki eins og þeir litu út út af sýkingunni. Ef kettirnir hefðu verið bólusettir fyrir, sem þeir voru náttúrlega ekki, þá hefði þetta ekkert verið svona. Þannig að nei, sem betur fer sér maður þetta ekki. Flestir sem eiga dýr hugsa vel um þau, og setja þá í fyrirbyggjandi bólusetningar.“ Starfsmenn Matvælastofnunar björguðu fimmtíu köttum úr iðnaðarhúsnæði í Reykjavík í byrjun október með aðstoð lögreglu. Köttunum var haldið við bágar aðstæður þar sem umönnun og þrifnaði var verulega ábótavant, eins og sést á þessum myndum, en umráðamaður húsnæðisins, kona á sjötugsaldri, var handtekinn. Síðan þá hafa kettirnir verið á fósturheimilum á meðan þeir hafa fengið viðeigandi bólusetningar og meðferðir hjá dýralækni. Sjálfboðaliðar hjá Dýrahjálp Íslands leita að heimilum fyrir kettina á ættleiðingardögum á Korputorgi næstkomandi sunnudag, svo saga þeirra fái farsælan endi. Helena Rafnsdóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrahjálp Íslands, sagði suma kettina hræddari en aðra og taki tíma fyrir þá að jafna sig. „Ef þeir fá þetta rétta heimili og þá ást og umhyggju sem þeir þurfa, þá eru þeir 100 prósent.“ Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fleiri fréttir Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Sjá meira
Dýrahjálp Íslands leitar nú að heimilum fyrir ketti sem Matvælastofnun bjargaði úr iðnaðarhúsnæði í Reykjavík í október. Dýralæknir segist aldrei hafa séð dýr í jafn slæmu ásigkomulagi og kettina þegar þeir fundust, en þeir eru nú fjórum mánuðum seinna, farnir að braggast. Agnes Helga Martin dýralæknir sagðist aðspurð ekki hafa séð jafn slæmt mál áður. „Ekki eins og þeir litu út út af sýkingunni. Ef kettirnir hefðu verið bólusettir fyrir, sem þeir voru náttúrlega ekki, þá hefði þetta ekkert verið svona. Þannig að nei, sem betur fer sér maður þetta ekki. Flestir sem eiga dýr hugsa vel um þau, og setja þá í fyrirbyggjandi bólusetningar.“ Starfsmenn Matvælastofnunar björguðu fimmtíu köttum úr iðnaðarhúsnæði í Reykjavík í byrjun október með aðstoð lögreglu. Köttunum var haldið við bágar aðstæður þar sem umönnun og þrifnaði var verulega ábótavant, eins og sést á þessum myndum, en umráðamaður húsnæðisins, kona á sjötugsaldri, var handtekinn. Síðan þá hafa kettirnir verið á fósturheimilum á meðan þeir hafa fengið viðeigandi bólusetningar og meðferðir hjá dýralækni. Sjálfboðaliðar hjá Dýrahjálp Íslands leita að heimilum fyrir kettina á ættleiðingardögum á Korputorgi næstkomandi sunnudag, svo saga þeirra fái farsælan endi. Helena Rafnsdóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrahjálp Íslands, sagði suma kettina hræddari en aðra og taki tíma fyrir þá að jafna sig. „Ef þeir fá þetta rétta heimili og þá ást og umhyggju sem þeir þurfa, þá eru þeir 100 prósent.“
Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fleiri fréttir Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Sjá meira