Innlent

Viðreisn auglýsir eftir frambjóðendum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Af stofnfundi Viðreisnar í Hörpu.
Af stofnfundi Viðreisnar í Hörpu. vísir/Stefán
Stjórn Viðreisnar leitar nú að frambjóðendum á framboðslista flokksins fyrir komandi kosningar. Stefnt er að því að halda kosningar 29. október og ætlar Viðreisn að bjóða fram í öllum kjördæmum landsins.

Í tilkynningu frá Viðreisn segir að leitað sé eftir „kraftmiklum, jákvæðum, traustum og heiðarlegum einstaklingum“ á framboðslista flokksins og að lögð sé áhersla á fá fólk með fjölbreytta reynslu og þekkingu veljist á framboðslista flokksins. Þá verði konum og körlum skipað jafnt til sætis á framboðslistum Viðreisnar.

Áhugasömum er bent á að hafa samband við formann uppstillingarnefndar í hverju kjördæmi fyrir sig fyrir laugardaginn 20. ágúst.

Stjórnmálaflokkurinn Viðreisn var formlega stofnaður 24. maí síðastliðinn en hátt í 400 manns sóttu stofnfundinn sem haldinn var í Hörpu. Hefur Viðreisn fengið listabókstafinn C fyrir komandi kosningar.

Í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 15. til 22. júlí síðastliðinn mældist Viðreisn með 9,4 prósent fylgi og hafði þá bætt við sig frá síðustu könnunn þegar flokkurinn mældist með 6,7 prósent fylgi. Mældist flokkurinn með fjórða mesta fylgi allra flokka og meira fylgi en Samfylkingin og Vinstri hreyfingin - Grænt framboð.


Tengdar fréttir

Flokksvélarnar ræstar eftir sumarfrí

"Mér þykir það ekki boðlegt að við förum af stað í þessa vinnu án þess að vita hvenær þingið eigi að klárast,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar ætla að funda áður en Alþingi kemur saman til að ræða hvernig megi knýja fram dagsetningu Alþingiskosninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×