Félag múslima: Allt uppi á borðinu með fjármögnun moskunnar Bjarki Ármannsson skrifar 15. febrúar 2016 13:30 Salmann Tamimi er formaður Félags múslima á Íslandi, sem hyggst reisa mosku á lóð í Sogamýri í Reykjavík. Vísir Félagi múslima á Íslandi hefur borist erindi Reykjavíkurborgar, þar sem farið er fram á upplýsingar um hvernig staðið verður að fjármögnun byggingar mosku félagsins í Sogamýri. Salmann Tamimi, formaður félagsins, segist sammála borgarstjórn um að æskilegt sé að upplýsingar sem þessar liggi fyrir og ítrekar að engir fjármunir hafi borist frá Sádi-Arabíu vegna byggingarinnar.Greint var frá því í síðustu viku að Reykjavíkurborg myndi biðja alla þá trúarsöfnuði sem fengið hafa úthlutað lóðum hjá borginni undir fyrirhugaðar byggingar um upplýsingar um fjármögnun bygginganna. Meðal þeirra safnaða er Félag múslima á Íslandi, en tæplega ár er liðið frá því að embætti Forseta Íslands hélt því fram að yfirvöld í Sádi-Arabíu hygðust styðja byggingu moskunnar í Sogamýri. Stofnun múslima á Íslandi, sem á og rekur Ýmishúsið í Skógarhlíð þar sem Menningarsetur múslima er til húsa, hefur síðan sagst hafa fengið styrkinn frá Sádi-Arabíu. Salmann segir Félag múslima ekki taka við fé frá neinni erlendri ríkisstjórn og að Sádi-Arabar muni ekki styrkja byggingu moskunnar.Vill að öll fjármögnunin eigi sér stað hérlendis „Við erum ekkert í þessum fína hóp með Sádi-Aröbum, ég kallaði þá fasista og þeir eru ábyggilega reiðir út í mig,“ segir Salmann og hlær. „Við fáum ekki krónu frá þeim, það er alveg á hreinu.“Vinningstillagan í samkeppni um hönnun moskunnar í Sogamýri.Mynd/Atli BergmannSalmann segir félagið ætla að svara borginni á næstunni, þó honum finnist hann vera búinn að svara því hvernig staðið verði að fjármögnuninni.Sjá einnig: Fréttaflutningur forseta Íslands veldur usla „Ég er búinn að fara í sjónvarpið og segja að við ætlum bara að láta félagana okkar borga,“ segir hann. „Þetta er náttúrulega mjög erfitt en við treystum á að fólk borgi. Ég vil náttúrulega að öll fjármögnunin eigi sér stað hérna. Ég er búin að skrifa félögum á Norðurlöndunum, Danmörku og Svíþjóð, og biðja um aðstoð. En við tökum við ekki við neinu frá neinni ríkisstjórn, það er alveg á hreinu.“ Salmann segist sjálfur upplifa það þannig að beiðnin frá borginni beinist fyrst og fremst að sínu trúfélagi og hefur áhyggjur af því að verið sé að gera söfnunina tortryggilega með því að biðja um þessar upplýsingar nú. Hann ætlar að koma athugasemdum þess efnis áfram til borgarinnar þegar félagið svarar en ítrekar þó að allt sé uppi á borðinu hjá Félagi múslima varðandi byggingu moskunnar. „Það er ekkert hjá okkur sem er ekki opinbert, það er alveg vitað hvernig við vinnum.“ Tengdar fréttir Menningarsetur múslima kannast ekki við milljónagjöf Sádi Arabíu Ahmad Seddeq segir að félaginu hafi aldrei verið boðin slík gjöf. 5. mars 2015 20:51 Borgin leitar svara um fjármögnun moskunnar Trúfélög verða beðin um upplýsingar um fjármögnun bygginga á lóðum frá borginni. 8. febrúar 2016 21:30 Fréttaflutningur forseta Íslands veldur usla Sverrir Agnarsson einn talar fyrir hönd Félags múslíma á Íslandi. 6. mars 2015 09:37 Svona mun fyrsta íslenska moskan líta út Vinningstillagan í samkeppni um hönnun moskunnar sem til stendur að reisa í Reykjavík var kynnt í dag. 26. nóvember 2015 16:51 Félag íslenskra múslima vill ekki gjöf Sádi Arabíu „Við myndum aldrei þiggja neinar gjafir frá ríkisstjórn sem virðir ekki mannréttindi fólksins síns, brýtur á þeim og styðja hryðjuverk í Mið-Austurlöndum,“ segir Salmann Tamimi. 5. mars 2015 19:02 Mest lesið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Fleiri fréttir Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum Sjá meira
Félagi múslima á Íslandi hefur borist erindi Reykjavíkurborgar, þar sem farið er fram á upplýsingar um hvernig staðið verður að fjármögnun byggingar mosku félagsins í Sogamýri. Salmann Tamimi, formaður félagsins, segist sammála borgarstjórn um að æskilegt sé að upplýsingar sem þessar liggi fyrir og ítrekar að engir fjármunir hafi borist frá Sádi-Arabíu vegna byggingarinnar.Greint var frá því í síðustu viku að Reykjavíkurborg myndi biðja alla þá trúarsöfnuði sem fengið hafa úthlutað lóðum hjá borginni undir fyrirhugaðar byggingar um upplýsingar um fjármögnun bygginganna. Meðal þeirra safnaða er Félag múslima á Íslandi, en tæplega ár er liðið frá því að embætti Forseta Íslands hélt því fram að yfirvöld í Sádi-Arabíu hygðust styðja byggingu moskunnar í Sogamýri. Stofnun múslima á Íslandi, sem á og rekur Ýmishúsið í Skógarhlíð þar sem Menningarsetur múslima er til húsa, hefur síðan sagst hafa fengið styrkinn frá Sádi-Arabíu. Salmann segir Félag múslima ekki taka við fé frá neinni erlendri ríkisstjórn og að Sádi-Arabar muni ekki styrkja byggingu moskunnar.Vill að öll fjármögnunin eigi sér stað hérlendis „Við erum ekkert í þessum fína hóp með Sádi-Aröbum, ég kallaði þá fasista og þeir eru ábyggilega reiðir út í mig,“ segir Salmann og hlær. „Við fáum ekki krónu frá þeim, það er alveg á hreinu.“Vinningstillagan í samkeppni um hönnun moskunnar í Sogamýri.Mynd/Atli BergmannSalmann segir félagið ætla að svara borginni á næstunni, þó honum finnist hann vera búinn að svara því hvernig staðið verði að fjármögnuninni.Sjá einnig: Fréttaflutningur forseta Íslands veldur usla „Ég er búinn að fara í sjónvarpið og segja að við ætlum bara að láta félagana okkar borga,“ segir hann. „Þetta er náttúrulega mjög erfitt en við treystum á að fólk borgi. Ég vil náttúrulega að öll fjármögnunin eigi sér stað hérna. Ég er búin að skrifa félögum á Norðurlöndunum, Danmörku og Svíþjóð, og biðja um aðstoð. En við tökum við ekki við neinu frá neinni ríkisstjórn, það er alveg á hreinu.“ Salmann segist sjálfur upplifa það þannig að beiðnin frá borginni beinist fyrst og fremst að sínu trúfélagi og hefur áhyggjur af því að verið sé að gera söfnunina tortryggilega með því að biðja um þessar upplýsingar nú. Hann ætlar að koma athugasemdum þess efnis áfram til borgarinnar þegar félagið svarar en ítrekar þó að allt sé uppi á borðinu hjá Félagi múslima varðandi byggingu moskunnar. „Það er ekkert hjá okkur sem er ekki opinbert, það er alveg vitað hvernig við vinnum.“
Tengdar fréttir Menningarsetur múslima kannast ekki við milljónagjöf Sádi Arabíu Ahmad Seddeq segir að félaginu hafi aldrei verið boðin slík gjöf. 5. mars 2015 20:51 Borgin leitar svara um fjármögnun moskunnar Trúfélög verða beðin um upplýsingar um fjármögnun bygginga á lóðum frá borginni. 8. febrúar 2016 21:30 Fréttaflutningur forseta Íslands veldur usla Sverrir Agnarsson einn talar fyrir hönd Félags múslíma á Íslandi. 6. mars 2015 09:37 Svona mun fyrsta íslenska moskan líta út Vinningstillagan í samkeppni um hönnun moskunnar sem til stendur að reisa í Reykjavík var kynnt í dag. 26. nóvember 2015 16:51 Félag íslenskra múslima vill ekki gjöf Sádi Arabíu „Við myndum aldrei þiggja neinar gjafir frá ríkisstjórn sem virðir ekki mannréttindi fólksins síns, brýtur á þeim og styðja hryðjuverk í Mið-Austurlöndum,“ segir Salmann Tamimi. 5. mars 2015 19:02 Mest lesið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Fleiri fréttir Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum Sjá meira
Menningarsetur múslima kannast ekki við milljónagjöf Sádi Arabíu Ahmad Seddeq segir að félaginu hafi aldrei verið boðin slík gjöf. 5. mars 2015 20:51
Borgin leitar svara um fjármögnun moskunnar Trúfélög verða beðin um upplýsingar um fjármögnun bygginga á lóðum frá borginni. 8. febrúar 2016 21:30
Fréttaflutningur forseta Íslands veldur usla Sverrir Agnarsson einn talar fyrir hönd Félags múslíma á Íslandi. 6. mars 2015 09:37
Svona mun fyrsta íslenska moskan líta út Vinningstillagan í samkeppni um hönnun moskunnar sem til stendur að reisa í Reykjavík var kynnt í dag. 26. nóvember 2015 16:51
Félag íslenskra múslima vill ekki gjöf Sádi Arabíu „Við myndum aldrei þiggja neinar gjafir frá ríkisstjórn sem virðir ekki mannréttindi fólksins síns, brýtur á þeim og styðja hryðjuverk í Mið-Austurlöndum,“ segir Salmann Tamimi. 5. mars 2015 19:02