Murray: Sharapova verður að taka sinni refsingu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. mars 2016 10:00 Sharapova og Murray eru hér saman á tennisvellinum árið 2014. Vísir/Getty Andy Murray, einn besti tennismaður heims, segir að Maria Sharapova verði að axla fulla ábyrgð og taka þeirri refsingu sem hún fær fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi. Sharapova greindi frá því fyrr í vikunni að hún hefði fallið fyrir að taka inn lyfið meldóníum. Það hefur gert af heilsufarsástæðum, að eigin sögn, undanfarin tíu ár en lyfið var sett á bannlista nú um áramótin. Sjá einnig: Var Sharapova með kransæðasjúkdóm? Tíðindin hafa vakið gríðarlega athygli um allan heim og ekki aðeins í heimi tennisíþróttarinnar. Talið er að fleiri íþróttamenn, sérstaklega í austur-Evrópu, hafi notað lyfið reglulega. „Það er enginn vafi á því að ef maður tekur inn lyf sem bæta frammistöðu manns og fellur svo á lyfjaprófi að þá verður að dæma mann í bann,“ sagði Murray sem er í öðru sæti heimslistans í einliðaleik karla. Sjá einnig: Hvað er meldóníum? „Mér skilst að 55 íþróttamenn hafi fallið út af þessu lyfi síðan um áramóti,“ sagði Murray enn frekar. „Mér finnst það skrýtið að þetta sé hjartalyf og að svo margir íþróttamenn í fremstu röð þjáist af hjartaveiki. Það finnst mér einkennilegt.“ Hann segir enn fremur að tennisíþróttin þurfi að gera meira til að berjast gegn ólöglegri lyfjanotkun. „Þetta er betra en það var fyrir nokkrum árum síðan. Ég fór í mörg lyfjapróf í fyrra en aðeins tvisvar á þessu ári. Það er ekki nóg.“ Tennis Tengdar fréttir „Var Sharapova með kransæðasjúkdóm?“ Teitur Guðmundsson, læknir, veltir því fyrir sér hvort það sé í lagi að svindla ef enginn fatti það. 9. mars 2016 08:44 Sharapova fékk fimm viðvaranir Tók inn lyf í áratug sem fór á bannlista á áramótin. Sharapova féll á lyfjaprófi nokkrum vikum síðar. 10. mars 2016 08:15 Tennisdrottning hrynur af stalli Tekjuhæsta íþróttakona heims undanfarin ellefu ár féll á lyfjaprófi. Ber við sig kæruleysi en gengst við brotum sínum. Gæti fengið allt að fjögurra ára bann. 9. mars 2016 06:00 „Íþróttamenn munu deyja vegna bannsins“ Maðurinn sem fann upp á lyfinu meldóníum segir að það muni hafa alvarlegar afleiðingar að banna það. 10. mars 2016 09:45 Hvað er meldóníum? "Það er lyf sem er aðallega notað við hjartasjúkdómum og skorti á blóðflæði til hjartans,“ sagði Birgir Sverrisson, starfsmaður lyfjaeftirlits ÍSÍ, í samtali við íþróttadeild í gær um meldóníum, lyfið sem felldi Mariu Sharapovu. 9. mars 2016 06:30 Mest lesið Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Lando Norris tólfti breski ökumaðurinn til að vinna Silverstone Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Annar sannfærandi sigur hjá Íslandi á u-18 EuroBasket Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Zubimendi skrifar undir hjá Arsenal EM í dag: Allt eða ekkert Sjáðu hvernig Fram vann á írskum dögum og hundur hljóp inn á völlinn Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sjá meira
Andy Murray, einn besti tennismaður heims, segir að Maria Sharapova verði að axla fulla ábyrgð og taka þeirri refsingu sem hún fær fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi. Sharapova greindi frá því fyrr í vikunni að hún hefði fallið fyrir að taka inn lyfið meldóníum. Það hefur gert af heilsufarsástæðum, að eigin sögn, undanfarin tíu ár en lyfið var sett á bannlista nú um áramótin. Sjá einnig: Var Sharapova með kransæðasjúkdóm? Tíðindin hafa vakið gríðarlega athygli um allan heim og ekki aðeins í heimi tennisíþróttarinnar. Talið er að fleiri íþróttamenn, sérstaklega í austur-Evrópu, hafi notað lyfið reglulega. „Það er enginn vafi á því að ef maður tekur inn lyf sem bæta frammistöðu manns og fellur svo á lyfjaprófi að þá verður að dæma mann í bann,“ sagði Murray sem er í öðru sæti heimslistans í einliðaleik karla. Sjá einnig: Hvað er meldóníum? „Mér skilst að 55 íþróttamenn hafi fallið út af þessu lyfi síðan um áramóti,“ sagði Murray enn frekar. „Mér finnst það skrýtið að þetta sé hjartalyf og að svo margir íþróttamenn í fremstu röð þjáist af hjartaveiki. Það finnst mér einkennilegt.“ Hann segir enn fremur að tennisíþróttin þurfi að gera meira til að berjast gegn ólöglegri lyfjanotkun. „Þetta er betra en það var fyrir nokkrum árum síðan. Ég fór í mörg lyfjapróf í fyrra en aðeins tvisvar á þessu ári. Það er ekki nóg.“
Tennis Tengdar fréttir „Var Sharapova með kransæðasjúkdóm?“ Teitur Guðmundsson, læknir, veltir því fyrir sér hvort það sé í lagi að svindla ef enginn fatti það. 9. mars 2016 08:44 Sharapova fékk fimm viðvaranir Tók inn lyf í áratug sem fór á bannlista á áramótin. Sharapova féll á lyfjaprófi nokkrum vikum síðar. 10. mars 2016 08:15 Tennisdrottning hrynur af stalli Tekjuhæsta íþróttakona heims undanfarin ellefu ár féll á lyfjaprófi. Ber við sig kæruleysi en gengst við brotum sínum. Gæti fengið allt að fjögurra ára bann. 9. mars 2016 06:00 „Íþróttamenn munu deyja vegna bannsins“ Maðurinn sem fann upp á lyfinu meldóníum segir að það muni hafa alvarlegar afleiðingar að banna það. 10. mars 2016 09:45 Hvað er meldóníum? "Það er lyf sem er aðallega notað við hjartasjúkdómum og skorti á blóðflæði til hjartans,“ sagði Birgir Sverrisson, starfsmaður lyfjaeftirlits ÍSÍ, í samtali við íþróttadeild í gær um meldóníum, lyfið sem felldi Mariu Sharapovu. 9. mars 2016 06:30 Mest lesið Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Lando Norris tólfti breski ökumaðurinn til að vinna Silverstone Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Annar sannfærandi sigur hjá Íslandi á u-18 EuroBasket Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Zubimendi skrifar undir hjá Arsenal EM í dag: Allt eða ekkert Sjáðu hvernig Fram vann á írskum dögum og hundur hljóp inn á völlinn Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sjá meira
„Var Sharapova með kransæðasjúkdóm?“ Teitur Guðmundsson, læknir, veltir því fyrir sér hvort það sé í lagi að svindla ef enginn fatti það. 9. mars 2016 08:44
Sharapova fékk fimm viðvaranir Tók inn lyf í áratug sem fór á bannlista á áramótin. Sharapova féll á lyfjaprófi nokkrum vikum síðar. 10. mars 2016 08:15
Tennisdrottning hrynur af stalli Tekjuhæsta íþróttakona heims undanfarin ellefu ár féll á lyfjaprófi. Ber við sig kæruleysi en gengst við brotum sínum. Gæti fengið allt að fjögurra ára bann. 9. mars 2016 06:00
„Íþróttamenn munu deyja vegna bannsins“ Maðurinn sem fann upp á lyfinu meldóníum segir að það muni hafa alvarlegar afleiðingar að banna það. 10. mars 2016 09:45
Hvað er meldóníum? "Það er lyf sem er aðallega notað við hjartasjúkdómum og skorti á blóðflæði til hjartans,“ sagði Birgir Sverrisson, starfsmaður lyfjaeftirlits ÍSÍ, í samtali við íþróttadeild í gær um meldóníum, lyfið sem felldi Mariu Sharapovu. 9. mars 2016 06:30