Enski boltinn

Palace komið í undanúrslit

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik liðanna í kvöld þar sem var fast tekist á.
Úr leik liðanna í kvöld þar sem var fast tekist á. vísir/getty
Crystal Palace tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar með dramatískum sigri, 0-2, á Reading á útivelli.

Það var markalaust í 85 mínútur en þá kom Yohan Cabaye liðið Palace yfir með marki úr vítaspyrnu.

Í uppbótartíma gekk Frazier Campbell síðan frá málinu fyrir Palace.

Flottur sigur og það verður meira bikarfjör um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×