Efast um að þingmenn Sjálfstæðisflokksins styðji frumvörpin Sveinn Arnarson skrifar 14. janúar 2016 07:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, er ósátt við húsnæðisfrumvörp velferðarráðherra. Hún segir þau ekki til þess fallin að bæta húsnæðismarkaðinn. „Skyndilausn sem á að afla Framsóknarflokknum fylgis í næstu kosningum,“ segir Áslaug. Velferðarnefnd fundaði um frumvörpin í gær. Stefnt er að því að tvö frumvörp ráðherra verði að lögum fyrir mánaðamót. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, er ánægð með útkomuna. „Við vonumst eftir breiðri samstöðu á þingi um málin. Mér finnst þessi frumvörp vera til bóta,“ segir hún. Með frumvörpunum sé verið að tryggja framboð á leiguíbúðum og að allir geti fengið íbúð á viðráðanlegu verði. „Með þessum frumvörpum nálgumst við marga hópa, svo sem námsmenn, ungt fólk, eldri borgara og alla þá sem vilja búa við þann sveigjanleika að vera á leigumarkaði.“ Áslaug segist hins vegar vera svekkt yfir frumvörpum félags- og húsnæðismálaráðherra. „Þessi frumvörp eru ekki varanleg lausn á húsnæðismarkaði. Við fyrstu sýn virðist þetta vera skammtímalausn. Þau gera ráð fyrir miklu inngripi ríkis varðandi stórhækkaðar bætur sem leiðir til hækkunar leiguverðs,“ segir Áslaug Arna og bendir á að ekki sé búið að skoða hagræn áhrif frumvarpa ráðherrans. „Því er maður svekktur yfir að þetta sé niðurstaða Eyglóar eftir allan þennan tíma.“ Hún segir stefnu Sjálfstæðisflokksins skýra og snúast um að minnka afskipti ríkisins til að auðvelda fólki að eignast húsnæði. Elsa Lára Arnardóttir„Ríkið skiptir sér of mikið af íslenskum húsnæðismarkaði nú þegar. Því á ég erfitt með að sjá að sjálfstæðismenn samþykki frumvörpin eins og þau líta út núna.“ Elsa Lára Arnardóttir segir frumvörpin um húsnæðisbætur tryggja jafnræði milli þeirra sem eru á leigumarkaði og þeirra sem búa í eigin húsnæði. „Með nýjum húsnæðisbótum stóraukum við stuðning við fólk á leigumarkaði. Um milljarði króna verður varið til þess á þessu ári. Allt er þetta gert samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnar frá 28. maí í tengslum við nýja kjarasamninga. Því munum við reyna að klára tvö frumvörp af fjórum nú strax fyrir mánaðamót,“ segir hún. Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, er ósátt við húsnæðisfrumvörp velferðarráðherra. Hún segir þau ekki til þess fallin að bæta húsnæðismarkaðinn. „Skyndilausn sem á að afla Framsóknarflokknum fylgis í næstu kosningum,“ segir Áslaug. Velferðarnefnd fundaði um frumvörpin í gær. Stefnt er að því að tvö frumvörp ráðherra verði að lögum fyrir mánaðamót. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, er ánægð með útkomuna. „Við vonumst eftir breiðri samstöðu á þingi um málin. Mér finnst þessi frumvörp vera til bóta,“ segir hún. Með frumvörpunum sé verið að tryggja framboð á leiguíbúðum og að allir geti fengið íbúð á viðráðanlegu verði. „Með þessum frumvörpum nálgumst við marga hópa, svo sem námsmenn, ungt fólk, eldri borgara og alla þá sem vilja búa við þann sveigjanleika að vera á leigumarkaði.“ Áslaug segist hins vegar vera svekkt yfir frumvörpum félags- og húsnæðismálaráðherra. „Þessi frumvörp eru ekki varanleg lausn á húsnæðismarkaði. Við fyrstu sýn virðist þetta vera skammtímalausn. Þau gera ráð fyrir miklu inngripi ríkis varðandi stórhækkaðar bætur sem leiðir til hækkunar leiguverðs,“ segir Áslaug Arna og bendir á að ekki sé búið að skoða hagræn áhrif frumvarpa ráðherrans. „Því er maður svekktur yfir að þetta sé niðurstaða Eyglóar eftir allan þennan tíma.“ Hún segir stefnu Sjálfstæðisflokksins skýra og snúast um að minnka afskipti ríkisins til að auðvelda fólki að eignast húsnæði. Elsa Lára Arnardóttir„Ríkið skiptir sér of mikið af íslenskum húsnæðismarkaði nú þegar. Því á ég erfitt með að sjá að sjálfstæðismenn samþykki frumvörpin eins og þau líta út núna.“ Elsa Lára Arnardóttir segir frumvörpin um húsnæðisbætur tryggja jafnræði milli þeirra sem eru á leigumarkaði og þeirra sem búa í eigin húsnæði. „Með nýjum húsnæðisbótum stóraukum við stuðning við fólk á leigumarkaði. Um milljarði króna verður varið til þess á þessu ári. Allt er þetta gert samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnar frá 28. maí í tengslum við nýja kjarasamninga. Því munum við reyna að klára tvö frumvörp af fjórum nú strax fyrir mánaðamót,“ segir hún.
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira