Samtökin '78 ósátt við hægt gengi ættleiðinga Snærós Sindradóttir skrifar 27. janúar 2016 07:00 Aðeins eitt samkynja par er á biðlista Íslenskrar ættleiðingar eftir barni, án þess að eygja von um að umsókn þeirra nái fram að ganga. vísir/vilhelm „Við erum búin að eiga í þessu samstarfi í fimm ár en það hefur lítið gerst,“ segir Unnsteinn Jóhannsson, formaður trúnaðarráðs Samtakanna '78 og meðlimur í samstarfshópi samtakanna og Íslenskrar ættleiðingar. Hann telur Íslenska ættleiðingu ekki standa sig í að koma á samningum við lönd sem ættleiða börn til samkynja para. Félagið segir að engin lönd bjóði upp á þá leið.Unnsteinn JóhannssonUnnsteinn segir að Íslensk ættleiðing fari fram á að Samtökin '78 vinni forvinnuna sem þarf til að koma á samningum við erlend ríki. Vinnan yrði öll unnin í sjálfboðastarfi. Hann segir að forvinna þeirra hafi skilað þeim niðurstöðum að Argentína, Brasilía, Úrúgvæ, Mexíkó og sum fylki Bandaríkjanna heimili ættleiðingar til samkynhneigðra para. Þá liggur fyrir opin fyrirspurn til Suður-Afríku í utanríkisráðuneytinu. Þegar land er fundið þarf að svara ítarlegum spurningalista um hvert land fyrir sig, þar á meðal um pólitískan og efnahagslegan stöðugleika landsins. „Ég set spurningarmerki við það að lítill hópur eigi að sitja og svara þessum listum í frítíma sínum, þegar samtök á borð við Íslenska ættleiðingu eru með þjónustusamning við íslenska ríkið,“ segir Unnsteinn.Auður Magndís, framkvæmdastjóri Samtakanna 78Undir þetta tekur Auður Magndís Auðardóttir, framkvæmdastjóri Samtakanna '78. „Ef maður talar almennt um málefni hinseginfólks, þá er það alltaf þannig að allt sem hefur áunnist hefur í fyrstu litið út fyrir að vera vonlaust. Engin réttindi hinseginfólks hafa nokkurn tímann unnist með þessu viðhorfi. Það þarf að halda áfram að ýta, senda bréf og fyrirspurnir.“Kristinn Ingvarsson, framkvæmtastjóri Íslenskrar ættleiðingarKristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar, segir að það sé lítið sem félagið og íslensk stjórnvöld geti gert. „Þessi samstarfshópur er búinn að reyna að finna leiðir talsvert lengi en þetta er ekki innanríkismál Íslands heldur eru það upprunaríkin sem ráða ferðinni. Eina landið sem við vitum að gerir þetta er Suður-Afríka og við höfum reynt að ná samningum við þá um margra ára skeið. Auðvitað ganga hlutirnir hægt ef það eru engir möguleikar.“ Tengdar fréttir Kólumbía spyr Ísland um ættleiðingar til samkynhneigðra Kólumbísk yfirvöld vilja svör um hvernig ættleiðingar til samkynhneigðra fer fram hérlendis. Dómstóll þar segir að ekki megi mismuna á grundvelli kynhneigðar. Gæti verið fyrsta landið sem býður upp á slíkar ættleiðingar hingað. 26. janúar 2016 07:00 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
„Við erum búin að eiga í þessu samstarfi í fimm ár en það hefur lítið gerst,“ segir Unnsteinn Jóhannsson, formaður trúnaðarráðs Samtakanna '78 og meðlimur í samstarfshópi samtakanna og Íslenskrar ættleiðingar. Hann telur Íslenska ættleiðingu ekki standa sig í að koma á samningum við lönd sem ættleiða börn til samkynja para. Félagið segir að engin lönd bjóði upp á þá leið.Unnsteinn JóhannssonUnnsteinn segir að Íslensk ættleiðing fari fram á að Samtökin '78 vinni forvinnuna sem þarf til að koma á samningum við erlend ríki. Vinnan yrði öll unnin í sjálfboðastarfi. Hann segir að forvinna þeirra hafi skilað þeim niðurstöðum að Argentína, Brasilía, Úrúgvæ, Mexíkó og sum fylki Bandaríkjanna heimili ættleiðingar til samkynhneigðra para. Þá liggur fyrir opin fyrirspurn til Suður-Afríku í utanríkisráðuneytinu. Þegar land er fundið þarf að svara ítarlegum spurningalista um hvert land fyrir sig, þar á meðal um pólitískan og efnahagslegan stöðugleika landsins. „Ég set spurningarmerki við það að lítill hópur eigi að sitja og svara þessum listum í frítíma sínum, þegar samtök á borð við Íslenska ættleiðingu eru með þjónustusamning við íslenska ríkið,“ segir Unnsteinn.Auður Magndís, framkvæmdastjóri Samtakanna 78Undir þetta tekur Auður Magndís Auðardóttir, framkvæmdastjóri Samtakanna '78. „Ef maður talar almennt um málefni hinseginfólks, þá er það alltaf þannig að allt sem hefur áunnist hefur í fyrstu litið út fyrir að vera vonlaust. Engin réttindi hinseginfólks hafa nokkurn tímann unnist með þessu viðhorfi. Það þarf að halda áfram að ýta, senda bréf og fyrirspurnir.“Kristinn Ingvarsson, framkvæmtastjóri Íslenskrar ættleiðingarKristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar, segir að það sé lítið sem félagið og íslensk stjórnvöld geti gert. „Þessi samstarfshópur er búinn að reyna að finna leiðir talsvert lengi en þetta er ekki innanríkismál Íslands heldur eru það upprunaríkin sem ráða ferðinni. Eina landið sem við vitum að gerir þetta er Suður-Afríka og við höfum reynt að ná samningum við þá um margra ára skeið. Auðvitað ganga hlutirnir hægt ef það eru engir möguleikar.“
Tengdar fréttir Kólumbía spyr Ísland um ættleiðingar til samkynhneigðra Kólumbísk yfirvöld vilja svör um hvernig ættleiðingar til samkynhneigðra fer fram hérlendis. Dómstóll þar segir að ekki megi mismuna á grundvelli kynhneigðar. Gæti verið fyrsta landið sem býður upp á slíkar ættleiðingar hingað. 26. janúar 2016 07:00 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Kólumbía spyr Ísland um ættleiðingar til samkynhneigðra Kólumbísk yfirvöld vilja svör um hvernig ættleiðingar til samkynhneigðra fer fram hérlendis. Dómstóll þar segir að ekki megi mismuna á grundvelli kynhneigðar. Gæti verið fyrsta landið sem býður upp á slíkar ættleiðingar hingað. 26. janúar 2016 07:00