Hóta Grikkjum brottrekstri úr Schengen vegna flóttamanna Guðsteinn Bjarnason skrifar 27. janúar 2016 07:00 Bátur með flóttafólki frá Afganistan nálgast grísku eyjuna Lesbos í Eyjahafi. vísir/EPA Grískir ráðamenn brugðust ókvæða við hótunum frá Evrópusambandinu um að útiloka Grikkland frá Schengen-svæðinu. Á fundi innanríkisráðherra Evrópusambandsins í Amsterdam á mánudag var talað um nauðsyn þess að styrkja ytri landamæri Schengen-svæðisins, til að hægja á flóttamannastraumnum. Spjótunum var sérstaklega beint að Grikklandi, enda hefur meginstraumur flóttafólksins frá Mið-Austurlöndum komist inn á Schengen-svæðið með því að leggja út í hættuför frá Tyrklandi yfir Eyjahafið til Grikklands. „Á endanum er það svo, að ef eitt ríki stendur ekki undir skuldbindingum sínum, þá þurfum við að takmarka tengsl þess við Schengen-svæðið,“ sagði Anders Ygeman, sem er innanríkisráðherra Svíþjóðar, við fjölmiðla. „Grikkir verða að leggja sig meira fram og fá aðstoð,“ sagði Johanna Mikl-Leitner, innanríkisráðherra Austurríkis. „Ef við getum ekki varið ytri landamæri Evrópusambandsins, landamæri Grikklands og Tyrklands, þá þarf að færa ytri landamæri Schengen-svæðisins nær Mið-Evrópu.“ Nikos Toskas, innanríkisráðherra Grikklands, segist ekki sjá hvernig Grikkir ættu að halda uppi landamæraeftirliti á hafinu: „Það er mjög erfitt að stöðva litla báta sem koma, nema þá með því að sökkva þeim eða skjóta á þá, sem brýtur í bága við hin evrópsku gildi okkar og grísk gildi, og það munum við ekki gera.“ Ioannis Mouzalas, innflytjendaráðherra Grikklands, sagði það fráleitt að kenna Grikkjum um ástandið: „Við höfum engan tíma til þess að gera tilraunir með hluti sem gera ástandið bara enn verra.“ Í sjónvarpsviðtali í Grikklandi sagði hann ýmsar undarlegar hugmyndir hafa komið til tals á ráðherrafundinum í Brussel. Þar á meðal hafi Jan Jambon stungið upp á því að Grikkir settu upp flóttamannabúðir fyrir 400 þúsund manns í höfuðborg sinni, Aþenu. Önnur hugmynd, sem gekk út á það að Grikkir fengju skuldir sínar að hluta niðurfelldar gegn því að halda flóttafólkinu í Grikklandi, sagði Mouzalas fáheyrða. Evrópusambandið hefur þegar samþykkt að greiða Tyrkjum stórfé fyrir að halda flóttafólki innan Tyrklands, en ekki er sjáanlegt að það samkomulag hafi breytt miklu. Það sem af er þessu ári hafa um 35 þúsund manns komið til Grikklands yfir hafið frá Tyrklandi, en á síðasta ári komu meira en milljón flóttamenn til Schengen-landanna, flestir frá Sýrlandi, Írak og Afganistan. Sex af 26 aðildarríkjum Schengen-landamærasamstarfsins hafa nú þegar ákveðið að hefja tímabundið eftirlit með innri landamærum sínum að öðrum aðildarríkjum. Þýskaland og Austurríki hafa nú í hyggju að framlengja slíkt landamæraeftirlit til ársins 2018. Flóttamenn Tengdar fréttir Vilja framlengja landamæravörslunni Þjóðverjar og Austurríkismenn vilja halda landamæraeftirliti í tvö ár. 25. janúar 2016 21:21 Naumur tími til að bjarga Schengen Evrópa hefur nokkrar vikur til stefnu til að bjarga Schengen samstarfinu í núverandi mynd. Verði Schengen lagt af hefði það mikil efnahagsleg áhrif, einnig á Ísland. Þetta segir ráðgjafi forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sem flutti erindi í Háskóla Íslands í dag. 22. janúar 2016 20:45 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Grískir ráðamenn brugðust ókvæða við hótunum frá Evrópusambandinu um að útiloka Grikkland frá Schengen-svæðinu. Á fundi innanríkisráðherra Evrópusambandsins í Amsterdam á mánudag var talað um nauðsyn þess að styrkja ytri landamæri Schengen-svæðisins, til að hægja á flóttamannastraumnum. Spjótunum var sérstaklega beint að Grikklandi, enda hefur meginstraumur flóttafólksins frá Mið-Austurlöndum komist inn á Schengen-svæðið með því að leggja út í hættuför frá Tyrklandi yfir Eyjahafið til Grikklands. „Á endanum er það svo, að ef eitt ríki stendur ekki undir skuldbindingum sínum, þá þurfum við að takmarka tengsl þess við Schengen-svæðið,“ sagði Anders Ygeman, sem er innanríkisráðherra Svíþjóðar, við fjölmiðla. „Grikkir verða að leggja sig meira fram og fá aðstoð,“ sagði Johanna Mikl-Leitner, innanríkisráðherra Austurríkis. „Ef við getum ekki varið ytri landamæri Evrópusambandsins, landamæri Grikklands og Tyrklands, þá þarf að færa ytri landamæri Schengen-svæðisins nær Mið-Evrópu.“ Nikos Toskas, innanríkisráðherra Grikklands, segist ekki sjá hvernig Grikkir ættu að halda uppi landamæraeftirliti á hafinu: „Það er mjög erfitt að stöðva litla báta sem koma, nema þá með því að sökkva þeim eða skjóta á þá, sem brýtur í bága við hin evrópsku gildi okkar og grísk gildi, og það munum við ekki gera.“ Ioannis Mouzalas, innflytjendaráðherra Grikklands, sagði það fráleitt að kenna Grikkjum um ástandið: „Við höfum engan tíma til þess að gera tilraunir með hluti sem gera ástandið bara enn verra.“ Í sjónvarpsviðtali í Grikklandi sagði hann ýmsar undarlegar hugmyndir hafa komið til tals á ráðherrafundinum í Brussel. Þar á meðal hafi Jan Jambon stungið upp á því að Grikkir settu upp flóttamannabúðir fyrir 400 þúsund manns í höfuðborg sinni, Aþenu. Önnur hugmynd, sem gekk út á það að Grikkir fengju skuldir sínar að hluta niðurfelldar gegn því að halda flóttafólkinu í Grikklandi, sagði Mouzalas fáheyrða. Evrópusambandið hefur þegar samþykkt að greiða Tyrkjum stórfé fyrir að halda flóttafólki innan Tyrklands, en ekki er sjáanlegt að það samkomulag hafi breytt miklu. Það sem af er þessu ári hafa um 35 þúsund manns komið til Grikklands yfir hafið frá Tyrklandi, en á síðasta ári komu meira en milljón flóttamenn til Schengen-landanna, flestir frá Sýrlandi, Írak og Afganistan. Sex af 26 aðildarríkjum Schengen-landamærasamstarfsins hafa nú þegar ákveðið að hefja tímabundið eftirlit með innri landamærum sínum að öðrum aðildarríkjum. Þýskaland og Austurríki hafa nú í hyggju að framlengja slíkt landamæraeftirlit til ársins 2018.
Flóttamenn Tengdar fréttir Vilja framlengja landamæravörslunni Þjóðverjar og Austurríkismenn vilja halda landamæraeftirliti í tvö ár. 25. janúar 2016 21:21 Naumur tími til að bjarga Schengen Evrópa hefur nokkrar vikur til stefnu til að bjarga Schengen samstarfinu í núverandi mynd. Verði Schengen lagt af hefði það mikil efnahagsleg áhrif, einnig á Ísland. Þetta segir ráðgjafi forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sem flutti erindi í Háskóla Íslands í dag. 22. janúar 2016 20:45 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Vilja framlengja landamæravörslunni Þjóðverjar og Austurríkismenn vilja halda landamæraeftirliti í tvö ár. 25. janúar 2016 21:21
Naumur tími til að bjarga Schengen Evrópa hefur nokkrar vikur til stefnu til að bjarga Schengen samstarfinu í núverandi mynd. Verði Schengen lagt af hefði það mikil efnahagsleg áhrif, einnig á Ísland. Þetta segir ráðgjafi forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sem flutti erindi í Háskóla Íslands í dag. 22. janúar 2016 20:45