Yfirlýsing frá Eyjamönnum: Ætla áfram að mæta bæði þörfum drengja og stúlkna Bjarki Ármannsson skrifar 26. júní 2016 22:19 Íþróttafélagið ÍBV og skipuleggjendur Orkumótsins í fótbolta hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls tíu ára stúlku sem fékk ekki að keppa í svokölluðu landsliði mótsins. Mynd/Af Facebook-síðu Orkumótsins Íþróttafélagið ÍBV og skipuleggjendur Orkumótsins í fótbolta hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls tíu ára stúlku sem fékk ekki að keppa í svokölluðu landsliði mótsins. Stúlkan var valinn í landsleikinn sem fulltrúi Gróttu á Seltjarnarnesi en hún hefur æft og leikið með 6. flokki drengja hjá félaginu. Stúlkur hafa fengið að keppa á mótinu en fulltrúi Gróttu fékk ekki að vera með í landsleiknum á þeim forsendum að Orkumótið væri drengjamót. Sú ákvörðun hefur víða verið gagnrýnd. Í tilkynningunni segir að stúlkum hafi verið leyfð þátttaka í liðum frá litlum félögum á landsbyggðinni undanfarin ár, svo að sem flestir krakkar fái að spila á stórmóti. Þar er bent á að sambærilegt mót fyrir stúlkur var haldið í Vestmannaeyjum fyrir um tveimur vikum, þar sem einnig fór fram landsleikur.Sjá einnig: „Við erum með annað mót fyrir stelpur“ „Þessi iðkandi mun vonandi fá tækifæri til að spila slíkan leik þegar og ef hún mætir á TM-mótið í Eyjum í 5. flokki stúlkna,“ segir í tilkynningunni, sem fulltrúi Orkumótsnefndar og framkvæmdastjóri ÍBV skrifa undir. Aðstandendur mótsins segja að mótin hafi verið kynjaskipt í samræmi við stefnu KSÍ. „Ef knattspyrnuhreyfingin telur það íþróttinni og iðkendum til framdráttar að hætta að spila í kynjaskiptum liðum á mótum á borð við Orkumót og TM-mót, þá mun ÍBV íþróttafélag taka fyrirkomulag þessara móta til endurskoðunar,“ segir jafnframt. „Ef ekki munum við [hafa mótin kynjaskipt áfram] í þeirri von að þannig séum við að mæta þörfum bæði drengja og stúlkna.“ Tengdar fréttir Ósætti á Orkumótinu: Bönnuðu stelpu að spila stærsta leik ævi sinnar Þjálfari Gróttu fékk þær skýringar frá mótanefnd að Orkumótið væri strákamót og landsleikurinn ekki fyrir stelpur. 26. júní 2016 15:53 Landsliðskona í knattspyrnu: „Þetta fólk í stjórninni þarf að hugsa sinn gang“ Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, var valin besti leikmaður Pæjumótsins á sínum tíma, en fékk ekki verðlaunin. 26. júní 2016 19:07 Mótsstjórn Orkumótsins: „Við erum með annað mót fyrir stelpur“ "Þær hafa í raun og veru aldrei verið þátttakendur í mótinu,“ segir Björgvin Eyjólfsson. 26. júní 2016 18:30 Mest lesið Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Íþróttafélagið ÍBV og skipuleggjendur Orkumótsins í fótbolta hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls tíu ára stúlku sem fékk ekki að keppa í svokölluðu landsliði mótsins. Stúlkan var valinn í landsleikinn sem fulltrúi Gróttu á Seltjarnarnesi en hún hefur æft og leikið með 6. flokki drengja hjá félaginu. Stúlkur hafa fengið að keppa á mótinu en fulltrúi Gróttu fékk ekki að vera með í landsleiknum á þeim forsendum að Orkumótið væri drengjamót. Sú ákvörðun hefur víða verið gagnrýnd. Í tilkynningunni segir að stúlkum hafi verið leyfð þátttaka í liðum frá litlum félögum á landsbyggðinni undanfarin ár, svo að sem flestir krakkar fái að spila á stórmóti. Þar er bent á að sambærilegt mót fyrir stúlkur var haldið í Vestmannaeyjum fyrir um tveimur vikum, þar sem einnig fór fram landsleikur.Sjá einnig: „Við erum með annað mót fyrir stelpur“ „Þessi iðkandi mun vonandi fá tækifæri til að spila slíkan leik þegar og ef hún mætir á TM-mótið í Eyjum í 5. flokki stúlkna,“ segir í tilkynningunni, sem fulltrúi Orkumótsnefndar og framkvæmdastjóri ÍBV skrifa undir. Aðstandendur mótsins segja að mótin hafi verið kynjaskipt í samræmi við stefnu KSÍ. „Ef knattspyrnuhreyfingin telur það íþróttinni og iðkendum til framdráttar að hætta að spila í kynjaskiptum liðum á mótum á borð við Orkumót og TM-mót, þá mun ÍBV íþróttafélag taka fyrirkomulag þessara móta til endurskoðunar,“ segir jafnframt. „Ef ekki munum við [hafa mótin kynjaskipt áfram] í þeirri von að þannig séum við að mæta þörfum bæði drengja og stúlkna.“
Tengdar fréttir Ósætti á Orkumótinu: Bönnuðu stelpu að spila stærsta leik ævi sinnar Þjálfari Gróttu fékk þær skýringar frá mótanefnd að Orkumótið væri strákamót og landsleikurinn ekki fyrir stelpur. 26. júní 2016 15:53 Landsliðskona í knattspyrnu: „Þetta fólk í stjórninni þarf að hugsa sinn gang“ Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, var valin besti leikmaður Pæjumótsins á sínum tíma, en fékk ekki verðlaunin. 26. júní 2016 19:07 Mótsstjórn Orkumótsins: „Við erum með annað mót fyrir stelpur“ "Þær hafa í raun og veru aldrei verið þátttakendur í mótinu,“ segir Björgvin Eyjólfsson. 26. júní 2016 18:30 Mest lesið Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Ósætti á Orkumótinu: Bönnuðu stelpu að spila stærsta leik ævi sinnar Þjálfari Gróttu fékk þær skýringar frá mótanefnd að Orkumótið væri strákamót og landsleikurinn ekki fyrir stelpur. 26. júní 2016 15:53
Landsliðskona í knattspyrnu: „Þetta fólk í stjórninni þarf að hugsa sinn gang“ Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, var valin besti leikmaður Pæjumótsins á sínum tíma, en fékk ekki verðlaunin. 26. júní 2016 19:07
Mótsstjórn Orkumótsins: „Við erum með annað mót fyrir stelpur“ "Þær hafa í raun og veru aldrei verið þátttakendur í mótinu,“ segir Björgvin Eyjólfsson. 26. júní 2016 18:30