Yfirlýsing frá Eyjamönnum: Ætla áfram að mæta bæði þörfum drengja og stúlkna Bjarki Ármannsson skrifar 26. júní 2016 22:19 Íþróttafélagið ÍBV og skipuleggjendur Orkumótsins í fótbolta hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls tíu ára stúlku sem fékk ekki að keppa í svokölluðu landsliði mótsins. Mynd/Af Facebook-síðu Orkumótsins Íþróttafélagið ÍBV og skipuleggjendur Orkumótsins í fótbolta hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls tíu ára stúlku sem fékk ekki að keppa í svokölluðu landsliði mótsins. Stúlkan var valinn í landsleikinn sem fulltrúi Gróttu á Seltjarnarnesi en hún hefur æft og leikið með 6. flokki drengja hjá félaginu. Stúlkur hafa fengið að keppa á mótinu en fulltrúi Gróttu fékk ekki að vera með í landsleiknum á þeim forsendum að Orkumótið væri drengjamót. Sú ákvörðun hefur víða verið gagnrýnd. Í tilkynningunni segir að stúlkum hafi verið leyfð þátttaka í liðum frá litlum félögum á landsbyggðinni undanfarin ár, svo að sem flestir krakkar fái að spila á stórmóti. Þar er bent á að sambærilegt mót fyrir stúlkur var haldið í Vestmannaeyjum fyrir um tveimur vikum, þar sem einnig fór fram landsleikur.Sjá einnig: „Við erum með annað mót fyrir stelpur“ „Þessi iðkandi mun vonandi fá tækifæri til að spila slíkan leik þegar og ef hún mætir á TM-mótið í Eyjum í 5. flokki stúlkna,“ segir í tilkynningunni, sem fulltrúi Orkumótsnefndar og framkvæmdastjóri ÍBV skrifa undir. Aðstandendur mótsins segja að mótin hafi verið kynjaskipt í samræmi við stefnu KSÍ. „Ef knattspyrnuhreyfingin telur það íþróttinni og iðkendum til framdráttar að hætta að spila í kynjaskiptum liðum á mótum á borð við Orkumót og TM-mót, þá mun ÍBV íþróttafélag taka fyrirkomulag þessara móta til endurskoðunar,“ segir jafnframt. „Ef ekki munum við [hafa mótin kynjaskipt áfram] í þeirri von að þannig séum við að mæta þörfum bæði drengja og stúlkna.“ Tengdar fréttir Ósætti á Orkumótinu: Bönnuðu stelpu að spila stærsta leik ævi sinnar Þjálfari Gróttu fékk þær skýringar frá mótanefnd að Orkumótið væri strákamót og landsleikurinn ekki fyrir stelpur. 26. júní 2016 15:53 Landsliðskona í knattspyrnu: „Þetta fólk í stjórninni þarf að hugsa sinn gang“ Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, var valin besti leikmaður Pæjumótsins á sínum tíma, en fékk ekki verðlaunin. 26. júní 2016 19:07 Mótsstjórn Orkumótsins: „Við erum með annað mót fyrir stelpur“ "Þær hafa í raun og veru aldrei verið þátttakendur í mótinu,“ segir Björgvin Eyjólfsson. 26. júní 2016 18:30 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira
Íþróttafélagið ÍBV og skipuleggjendur Orkumótsins í fótbolta hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls tíu ára stúlku sem fékk ekki að keppa í svokölluðu landsliði mótsins. Stúlkan var valinn í landsleikinn sem fulltrúi Gróttu á Seltjarnarnesi en hún hefur æft og leikið með 6. flokki drengja hjá félaginu. Stúlkur hafa fengið að keppa á mótinu en fulltrúi Gróttu fékk ekki að vera með í landsleiknum á þeim forsendum að Orkumótið væri drengjamót. Sú ákvörðun hefur víða verið gagnrýnd. Í tilkynningunni segir að stúlkum hafi verið leyfð þátttaka í liðum frá litlum félögum á landsbyggðinni undanfarin ár, svo að sem flestir krakkar fái að spila á stórmóti. Þar er bent á að sambærilegt mót fyrir stúlkur var haldið í Vestmannaeyjum fyrir um tveimur vikum, þar sem einnig fór fram landsleikur.Sjá einnig: „Við erum með annað mót fyrir stelpur“ „Þessi iðkandi mun vonandi fá tækifæri til að spila slíkan leik þegar og ef hún mætir á TM-mótið í Eyjum í 5. flokki stúlkna,“ segir í tilkynningunni, sem fulltrúi Orkumótsnefndar og framkvæmdastjóri ÍBV skrifa undir. Aðstandendur mótsins segja að mótin hafi verið kynjaskipt í samræmi við stefnu KSÍ. „Ef knattspyrnuhreyfingin telur það íþróttinni og iðkendum til framdráttar að hætta að spila í kynjaskiptum liðum á mótum á borð við Orkumót og TM-mót, þá mun ÍBV íþróttafélag taka fyrirkomulag þessara móta til endurskoðunar,“ segir jafnframt. „Ef ekki munum við [hafa mótin kynjaskipt áfram] í þeirri von að þannig séum við að mæta þörfum bæði drengja og stúlkna.“
Tengdar fréttir Ósætti á Orkumótinu: Bönnuðu stelpu að spila stærsta leik ævi sinnar Þjálfari Gróttu fékk þær skýringar frá mótanefnd að Orkumótið væri strákamót og landsleikurinn ekki fyrir stelpur. 26. júní 2016 15:53 Landsliðskona í knattspyrnu: „Þetta fólk í stjórninni þarf að hugsa sinn gang“ Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, var valin besti leikmaður Pæjumótsins á sínum tíma, en fékk ekki verðlaunin. 26. júní 2016 19:07 Mótsstjórn Orkumótsins: „Við erum með annað mót fyrir stelpur“ "Þær hafa í raun og veru aldrei verið þátttakendur í mótinu,“ segir Björgvin Eyjólfsson. 26. júní 2016 18:30 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira
Ósætti á Orkumótinu: Bönnuðu stelpu að spila stærsta leik ævi sinnar Þjálfari Gróttu fékk þær skýringar frá mótanefnd að Orkumótið væri strákamót og landsleikurinn ekki fyrir stelpur. 26. júní 2016 15:53
Landsliðskona í knattspyrnu: „Þetta fólk í stjórninni þarf að hugsa sinn gang“ Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, var valin besti leikmaður Pæjumótsins á sínum tíma, en fékk ekki verðlaunin. 26. júní 2016 19:07
Mótsstjórn Orkumótsins: „Við erum með annað mót fyrir stelpur“ "Þær hafa í raun og veru aldrei verið þátttakendur í mótinu,“ segir Björgvin Eyjólfsson. 26. júní 2016 18:30