Yfirlýsing frá Eyjamönnum: Ætla áfram að mæta bæði þörfum drengja og stúlkna Bjarki Ármannsson skrifar 26. júní 2016 22:19 Íþróttafélagið ÍBV og skipuleggjendur Orkumótsins í fótbolta hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls tíu ára stúlku sem fékk ekki að keppa í svokölluðu landsliði mótsins. Mynd/Af Facebook-síðu Orkumótsins Íþróttafélagið ÍBV og skipuleggjendur Orkumótsins í fótbolta hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls tíu ára stúlku sem fékk ekki að keppa í svokölluðu landsliði mótsins. Stúlkan var valinn í landsleikinn sem fulltrúi Gróttu á Seltjarnarnesi en hún hefur æft og leikið með 6. flokki drengja hjá félaginu. Stúlkur hafa fengið að keppa á mótinu en fulltrúi Gróttu fékk ekki að vera með í landsleiknum á þeim forsendum að Orkumótið væri drengjamót. Sú ákvörðun hefur víða verið gagnrýnd. Í tilkynningunni segir að stúlkum hafi verið leyfð þátttaka í liðum frá litlum félögum á landsbyggðinni undanfarin ár, svo að sem flestir krakkar fái að spila á stórmóti. Þar er bent á að sambærilegt mót fyrir stúlkur var haldið í Vestmannaeyjum fyrir um tveimur vikum, þar sem einnig fór fram landsleikur.Sjá einnig: „Við erum með annað mót fyrir stelpur“ „Þessi iðkandi mun vonandi fá tækifæri til að spila slíkan leik þegar og ef hún mætir á TM-mótið í Eyjum í 5. flokki stúlkna,“ segir í tilkynningunni, sem fulltrúi Orkumótsnefndar og framkvæmdastjóri ÍBV skrifa undir. Aðstandendur mótsins segja að mótin hafi verið kynjaskipt í samræmi við stefnu KSÍ. „Ef knattspyrnuhreyfingin telur það íþróttinni og iðkendum til framdráttar að hætta að spila í kynjaskiptum liðum á mótum á borð við Orkumót og TM-mót, þá mun ÍBV íþróttafélag taka fyrirkomulag þessara móta til endurskoðunar,“ segir jafnframt. „Ef ekki munum við [hafa mótin kynjaskipt áfram] í þeirri von að þannig séum við að mæta þörfum bæði drengja og stúlkna.“ Tengdar fréttir Ósætti á Orkumótinu: Bönnuðu stelpu að spila stærsta leik ævi sinnar Þjálfari Gróttu fékk þær skýringar frá mótanefnd að Orkumótið væri strákamót og landsleikurinn ekki fyrir stelpur. 26. júní 2016 15:53 Landsliðskona í knattspyrnu: „Þetta fólk í stjórninni þarf að hugsa sinn gang“ Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, var valin besti leikmaður Pæjumótsins á sínum tíma, en fékk ekki verðlaunin. 26. júní 2016 19:07 Mótsstjórn Orkumótsins: „Við erum með annað mót fyrir stelpur“ "Þær hafa í raun og veru aldrei verið þátttakendur í mótinu,“ segir Björgvin Eyjólfsson. 26. júní 2016 18:30 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Sjá meira
Íþróttafélagið ÍBV og skipuleggjendur Orkumótsins í fótbolta hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls tíu ára stúlku sem fékk ekki að keppa í svokölluðu landsliði mótsins. Stúlkan var valinn í landsleikinn sem fulltrúi Gróttu á Seltjarnarnesi en hún hefur æft og leikið með 6. flokki drengja hjá félaginu. Stúlkur hafa fengið að keppa á mótinu en fulltrúi Gróttu fékk ekki að vera með í landsleiknum á þeim forsendum að Orkumótið væri drengjamót. Sú ákvörðun hefur víða verið gagnrýnd. Í tilkynningunni segir að stúlkum hafi verið leyfð þátttaka í liðum frá litlum félögum á landsbyggðinni undanfarin ár, svo að sem flestir krakkar fái að spila á stórmóti. Þar er bent á að sambærilegt mót fyrir stúlkur var haldið í Vestmannaeyjum fyrir um tveimur vikum, þar sem einnig fór fram landsleikur.Sjá einnig: „Við erum með annað mót fyrir stelpur“ „Þessi iðkandi mun vonandi fá tækifæri til að spila slíkan leik þegar og ef hún mætir á TM-mótið í Eyjum í 5. flokki stúlkna,“ segir í tilkynningunni, sem fulltrúi Orkumótsnefndar og framkvæmdastjóri ÍBV skrifa undir. Aðstandendur mótsins segja að mótin hafi verið kynjaskipt í samræmi við stefnu KSÍ. „Ef knattspyrnuhreyfingin telur það íþróttinni og iðkendum til framdráttar að hætta að spila í kynjaskiptum liðum á mótum á borð við Orkumót og TM-mót, þá mun ÍBV íþróttafélag taka fyrirkomulag þessara móta til endurskoðunar,“ segir jafnframt. „Ef ekki munum við [hafa mótin kynjaskipt áfram] í þeirri von að þannig séum við að mæta þörfum bæði drengja og stúlkna.“
Tengdar fréttir Ósætti á Orkumótinu: Bönnuðu stelpu að spila stærsta leik ævi sinnar Þjálfari Gróttu fékk þær skýringar frá mótanefnd að Orkumótið væri strákamót og landsleikurinn ekki fyrir stelpur. 26. júní 2016 15:53 Landsliðskona í knattspyrnu: „Þetta fólk í stjórninni þarf að hugsa sinn gang“ Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, var valin besti leikmaður Pæjumótsins á sínum tíma, en fékk ekki verðlaunin. 26. júní 2016 19:07 Mótsstjórn Orkumótsins: „Við erum með annað mót fyrir stelpur“ "Þær hafa í raun og veru aldrei verið þátttakendur í mótinu,“ segir Björgvin Eyjólfsson. 26. júní 2016 18:30 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Sjá meira
Ósætti á Orkumótinu: Bönnuðu stelpu að spila stærsta leik ævi sinnar Þjálfari Gróttu fékk þær skýringar frá mótanefnd að Orkumótið væri strákamót og landsleikurinn ekki fyrir stelpur. 26. júní 2016 15:53
Landsliðskona í knattspyrnu: „Þetta fólk í stjórninni þarf að hugsa sinn gang“ Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, var valin besti leikmaður Pæjumótsins á sínum tíma, en fékk ekki verðlaunin. 26. júní 2016 19:07
Mótsstjórn Orkumótsins: „Við erum með annað mót fyrir stelpur“ "Þær hafa í raun og veru aldrei verið þátttakendur í mótinu,“ segir Björgvin Eyjólfsson. 26. júní 2016 18:30