Landsliðskona í knattspyrnu: „Þetta fólk í stjórninni þarf að hugsa sinn gang“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júní 2016 19:07 Dagný Brynjarsdóttir í eldlínunni með íslenska landsliðinu. Vísir/Eyþór Dagný Brynjarsdóttir, atvinnu- og landsliðskona í knattspyrnu, segir ákvörðun mótsstjórnar Orkumótsins í Vestmannaeyjum, að meina stelpu sem spilaði með strákaliði Gróttu á mótinu að vera fulltrúi félagsins í landsleiknum, fáránlega. Dagný þekkir það vel að spila með strákum og er ein nokkurra landsliðskvenna sem spilaði með strákunum í yngri flokkum til að fá samkeppni við hæfi. „Ég held að þetta fólk í stjórn þurfi eitthvað að fara að hugsa sinn gang,“ segir Dagný. Mótstjórn Orkumótsins segir mótið fyrir stráka en ekki stelpur. TM-mótið sé fyrir stelpur og telur Gróttu hafa höndlað málið illa. „Ég hef einu sinni keppt á Pæjumótinu í Eyjum og það var þegar ég var þrettán ára, fyrsta stelpumótið sem ég tók þátt í,“ rifjar Dagný upp. Dagný er frá Hellu og keppti með liði Knattspyrnufélagi Rangæinga á mótinu. „Fyrir verðlaunaafhendinguna tilkynnti þjálfarinn minn mér að ég hefði verið kosin besti leikmaður mótsins. Þegar kom að verðlaunaafhendingunni fékk leikmaður ÍBV verðlaunin. Stjórnin komst að þeirri niðurstöðu að ÍBV sem sigurlið Pæjumótsins ætti að eiga besta leikmann mótsins.“Athygli vakti í fyrra þegar í ljós kom að verðlaunin á Orkumótinu voru mun veglegri en á TM-mótinu. Eyjamenn ætluðu hins vegar að laga það fyrir árið í ár. Hrósar þjálfara Gróttu Dagný er þeirrar skoðunar að hvort sem þú ert stelpa eða strákur, frá litlu eða stóru félagi, þá eigi einstaklingur að fá þau verðlaun sem hann eða hún eigi skilið. „Þjálfari Gróttu veit betur en allir hvað þessi einstaklingur getur og þó hún sé stelpa getur hún verið besti leikmaður flokksins.“ segir Dagný og hrósar félaginu á Seltjarnarnesi. „Mér finnst Grótta geggjaðir að leyfa efnilegum stelpum að æfa með strákum og mér finnst að önnur félög mættu gera meira af þessu.“Enginn líkamlegur munur„Þegar þú ert tólf ára og yngri er enginn munur á kynjunum líkamlega. Ég trúi ekki að þetta sé að ske árið 2016,“ segir Dagný. „Ég spilaði einungis með strákum þar til ég varð þréttán ára og var alltaf í A-liðinu hjá þeim fyrir utan einstaka skipti þegar ég var á yngra ári og með mínum vinum í B-liðinu, en þá var ég fyrirliði.“ Dagný segir að önnur lið og klúbbar megi taka Gróttu til fyrirmyndar og leyfa efnilegum stelpum að æfa og spila með strákaliðum því bæði strákaliðin og stelpurnar sjálfar hagnist af þessu. „KFR er mjög lítill klúbbur en það hefur skilað átta stelpum í Pepsi deildina sem eru fæddar 1984-1996, sjö þeirra hafa spilað fyrir yngri landsliðin og þrjár þeirra fyrir A-landsliðið en við eigum allar það sameiginlegt að hafa æft og spilað með strákum.“ Tengdar fréttir Ósætti á Orkumótinu: Bönnuðu stelpu að spila stærsta leik ævi sinnar Þjálfari Gróttu fékk þær skýringar frá mótanefnd að Orkumótið væri strákamót og landsleikurinn ekki fyrir stelpur. 26. júní 2016 15:53 Mótsstjórn Orkumótsins: „Við erum með annað mót fyrir stelpur“ "Þær hafa í raun og veru aldrei verið þátttakendur í mótinu,“ segir Björgvin Eyjólfsson. 26. júní 2016 18:30 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir, atvinnu- og landsliðskona í knattspyrnu, segir ákvörðun mótsstjórnar Orkumótsins í Vestmannaeyjum, að meina stelpu sem spilaði með strákaliði Gróttu á mótinu að vera fulltrúi félagsins í landsleiknum, fáránlega. Dagný þekkir það vel að spila með strákum og er ein nokkurra landsliðskvenna sem spilaði með strákunum í yngri flokkum til að fá samkeppni við hæfi. „Ég held að þetta fólk í stjórn þurfi eitthvað að fara að hugsa sinn gang,“ segir Dagný. Mótstjórn Orkumótsins segir mótið fyrir stráka en ekki stelpur. TM-mótið sé fyrir stelpur og telur Gróttu hafa höndlað málið illa. „Ég hef einu sinni keppt á Pæjumótinu í Eyjum og það var þegar ég var þrettán ára, fyrsta stelpumótið sem ég tók þátt í,“ rifjar Dagný upp. Dagný er frá Hellu og keppti með liði Knattspyrnufélagi Rangæinga á mótinu. „Fyrir verðlaunaafhendinguna tilkynnti þjálfarinn minn mér að ég hefði verið kosin besti leikmaður mótsins. Þegar kom að verðlaunaafhendingunni fékk leikmaður ÍBV verðlaunin. Stjórnin komst að þeirri niðurstöðu að ÍBV sem sigurlið Pæjumótsins ætti að eiga besta leikmann mótsins.“Athygli vakti í fyrra þegar í ljós kom að verðlaunin á Orkumótinu voru mun veglegri en á TM-mótinu. Eyjamenn ætluðu hins vegar að laga það fyrir árið í ár. Hrósar þjálfara Gróttu Dagný er þeirrar skoðunar að hvort sem þú ert stelpa eða strákur, frá litlu eða stóru félagi, þá eigi einstaklingur að fá þau verðlaun sem hann eða hún eigi skilið. „Þjálfari Gróttu veit betur en allir hvað þessi einstaklingur getur og þó hún sé stelpa getur hún verið besti leikmaður flokksins.“ segir Dagný og hrósar félaginu á Seltjarnarnesi. „Mér finnst Grótta geggjaðir að leyfa efnilegum stelpum að æfa með strákum og mér finnst að önnur félög mættu gera meira af þessu.“Enginn líkamlegur munur„Þegar þú ert tólf ára og yngri er enginn munur á kynjunum líkamlega. Ég trúi ekki að þetta sé að ske árið 2016,“ segir Dagný. „Ég spilaði einungis með strákum þar til ég varð þréttán ára og var alltaf í A-liðinu hjá þeim fyrir utan einstaka skipti þegar ég var á yngra ári og með mínum vinum í B-liðinu, en þá var ég fyrirliði.“ Dagný segir að önnur lið og klúbbar megi taka Gróttu til fyrirmyndar og leyfa efnilegum stelpum að æfa og spila með strákaliðum því bæði strákaliðin og stelpurnar sjálfar hagnist af þessu. „KFR er mjög lítill klúbbur en það hefur skilað átta stelpum í Pepsi deildina sem eru fæddar 1984-1996, sjö þeirra hafa spilað fyrir yngri landsliðin og þrjár þeirra fyrir A-landsliðið en við eigum allar það sameiginlegt að hafa æft og spilað með strákum.“
Tengdar fréttir Ósætti á Orkumótinu: Bönnuðu stelpu að spila stærsta leik ævi sinnar Þjálfari Gróttu fékk þær skýringar frá mótanefnd að Orkumótið væri strákamót og landsleikurinn ekki fyrir stelpur. 26. júní 2016 15:53 Mótsstjórn Orkumótsins: „Við erum með annað mót fyrir stelpur“ "Þær hafa í raun og veru aldrei verið þátttakendur í mótinu,“ segir Björgvin Eyjólfsson. 26. júní 2016 18:30 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Ósætti á Orkumótinu: Bönnuðu stelpu að spila stærsta leik ævi sinnar Þjálfari Gróttu fékk þær skýringar frá mótanefnd að Orkumótið væri strákamót og landsleikurinn ekki fyrir stelpur. 26. júní 2016 15:53
Mótsstjórn Orkumótsins: „Við erum með annað mót fyrir stelpur“ "Þær hafa í raun og veru aldrei verið þátttakendur í mótinu,“ segir Björgvin Eyjólfsson. 26. júní 2016 18:30