Landsliðskona í knattspyrnu: „Þetta fólk í stjórninni þarf að hugsa sinn gang“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júní 2016 19:07 Dagný Brynjarsdóttir í eldlínunni með íslenska landsliðinu. Vísir/Eyþór Dagný Brynjarsdóttir, atvinnu- og landsliðskona í knattspyrnu, segir ákvörðun mótsstjórnar Orkumótsins í Vestmannaeyjum, að meina stelpu sem spilaði með strákaliði Gróttu á mótinu að vera fulltrúi félagsins í landsleiknum, fáránlega. Dagný þekkir það vel að spila með strákum og er ein nokkurra landsliðskvenna sem spilaði með strákunum í yngri flokkum til að fá samkeppni við hæfi. „Ég held að þetta fólk í stjórn þurfi eitthvað að fara að hugsa sinn gang,“ segir Dagný. Mótstjórn Orkumótsins segir mótið fyrir stráka en ekki stelpur. TM-mótið sé fyrir stelpur og telur Gróttu hafa höndlað málið illa. „Ég hef einu sinni keppt á Pæjumótinu í Eyjum og það var þegar ég var þrettán ára, fyrsta stelpumótið sem ég tók þátt í,“ rifjar Dagný upp. Dagný er frá Hellu og keppti með liði Knattspyrnufélagi Rangæinga á mótinu. „Fyrir verðlaunaafhendinguna tilkynnti þjálfarinn minn mér að ég hefði verið kosin besti leikmaður mótsins. Þegar kom að verðlaunaafhendingunni fékk leikmaður ÍBV verðlaunin. Stjórnin komst að þeirri niðurstöðu að ÍBV sem sigurlið Pæjumótsins ætti að eiga besta leikmann mótsins.“Athygli vakti í fyrra þegar í ljós kom að verðlaunin á Orkumótinu voru mun veglegri en á TM-mótinu. Eyjamenn ætluðu hins vegar að laga það fyrir árið í ár. Hrósar þjálfara Gróttu Dagný er þeirrar skoðunar að hvort sem þú ert stelpa eða strákur, frá litlu eða stóru félagi, þá eigi einstaklingur að fá þau verðlaun sem hann eða hún eigi skilið. „Þjálfari Gróttu veit betur en allir hvað þessi einstaklingur getur og þó hún sé stelpa getur hún verið besti leikmaður flokksins.“ segir Dagný og hrósar félaginu á Seltjarnarnesi. „Mér finnst Grótta geggjaðir að leyfa efnilegum stelpum að æfa með strákum og mér finnst að önnur félög mættu gera meira af þessu.“Enginn líkamlegur munur„Þegar þú ert tólf ára og yngri er enginn munur á kynjunum líkamlega. Ég trúi ekki að þetta sé að ske árið 2016,“ segir Dagný. „Ég spilaði einungis með strákum þar til ég varð þréttán ára og var alltaf í A-liðinu hjá þeim fyrir utan einstaka skipti þegar ég var á yngra ári og með mínum vinum í B-liðinu, en þá var ég fyrirliði.“ Dagný segir að önnur lið og klúbbar megi taka Gróttu til fyrirmyndar og leyfa efnilegum stelpum að æfa og spila með strákaliðum því bæði strákaliðin og stelpurnar sjálfar hagnist af þessu. „KFR er mjög lítill klúbbur en það hefur skilað átta stelpum í Pepsi deildina sem eru fæddar 1984-1996, sjö þeirra hafa spilað fyrir yngri landsliðin og þrjár þeirra fyrir A-landsliðið en við eigum allar það sameiginlegt að hafa æft og spilað með strákum.“ Tengdar fréttir Ósætti á Orkumótinu: Bönnuðu stelpu að spila stærsta leik ævi sinnar Þjálfari Gróttu fékk þær skýringar frá mótanefnd að Orkumótið væri strákamót og landsleikurinn ekki fyrir stelpur. 26. júní 2016 15:53 Mótsstjórn Orkumótsins: „Við erum með annað mót fyrir stelpur“ "Þær hafa í raun og veru aldrei verið þátttakendur í mótinu,“ segir Björgvin Eyjólfsson. 26. júní 2016 18:30 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir, atvinnu- og landsliðskona í knattspyrnu, segir ákvörðun mótsstjórnar Orkumótsins í Vestmannaeyjum, að meina stelpu sem spilaði með strákaliði Gróttu á mótinu að vera fulltrúi félagsins í landsleiknum, fáránlega. Dagný þekkir það vel að spila með strákum og er ein nokkurra landsliðskvenna sem spilaði með strákunum í yngri flokkum til að fá samkeppni við hæfi. „Ég held að þetta fólk í stjórn þurfi eitthvað að fara að hugsa sinn gang,“ segir Dagný. Mótstjórn Orkumótsins segir mótið fyrir stráka en ekki stelpur. TM-mótið sé fyrir stelpur og telur Gróttu hafa höndlað málið illa. „Ég hef einu sinni keppt á Pæjumótinu í Eyjum og það var þegar ég var þrettán ára, fyrsta stelpumótið sem ég tók þátt í,“ rifjar Dagný upp. Dagný er frá Hellu og keppti með liði Knattspyrnufélagi Rangæinga á mótinu. „Fyrir verðlaunaafhendinguna tilkynnti þjálfarinn minn mér að ég hefði verið kosin besti leikmaður mótsins. Þegar kom að verðlaunaafhendingunni fékk leikmaður ÍBV verðlaunin. Stjórnin komst að þeirri niðurstöðu að ÍBV sem sigurlið Pæjumótsins ætti að eiga besta leikmann mótsins.“Athygli vakti í fyrra þegar í ljós kom að verðlaunin á Orkumótinu voru mun veglegri en á TM-mótinu. Eyjamenn ætluðu hins vegar að laga það fyrir árið í ár. Hrósar þjálfara Gróttu Dagný er þeirrar skoðunar að hvort sem þú ert stelpa eða strákur, frá litlu eða stóru félagi, þá eigi einstaklingur að fá þau verðlaun sem hann eða hún eigi skilið. „Þjálfari Gróttu veit betur en allir hvað þessi einstaklingur getur og þó hún sé stelpa getur hún verið besti leikmaður flokksins.“ segir Dagný og hrósar félaginu á Seltjarnarnesi. „Mér finnst Grótta geggjaðir að leyfa efnilegum stelpum að æfa með strákum og mér finnst að önnur félög mættu gera meira af þessu.“Enginn líkamlegur munur„Þegar þú ert tólf ára og yngri er enginn munur á kynjunum líkamlega. Ég trúi ekki að þetta sé að ske árið 2016,“ segir Dagný. „Ég spilaði einungis með strákum þar til ég varð þréttán ára og var alltaf í A-liðinu hjá þeim fyrir utan einstaka skipti þegar ég var á yngra ári og með mínum vinum í B-liðinu, en þá var ég fyrirliði.“ Dagný segir að önnur lið og klúbbar megi taka Gróttu til fyrirmyndar og leyfa efnilegum stelpum að æfa og spila með strákaliðum því bæði strákaliðin og stelpurnar sjálfar hagnist af þessu. „KFR er mjög lítill klúbbur en það hefur skilað átta stelpum í Pepsi deildina sem eru fæddar 1984-1996, sjö þeirra hafa spilað fyrir yngri landsliðin og þrjár þeirra fyrir A-landsliðið en við eigum allar það sameiginlegt að hafa æft og spilað með strákum.“
Tengdar fréttir Ósætti á Orkumótinu: Bönnuðu stelpu að spila stærsta leik ævi sinnar Þjálfari Gróttu fékk þær skýringar frá mótanefnd að Orkumótið væri strákamót og landsleikurinn ekki fyrir stelpur. 26. júní 2016 15:53 Mótsstjórn Orkumótsins: „Við erum með annað mót fyrir stelpur“ "Þær hafa í raun og veru aldrei verið þátttakendur í mótinu,“ segir Björgvin Eyjólfsson. 26. júní 2016 18:30 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Ósætti á Orkumótinu: Bönnuðu stelpu að spila stærsta leik ævi sinnar Þjálfari Gróttu fékk þær skýringar frá mótanefnd að Orkumótið væri strákamót og landsleikurinn ekki fyrir stelpur. 26. júní 2016 15:53
Mótsstjórn Orkumótsins: „Við erum með annað mót fyrir stelpur“ "Þær hafa í raun og veru aldrei verið þátttakendur í mótinu,“ segir Björgvin Eyjólfsson. 26. júní 2016 18:30