Svikin og vísað frá á einskis manns landi milli ríkis og sveitarfélaga Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. nóvember 2016 07:00 Fólk á efri árum er meðal þeirra hópa sem lenda á gráu svæði í verkefnaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Myndin er frá Hrafnistu. vísir/pjetur Lögfræði- og velferðarsvið Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að styðja eigi sveitarfélög „í því að standa í fæturna og hafna viðtöku nýrra verkefna sem þeim eru ekki falin með lögum“, segir í nýrri skýrslu um svokölluð grá svæði í opinberri þjónustu. Svokölluð grá svæði eru þar sem ábyrgðarskil ríkis og sveitarfélaga eru ekki nægjanlega ljós á sviði skóla- og velferðarmála. „Skortur á fjármögnun er án efa algengasta ástæðan. Afleiðing verður þá til dæmis langir biðlistar eftir þjónustu eða að ekki er lengur boðið upp á úrræði eða þjónustu,“ segir í skýrslunni. „Gagnvart notandanum er birtingarmyndin sú að samfellu fer að vanta í þjónustuna.“ Þá segir að niðurskurður hjá ríkisstofnunum hafi ekki síst birst í því að stofnanir hafi einhliða hætt að sinna verkefnum í hagræðingarskyni eða breytt verklagi. „Í mörgum tilvikum jukust útgjöld samhliða hjá öðrum ríkisstofnunum en iðulega var brugðist við þeim með aukinni kostnaðarhlutdeild notenda, til dæmis varðandi lyf og aðra heilbrigðisþjónustu. Afleiðingin af því er fjölgun beiðna til sveitarfélaga um fjárhagsaðstoð til þess að standa undir þessum kostnaðarauka notenda. Gráa svæðinu er lýst sem „einskis manns landi“ þar sem notandinn upplifir að þjónustuaðilar beggja vegna vísa honum frá. „Grá svæði eru líklegust til þess að bitna á yngstu kynslóðunum, þar sem flókið og tímafrekt getur reynst að greina þann vanda sem við er að etja,“ segir í skýrslunni. Á gráa svæðinu eru börn sem þurfa sérþjónustu, sjúklingar, innflytjendur, eldri borgarar, atvinnulausir, fangar, námsmenn, fatlað fólk, bótaþegar og utangarðsfólk. Mikill kostnaður fylgir oft þessum málaflokkum. Dæmi er börn með svokallaðan fjölþættan vanda. Þar er sagt um að ræða tíu til fimmtán börn á hverjum tíma á landinu öllu. „Svo dæmi sé tekið, er áætlaður kostnaður vegna sjö barna hjá Reykjavíkurborg um 480 milljónir króna á þessu ári,“ segja skýrsluhöfundar sem leggja til varðandi þennan þátt að ríkið leggi til 400 milljónir króna á landsvísu. Um mögulegar úrbætur segir meðal annars að sporna verði gegn „verkefnaskriði“ milli ríkis og sveitarfélaga, viðurkennt verði að hlutverk og eðli fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga sé að veita tímabundna neyðaraðstoð og að skýra svonefnda geiraábyrgð stuðningskerfa. Dæmi um geiraábyrgð er að opinberar stofnanir útvegi sínum notendum táknmálstúlk.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Lögfræði- og velferðarsvið Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að styðja eigi sveitarfélög „í því að standa í fæturna og hafna viðtöku nýrra verkefna sem þeim eru ekki falin með lögum“, segir í nýrri skýrslu um svokölluð grá svæði í opinberri þjónustu. Svokölluð grá svæði eru þar sem ábyrgðarskil ríkis og sveitarfélaga eru ekki nægjanlega ljós á sviði skóla- og velferðarmála. „Skortur á fjármögnun er án efa algengasta ástæðan. Afleiðing verður þá til dæmis langir biðlistar eftir þjónustu eða að ekki er lengur boðið upp á úrræði eða þjónustu,“ segir í skýrslunni. „Gagnvart notandanum er birtingarmyndin sú að samfellu fer að vanta í þjónustuna.“ Þá segir að niðurskurður hjá ríkisstofnunum hafi ekki síst birst í því að stofnanir hafi einhliða hætt að sinna verkefnum í hagræðingarskyni eða breytt verklagi. „Í mörgum tilvikum jukust útgjöld samhliða hjá öðrum ríkisstofnunum en iðulega var brugðist við þeim með aukinni kostnaðarhlutdeild notenda, til dæmis varðandi lyf og aðra heilbrigðisþjónustu. Afleiðingin af því er fjölgun beiðna til sveitarfélaga um fjárhagsaðstoð til þess að standa undir þessum kostnaðarauka notenda. Gráa svæðinu er lýst sem „einskis manns landi“ þar sem notandinn upplifir að þjónustuaðilar beggja vegna vísa honum frá. „Grá svæði eru líklegust til þess að bitna á yngstu kynslóðunum, þar sem flókið og tímafrekt getur reynst að greina þann vanda sem við er að etja,“ segir í skýrslunni. Á gráa svæðinu eru börn sem þurfa sérþjónustu, sjúklingar, innflytjendur, eldri borgarar, atvinnulausir, fangar, námsmenn, fatlað fólk, bótaþegar og utangarðsfólk. Mikill kostnaður fylgir oft þessum málaflokkum. Dæmi er börn með svokallaðan fjölþættan vanda. Þar er sagt um að ræða tíu til fimmtán börn á hverjum tíma á landinu öllu. „Svo dæmi sé tekið, er áætlaður kostnaður vegna sjö barna hjá Reykjavíkurborg um 480 milljónir króna á þessu ári,“ segja skýrsluhöfundar sem leggja til varðandi þennan þátt að ríkið leggi til 400 milljónir króna á landsvísu. Um mögulegar úrbætur segir meðal annars að sporna verði gegn „verkefnaskriði“ milli ríkis og sveitarfélaga, viðurkennt verði að hlutverk og eðli fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga sé að veita tímabundna neyðaraðstoð og að skýra svonefnda geiraábyrgð stuðningskerfa. Dæmi um geiraábyrgð er að opinberar stofnanir útvegi sínum notendum táknmálstúlk.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira