Bæjarstjórn Grindavíkur samþykkti starfslokasamning bæjarstjórans Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. nóvember 2016 21:58 Róbert Ragnarsson hefur verið bæjarstjóri í Grindavík frá 2010. mynd/grindavík.is Á aukafundi bæjarstjórnar Grindavíkur sem haldinn var í kvöld var starfslokasamningur við Róbert Ragnarsson, bæjarstjóra Grindavíkur, samþykktur með fjórum atkvæðum. Fulltrúar meirihluta G og D kusu með tillögunni, en fulltrúar minnihluta B og S lista sátu hjá við afgreiðsluna. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru ýmsar ástæður fyrir því að starfslokasamningurinn var lagður fram. Hæst ber að nefna brottflutning Róberts frá Grindavík til Reykjavíkur, en jafnframt eru bæjarfulltrúar ósáttir við það að Róbert hafi leigt úr húsnæði sem hann sjálfur leigði af Grindavíkurbæ til ferðamanna, í gegnum airbnb. Fundurinn var haldinn fyrir luktum dyrum vegna trúnaðargagna sem þar voru lögð fram. Bæði meirihluti og minnihluti bæjarstjórnar vilja í kjölfar fundarins senda frá sér neðangreindar yfirlýsingar.Yfirlýsing meirihluta D- og G-listaMeirihluti bæjarstjórnar Grindavíkur og Róbert Ragnarssonar hafa komist að samkomulagi um starfslok Róberts hjá sveitarfélaginu. Róbert mun sinna störfum sem bæjarstjóri til 31. janúar 2017.Starf bæjarstjóra verður auglýst innan skamms en samkvæmt samkomulagi um starfslok Róberts sem bæjarstjóra mun hann verða nýjum bæjarstjóra innan handar fyrst um sinn og tryggja þannig að starfslok hans valdi sem minnstri truflun á rekstri bæjarfélagsins.Róbert hefur gengt starfi bæjarstjóra frá ágúst 2010 og vill meirihluta bæjarstjórnar Grindavíkur þakka Róberti af heilum hug fyrir afar vel unnin störf og gott samstarf.Áætlaður kostnaður við starfslok Róberts eru 6.000.000 kr sem reiknast á þrjá mánuði með launum og launatengdum gjöldum. Í núverandi ráðningarsamningi er kveðið á um þriggja mánaða biðlaunarétt við lok kjörtímabilsins. Sá kostnaður hefði alltaf komið til við lok ráðningarsamnings Róberts og er hann því ekki reiknaður með við þessi starfslok. Lögmannskostnaður í málinu er tæpar 830.000 kr.Yfirlýsing minnihluta B- og S listaBæjarfulltrúar B- og S- lista harma mjög þau vinnubrögð meirihluta D - og G - lista sem átt hafa sér stað við vinnslu starfslokasamnings Róberts Ragnarssonar bæjarstjóra. Málið var unnið og samningar undirritaðir, bæði við lögfræðing og bæjarstjóra, án þess að nokkur umræða hafi átt sér stað í bæjarstjórn eða bæjarráði.Róbert var ráðinn við upphaf síðasta kjörtímabils. Þá strax lagðist þáverandi bæjarstjórn í mikla vinnu við endurskipulagningu á stjórnskipulagi og rekstri bæjarins. Gríðarlegur árangur hefur náðst á grunni þeirrar vinnu. Í dag er Grindavíkurbær eitt best rekna sveitarfélag landsins og í öðru sæti á lista Vísbendingar um fyrirmyndar sveitarfélagið. Þessi árangur hefði ekki náðst nema með góðri samvinnu bæjarfulltrúa og starfsfólks Grindavíkur. Róbert gegndi mikilvægu hlutverki í þeirri vinnu og er því leitt að sjá hann hverfa frá störfum á þessum tímapunkti. Fulltrúar B- og S- lista þakka Róberti innilega fyrir samstarf síðustu ára og óska honum velfarnaðar í framtíðinni.Fundinn sátu eftirfarandi bæjarfulltrúar:Kristín María Birgisdóttir, forseti bæjarstjórnar (G)Hjálmar Hallgrímsson, varaforseti (D)Guðmundur Pálsson (D)Jóna Rut Jónsdóttir (D)Ásrún Kristinsdóttir (B)Guðmundur Grétar Karlsson (B)Marta Sigurðardóttir (S) Tengdar fréttir Bæjarstjóri Grindavíkur líklega rekinn í kvöld „Ég mun skoða það sem ég hef gert,“ segir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Grindavíkur. 8. nóvember 2016 12:25 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fleiri fréttir Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Sjá meira
Á aukafundi bæjarstjórnar Grindavíkur sem haldinn var í kvöld var starfslokasamningur við Róbert Ragnarsson, bæjarstjóra Grindavíkur, samþykktur með fjórum atkvæðum. Fulltrúar meirihluta G og D kusu með tillögunni, en fulltrúar minnihluta B og S lista sátu hjá við afgreiðsluna. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru ýmsar ástæður fyrir því að starfslokasamningurinn var lagður fram. Hæst ber að nefna brottflutning Róberts frá Grindavík til Reykjavíkur, en jafnframt eru bæjarfulltrúar ósáttir við það að Róbert hafi leigt úr húsnæði sem hann sjálfur leigði af Grindavíkurbæ til ferðamanna, í gegnum airbnb. Fundurinn var haldinn fyrir luktum dyrum vegna trúnaðargagna sem þar voru lögð fram. Bæði meirihluti og minnihluti bæjarstjórnar vilja í kjölfar fundarins senda frá sér neðangreindar yfirlýsingar.Yfirlýsing meirihluta D- og G-listaMeirihluti bæjarstjórnar Grindavíkur og Róbert Ragnarssonar hafa komist að samkomulagi um starfslok Róberts hjá sveitarfélaginu. Róbert mun sinna störfum sem bæjarstjóri til 31. janúar 2017.Starf bæjarstjóra verður auglýst innan skamms en samkvæmt samkomulagi um starfslok Róberts sem bæjarstjóra mun hann verða nýjum bæjarstjóra innan handar fyrst um sinn og tryggja þannig að starfslok hans valdi sem minnstri truflun á rekstri bæjarfélagsins.Róbert hefur gengt starfi bæjarstjóra frá ágúst 2010 og vill meirihluta bæjarstjórnar Grindavíkur þakka Róberti af heilum hug fyrir afar vel unnin störf og gott samstarf.Áætlaður kostnaður við starfslok Róberts eru 6.000.000 kr sem reiknast á þrjá mánuði með launum og launatengdum gjöldum. Í núverandi ráðningarsamningi er kveðið á um þriggja mánaða biðlaunarétt við lok kjörtímabilsins. Sá kostnaður hefði alltaf komið til við lok ráðningarsamnings Róberts og er hann því ekki reiknaður með við þessi starfslok. Lögmannskostnaður í málinu er tæpar 830.000 kr.Yfirlýsing minnihluta B- og S listaBæjarfulltrúar B- og S- lista harma mjög þau vinnubrögð meirihluta D - og G - lista sem átt hafa sér stað við vinnslu starfslokasamnings Róberts Ragnarssonar bæjarstjóra. Málið var unnið og samningar undirritaðir, bæði við lögfræðing og bæjarstjóra, án þess að nokkur umræða hafi átt sér stað í bæjarstjórn eða bæjarráði.Róbert var ráðinn við upphaf síðasta kjörtímabils. Þá strax lagðist þáverandi bæjarstjórn í mikla vinnu við endurskipulagningu á stjórnskipulagi og rekstri bæjarins. Gríðarlegur árangur hefur náðst á grunni þeirrar vinnu. Í dag er Grindavíkurbær eitt best rekna sveitarfélag landsins og í öðru sæti á lista Vísbendingar um fyrirmyndar sveitarfélagið. Þessi árangur hefði ekki náðst nema með góðri samvinnu bæjarfulltrúa og starfsfólks Grindavíkur. Róbert gegndi mikilvægu hlutverki í þeirri vinnu og er því leitt að sjá hann hverfa frá störfum á þessum tímapunkti. Fulltrúar B- og S- lista þakka Róberti innilega fyrir samstarf síðustu ára og óska honum velfarnaðar í framtíðinni.Fundinn sátu eftirfarandi bæjarfulltrúar:Kristín María Birgisdóttir, forseti bæjarstjórnar (G)Hjálmar Hallgrímsson, varaforseti (D)Guðmundur Pálsson (D)Jóna Rut Jónsdóttir (D)Ásrún Kristinsdóttir (B)Guðmundur Grétar Karlsson (B)Marta Sigurðardóttir (S)
Tengdar fréttir Bæjarstjóri Grindavíkur líklega rekinn í kvöld „Ég mun skoða það sem ég hef gert,“ segir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Grindavíkur. 8. nóvember 2016 12:25 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fleiri fréttir Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Sjá meira
Bæjarstjóri Grindavíkur líklega rekinn í kvöld „Ég mun skoða það sem ég hef gert,“ segir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Grindavíkur. 8. nóvember 2016 12:25