Einn skrautlegasti bardagakappinn í MMA, Kimbo Slice, er látinn. Hann var aðeins 42 ára gamall.
Kimbo, sem hét réttu nafni Kevin Ferguson, varð fyrst þekktur fyrir að taka þátt í bardögum sem fóru fram í bakgörðum í Flórída. Þeir bardagar slógu í gegn á netinu og gerðu hann að stjörnu. Hann varð síðar bardagamaður í UFC en hafði verið á mála síðasta árið hjá Bellator-bardagasambandinu.
Þó svo Kimbo hafi ekki verið á meðal þeirra bestu þá var hann gríðarlega vinsæll bardagamaður. Bjó yfir miklum persónutöfrum og var vinalegur risi er hann steig út úr búrinu.
Síðasti bardagi hans var í Bellator gegn Dada 5000 en hann varð einnig stjarna í bakgarðarslagsmálum. Það var uppgjör götustrákanna. Kimbo vann á rothöggi í þriðju lotu og Dada lá á milli heims og helju á sjúkrahúsi í kjölfarið. Kimbo féll svo á lyfjaprófi skömmu síðar.
Hann átti að berjast næst í London þann 16. júlí. Ekki liggur fyrir hvað dró Kimbo til dauða.
Hann skilur eftir sig eiginkonu og sex börn.
Kimbo Slice er allur
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni
Íslenski boltinn

Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn
Enski boltinn


Messi slær enn eitt metið
Fótbolti

„Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“
Íslenski boltinn


Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“
Enski boltinn

